Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 21. JúNí 2017 19 FJÓRÐUNGSMÓT VESTURLANDS Fjórðungsmót Vesturlands 2017 verður haldið í Borgarnesi 28. júní til 2. júlí. Gæðingakeppni, A og B flokkur, börn, unglingar og ungmenni• Kynbótahross• Tölt opinn flokkur og 17 ára og yngri opið fyrir alla• Skeið 100 m opið fyrir alla• Hestakostur aðallega af Vesturlandi, Vestfjörðum, úr Húnavatnssýslum og Skagafirði. Aðgangseyrir 2.500 á allt mótið fyrir 14 ára og eldri. Góð aðstaða fyrir keppendur og gesti svo sem tjaldstæði með rafmagni fyrir kr. 12.000 kr,- allt mótið en án rafmangs 6.000 kr,-. Dansleikur með Stuðlabandinu í reiðhöllinni Faxaborg föstudaginn 30. júní kl. 23:00. Stutt í alla þjónustu í Borgarnesi svo sem veitingastaði, sundlaug o.fl. Sjá facebook síðu mótsins Fjórðungsmót Vesturlands 2017 SK ES SU H O R N 2 01 7 Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær Sími 525 6700 • mos@mos.is • www.mos.is VIRÐING • JÁKVÆÐNI • FRAMSÆKNI • UMHYGGJA SK ES SU H O R N 2 01 7 Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi? Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum? Laus störf frá 1. ágúst 2017 Deildarstjóri óskast í stjórnendateymi skólans Meginverkefni viðkomandi er þátttaka í þriggja manna stjórnunar- teymi í Höfðabergi með ábyrgð á faglegu starfi grunnskólahlutans. Viðkomandi er jafnframt hluti af stjórnendateymi skólans. Umsjónarkennsla á yngsta og miðstigi Afleysing í umsjónarkennslu á yngsta stigi til 1. mars 2018 vegna fæðingarorlofs Þroskaþjálfi, 50 – 100% starfshlutfall Frekari upplýsingar um störfin er að finna á www.mos.is Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og við- komandi stéttarfélaga. Upplýsingar veitir Jóhanna Magnúsdóttir skólastjóri í síma 5259200/8968230. Umsóknir, með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila sendist rafrænt á netfangið johannam@lagafellsskoli.is Umsóknarfrestur um störfin er til 30. júní 2017. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um. í maí síðastliðnum nam erlend greiðslukortavelta hér á landi 21,3 milljörðum króna samanborið við 19,9 milljarða í maí í fyrra. Hlut- fallsvöxtur frá fyrra ári er því um 7,1% og hefur ekki verið minni frá því Rannsóknaseturs verslunarinn- ar hóf söfnun hagtalna um korta- veltu erlendra ferðamanna árið 2012. í krónum jókst kortavelt- an um 1,4 milljarða frá maí í fyrra. Meginástæðan fyrir minni vexti kortaveltu nú er vafalítið sterkt gengi krónunnar. í maí var samdráttur í nokkrum flokkum erlendrar kortaveltu. Ber þar helst að nefna verslun en í heild dróst greiðslukortavelta verslunar saman um 4,7% frá fyrra ári, úr 2,3 milljörðum króna í maí 2016 í 2,2 milljarða króna í maí síðastliðnum. Kortavelta í gjafa- og minjagripa- verslun dróst saman um 18,9%, fataverslun dróst saman um 5,9%, tollfrjáls verslun um 7,4% og önnur verslun um 10,9%. Dagvöruversl- un var eini flokkur verslunar þar sem erlend kortavelta jókst í mán- uðinum, um 12,8% frá sama mán- uði í fyrra. Meðal annarra flokka kortaveltunnar sem drógust saman frá fyrra ári eru bílaleigur en erlend greiðslukortavelta þeirra var 0,6% lægri í maí samanborið við sama mánuð í fyrra og var 1,7 milljarðar í maí síðastliðnum. Mest jókst kortavelta í maí í flokki farþegaflutninga, um 22,7% eða um 852 milljónir frá sama mán- uði í fyrra. Sem fyrr er vakin athygli á því að hluti erlendrar starfsemi innlendra flugfélaga er meðtalin, en farþegaflug er langstærsti einstaki hluti farþegaflutninga í erlendri greiðslukortaveltu. Næst mestur var vöxtur kortaveltunnar í flokki ýmissar ferðaþjónustu en undir flokkinn fellur þjónusta ferðaskrif- stofa og ýmsar skipulagðar ferðir. Velta þess flokks jókst um 13,2% frá maí 2016 og nam 3,5 milljörð- um króna í maí síðastliðnum. Erlend greiðslukortavelta í gisti- þjónustu jókst um 8,7% í maí síð- astliðnum og nam 3,9 milljörðum króna samanborið við 3,6 milljarða í sama mánuði fyrir ári. Vöxtur kortaveltu veitingastaða var heldur minni eða 0,9% frá fyrra ári og nam í maí síðastliðnum 2.044 milljónum króna, 18 milljónum króna meira en í sama mánuði í fyrra. mm Þróun í erlendri kortaveltu endurspeglar hátt gengi krónunnar Erlendir ferðamenn við Hraunfossa í Borgarfirði. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.