Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 21. JúNí 2017 29 Húsnæði óskast Hjón með 3 börn óska eftir leigu- húsnæði í Borgarnesi. Anna 865-1873. Sammi 892-2944. Suzuki Baleno Er með Suzuki Baleno til sölu, skráð- ur í maí 2001. 1600cc, sjálfskiptur. Ekinn 222.600 km. Er nýskoðaður 2018. Á nýjum Nokian heilsárs- dekkjum að framan, hálfslitnum Toyo heilsársdekkjum að aftan. Ný bremsurör frá hvalbak og að aftur- hjólum. Diskar og klossar að framan nýtt síðan í haust. Bremsuborðar að aftan sömuleiðis. Fram og afturhjóla- legur vinstra megin nýjar. Nýsmurður og loftsía nýleg. Splunkunýr vatns- kassi keyptur 29/05’17. Bíll í mjög flottu standi. Ásett á hann er 290þús í skiptum en eitthvað minna staðgreitt. Allar nánari upplýsingar í 662-5272 eða birna.ran.tryggva@gmail.com. Skoða skipti á nánast hverju sem er. Skoda Octavia Vel með farinn fjórhjóladrifinn Skoda Octavia. Nýlega yfirfarinn. Skipt um tímareim, splunkuný heilsársdekk og skipt um jafnvægisstöng að aftan. Ár er síðan bremsur voru endurnýjaðar. Smurbók fylgir bílnum. Vel með farinn bíll. Verð 590 þús. kr. floki@ heimsnet.is Álfelgur til sölu 4 stk. vel með farnar 15” álfelgur undan Skoda Octavia. Gatadeilingin er 5×100, passa undir eldri Skoda, margar gerðir VW og fleiri tegundir. Þær hafa eingöngu verið notaðar á sumrin og bónaðar reglulega, líta vel út. Verð kr. 40 þús. fyrir ganginn. Sumardekk 14” Til sölu gangur af tæplega hálf- slitnum sumardekkjum, 185/70 R14. Þau seljast á 10.000 gangurinn. Hnífabrýningar Brýni flestar gerðir bitjárna. Er á Akranesi. Uppl. í síma 894-0073. Markaðstorg Vesturlands Dalabyggð - miðvikudagur 21. júní Sumarsólstöðutónleikar á Laugum í Sælingsdal. Kristín Lárusdóttir selló- leikari heldur órafmagnaða tónleika kl. 21 í Gyllta salnum á Hótel Eddu Laugum í Sælingsdal. Tónlist Kristín- ar er innblásin af íslenskum tónlistar- arfi og náttúru. Hún spilar bæði á selló, kveður og notar ýmis rafhljóð. Á tónleikunum mun Kristín koma til með að spila og syngja eigin tónlist, rímur og þjóðlög. Allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir. Akranes - föstudagur 23. júní Norðurálsmótið á Akranesi er knatt- spyrnumót fyrir kraftmikla stráka í 7. flokki, sem koma til að skemmta sér í leik og keppni. Allir þjálfarar, fararstjórar og fjölskyldur keppenda eru velkomnir á Skagann með strák- unum. Borgarbyggð - föstudagur 23. júní Mannskoret Havdur, karlakór frá Bömlo í Noregi, heldur tónleika í Reykholtskirkju kl. 17. Stjórnandi er Cecilie Rönhovde frá Stord. Karlakór- inn Havdur var stofnaður árið 1937 og hefur starfað síðan, nema í seinni heimsstyrjöldinni. Kórinn flytur and- lega, veraldlega og þjóðlega söngva án undirleiks. Hefur hann tekið þátt í ýmsum viðburðum í Bömlo og á eyjunum í grenndinni. Þá hefur hann sungið í Færeyjum, á Shetlands- eyjum, Írlandi og í Austur-Evrópu. Hefð er fyrir því að HAVDUR komi fram á 17. maí hátíðarhöldum og syngi í kirkjum og menningarhúsum. Söngmenn eru um 30 talsins. Snæfellsbær - föstudagur 23. júní 1. deild kvenna: Víkingur Ó. - ÍR á Ólafsvíkurvelli kl. 19:15. Grundarfjörður - föstudagur 23. júní Jónsmessa Setbergskirkju. Helgun og hollusta kl. 21. Gengið á Klakk eftir messu. Lagt af stað kl. 22 frá Bárarfossi. Allir velkomnir. Borgarbyggð - laugardagur 24. júní Brákarhátíð er haldin í áttunda skiptið með skemmtilegri dagskrá og viðburðum. Nóg verður að gera í hverfum Borgarbyggðar og allir finna sér eitthvað við hæfi. Verið velkomin og munum að Brákarhátíð er hátíð okkar allra! Akranes - sunnudagur 25. júní Guðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 11. Emil Theodór Ármannsson, Danmörku, verður fermdur í athöfn- inni. Heimilisfang hans á Akranesi er Álmskógar 18. Sr. Eðvarð Ingólfsson þjónar. Sveinn Arnar sér um tónlist- ina. Allir velkomnir. Borgarbyggð - sunnudagur 25. júní Gengið um sögustaðinn Reykholt kl. 15. Snorrastofa býður til útivistar- dags að lokinni messu í Reykholts- kirkju með leiðsögn um sögu mann- lífs og mannvirkja í Reykholti. Leið- sögumenn verða sr. Geir Waage og Óskar Guðmundsson rithöfundur. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni 31. maí. Drengur. Þyngd 3.480 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Sigurbjörg Anna Þorleifsdóttir og Jóhannes Þór Grímsson, Akranesi. Ljósmóðir: Sara Björk Hauksdóttir. 9. júní. Stúlka. Þyngd 3.684 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Sigurlaug Kjartansdóttir og Trausti Magnússon, Hamraendum Stafholtstungum. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. LEIGUMARKAÐUR Markaðstorg Vesturlands Skráðu SMáauglýSinguna Frítt á www.SkeSSuhorn.iS Fyrir klukkan 12.00 á þriðjudöguM TIL SÖLU ÝMISLEGT 14. júní. Drengur. Þyngd 3.870 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: Ágústa Sigríður Jónsdóttir og Mattías A. Þorgrímsson, Stykkishólmi. Ljósmóðir: Elísabet Harles. 19. júní. Stúlka. Þyngd 3.862 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Vera Kristín Jónasdóttir og Daníel Þ. Arnarsson, Akranesi. Ljósmóðir: Elísabet Harles. Pennagrein Kæru skagamenn! Nú á síðustu mánuðum hefur Akra- neskaupstaður verið að huga að „nýju“ gervigrasi fyrir inni íþrótta- aðstöðu til handa börnum og ung- lingum í bæjarfélaginu. Nánar til- tekið nýtt fótboltagras í Akranes- höllina. Eða á ég að segja „nýtt“. Hvernig gervigras myndir þú velja fyrir börn og unglinga? En þig sjálfan? Myndir þú velja nýjustu kynslóð af gervigrasi, eða ekki? Topp knattspyrnueiginleika allt- af, eða ekki? Gúmmíkurl á víð og dreif, eða ekki? Fimm ára ábyrgð í stað tíu ára verksmiðjuábyrgðar, eða ekki? Öruggt umhverfisvænt gervigras, eða ekki? útlit eins og raunverulegt gras, eða ekki? Virk- ar óaðlaðandi, eða ekki? Auðvelt að þrífa, eða ekki? Auðvelt að laga skemmdir, eða ekki? Mikla gúmmí- lykt, eða ekki? Mikla svifryksmeng- un, eða ekki? Leikmenn með t.d. astma ættu auðvelt með að leika á grasinu, eða ekki? Rispa sig mik- ið, eða ekki? Fá straum frá gervi- grasinu, eða ekki? Besta mögulegu fjöðrun allsstaðar á vellinum, eða ekki? Freistandi að spila á vegna fegurðar, eða ekki? Tugir tonna af sandi, eða ekki? Tugir tonna af gúmmíkurli, eða ekki? Miklar lík- ur á sýkingu, eða ekki? Geta spil- að berfættur, eða ekki? Fer vel með húðina, eða ekki? Betri eignileik- ar, eða ekki? Hættuleg innihalds- efni gúmmíkurls, eða ekki? Ódýrt í rekstri, eða ekki? Endingarbetri knattspyrnueiginleikar, eða ekki? Ráðamenn Akraneskaupstaðar, nánar tiltekið ráðgjafi og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, höfn- uðu öllum kostum nýrrar kynslóð- ar gervigrass þrátt fyrir að allir að- ilar voru sammála um að eiginleikar vörunnar væru stórkostlegir. Hvað þá í samanburði við gúmmíkurl og sandgras. En hvers vegna var þá tekin kolröng ákvörðun fyrir Skagamenn til framtíðar? Var það verðið? Nei alls ekki, því miðað við alla kostina, eigin- leikana, endingu, ábyrgð og rekstrar- kostnað þá er varan í rauninni miklu ódýrari ef reiknað er til tíu ára tíma- bils. Var það útaf lítilli reynslu á vör- unni? Nei alls ekki. Fjöldinn allur af meðmælum og í meira en 12 ár hefur innfylliefnalaust gervigras verið þró- að og betrumbætt af fremsta fram- leiðanda í heimi í innfylliefnalausu gervigrasi. Var það útaf KSí? Nei alls ekki. Aðilar innan mannvirkjanefnd- ar KSí lofsama vöruna. Nýja reglu- gerðin býður þessa vöru „loksins“ velkomna á vellina frá því í maí árið 2017. Að auki skv. KSí reglugerð- inni má gúmmíkurl ekki lengur vera mengandi eða skaðlegt heilsu. Er slíkt gúmmíkurl til sem er ekki meng- andi við framleiðslu og í innihaldi? Fjórir af fimm sem reyndu að taka þátt í útboðinu og bjóða gúmmíkurl lausn, voru dæmd- ir ógildir af ráðgjafa, hvers vegna? Tveir þeirra buðu hagstæðara verð en sá sem var valinn, allir voru þeir með „viðurkenndar“ vörur að mati FIFA. Hverjir eru það sem stjórna valinu, er það einn einstaklingur sem kallast ráðgjafi eða fá fleiri að gefa álit sitt, á hverju er álitið byggt? Árið 2017 er valið fyrir Skagamenn áfram vafasamt gúmmíkurl og sandur, göm- ul „úrelt“ tækni með endalausum vandamálum og hundruðum tonna af gúmmíi og sandi með nokkrum gras- þráðum innanhúss? Áfram er gríðar- lega mikil hætta á sýkingum í opin sár og áfram allur möguleiki á mikilli svi- fryksmengum sem hamlar fólki með viðkvæm öndunarfæri að taka þátt í íþróttum innandyra. Skagamenn það er undir ykkur komið að mótmæla þessari ákvörðun við bæjarstjóra og óska eftir því besta fyrir börn og unglinga á Akranesi, nú eða láta þau bara kyngja áfram gúmmíkurlinu og sandinum! Mynd- irnar segja meira en 1000 orð. Með Skagakveðju, Sveinbjörn Freyr Arnaldsson Gott gervigras, eða ekki! Nokkurra ára gamall Sportisca S9 Revolution völlur í framleiðslulandinu Sviss án innfylliefna. Nýjasta kynslóð af gervigrasi ofan á gömlu kynslóðinni. Gróttuvöllur með grátt gúmmíkurl og sand. Splunkunýr völlur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.