Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 21. JúNí 201722 Þjóðhátíðardagurinn var haldin há- tíðlegur í íþróttahúsi Snæfellsbæj- ar í Ólafsvík á laugardaginn. Margt var gert til skemmtunar fyrir gesti sem fjölmenntu. Boðið var uppá andlitsmálningu sem Drekinn ung- lingasveit Lífsbjargar sá um. Björn Hilmarsson forseti bæjarstjórnar hélt hátíðarræðu og ungir tónlistar- menn fluttu atriði. Söngvaborg hélt upp stuði og kunnu börnin vel að meta það og tóku virkan þátt. Menningarnefnd Snæfellsbæj- ar útnefndi Snæfellsbæinga árs- ins og kom sá heiður í hlut þeirra Arnar Hjörleifssonar, Þóru Olsen og Óskars Skúlasonar en þau hafa unnið mikla sjálfboðavinnu í Sjó- mannagarðinum á Hellissandi og sett þar upp sýningarnar Sjósókn undir jökli og Náttúran við strönd- ina. af Hátíðarhöld á 17. júní í Snæfellsbæ Snæfellsbæingur ársins. Örn Hjörleifsson tekur hér við viðurkenningu sem hann og hjónin Þóra Olsen og Skúli Óskarsson hlutu fyrir gott starf við uppbygginu á Sjómannagarðinum á Hellissandi. Með Erni á myndinni eru Ragnheiður Víglunds- dóttir og Erla Gunnlaugsdóttir formaður menningarnefndar Snæfellsbæjar. Thelma Kristinsdóttir var fjallkonan í ár. Hér er hún ásamt nýstúdentunum Guð- laugu Írisi Pálsdóttur og Anitu Sif Pálsdóttur sem fluttu ræðu nýstúdenta. Það var líf og fjör í Grundarfirði á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Hlaup- ið var í Kvernárhlaupinu um morg- uninn og svo fengu börn og þeir sem vildu andlitsmálningu áður en lagt var af stað í skrúðgöngu upp á íþróttavöll. Þar hélt Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri smá tölu áður en fjallkonan Rósa Guðmunds- dóttir steig á stokk og flutti ávarp. Marta Magnúsdóttir skátahöfð- ingi íslands hélt einnig stutta ræðu. Að ræðuhöldum loknum var keppt í sápubolta þar sem bæjarstjórnin keppti við kennara og þar var ekk- ert gefið eftir. Slökkvilið Grund- arfjarðar var svo með froðurenni- braut fyrir gesti. Ungir sem aldn- ir létu sig gossa niður sleipan plast- dúkinn og brosið skein úr hverju andliti í gegnum sápuna. tfk Mikið fjör í Grundarfirði á 17. júní Hérna er hart barist um boltann á flughálum vellinum. Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri gaf ekkert eftir. Rósa Guðmundsdóttir fjallkona flutti ávarp og stuttu síðar var hún búin að hafa fataskipti og þeyttist svo niður sápurennibrautina. Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri með barnabarn sitt í froðunni. Margrét Bára Þórkelsdóttir sigraði í keppninni Stálkonan sem fram fór 10. júní síðastliðinn. í raun var það al- ger slembilukka að hún skyldi sigra á mótinu, því hún hafði ekki skráð sig fyrirfram. „Kærastinn minn var að keppa þarna á sama stað í sterkasti maður íslands í léttari flokkum, svo ég skráði mig bara,“ segir Margrét létt í lund og bætir við að þær hafi verið tvær í hennar þyndarflokki. Margrét hefur alltaf verið sterk að eigin sögn. „Ég er sterk frá náttúrunnar hendi og ég vissi að ég ætti góða möguleika á því að vinna,“ segir hún í samtali við Skessuhorn. Líkamsrækt varð að áhugamáli Margrét Bára er alin upp á Arnar- stapa á Snæfellsnesi en býr í Reykja- vík í dag. Þrátt fyrir að vera alin upp á Snæfellsnesinu hefur hún ekki reynt sig á aflraunasteinunum á Djúpalóns- sandi. „Það væri gaman að reyna við þá. Geri það kannski næst þegar ég fer vestur.“ Hún hefur æft Crossfit af kappi síðan 2011. „Ég byrjaði að æfa Crossfit til að komast í form ári eft- ir fæðingu dóttur minnar,“ segir Mar- grét. í Crossfit hefur hún tekið þátt í fjölmörgum innanhússmótum og í þrekmótaröðinni. „Ég og kærast- inn höfum tekið þátt í parakeppn- inni í þrekmótaröðinni þrisvar sinn- um,“ segir Margrét svo hún er alls ekki ókunn styrktarkeppnum. Hún segist hafa verið á réttum á réttum tíma þegar hún sigraði í Stálkonunni 10. júní. Býr að góðri tækni í Stálkonunni er keppt í nokkrum styrktar- og kraflyftingagreinum. Þar á meðal er bændaganga, jafnhött- un (þar sem lóðum er lyft upp fyrir haus), réttstöðulyfta, atlassteinum og hleðslugreinum. „Það voru tvær eða þrjár greinar sem ég kunni ekki en ég vissi að ég hefði góðan grunn fyrir þetta,“ segir Margrét. „Mér gekk ekki vel í bændagöngunni. Ég missti takið strax en mér gekk vel í öllu hinu.“ Til dæmis bar hún af í jafnhöttuninni, þar sem hún sigraði líka í þyngdarflokkn- um fyrir ofan sig. „Crossfit fer inn á svo marga þætti eins og t.d styrk, þrek, liðleika, afl og margt fleira. Svo ég hafði smá forskot á þær í jafn- höttuninni þar sem ég gat notað það sem ég hef lært til að koma stönginni upp,“ segir Margrét sem hefur fyrst og fremst áhuga á Crossfit. „En þetta mót hefur alveg kveikt áhuga á kraft- lyftingum hjá mér. Ég held að þetta sé gaman af því ég veit að ég er sterk.“ Stelpur feimnar við að vera sterkar Margrét Bára segir sjálf að hún hafi alltaf verið strákastelpa. í sínu núver- andi starfi í framleiðsludeild hjá Öss- uri vinnur hún til dæmis í hópi með karlmönnum, þar sem starfið krefst líkamlegrar áreynslu. Á yngri árum hafi hún líka verið sterk en segir að hún hafi ekki orðið fyrir aðkasti fyr- ir það, eins og stundum vill verða. „Fólki hefur alltaf bara þótt það aðdáunarvert hvað ég ér sterk. Mað- ur heyrir stundum í strákunum eitt- hvað svona, að það sé mikið testóste- rón í þessari. En ég hef aldrei tek- ið því sem neinu neikvæðu.“ Henni finnst það miður að stelpur þori ekki að sýna styrk sinn út á við. Hún seg- ir að hún myndi vilja sjá fleiri stelp- ur í styrkgreinum eins og kraflyfting- um. „Ég held að það hafi verið um sex stelpur í þyngdarflokknum fyrir ofan mig í Stálkonunni,“ segir hún en það eru þá alls átta keppendur í báðum þyngdarflokkum. „Ég veit ekki hvort stelpur eru svona feimnar við þetta af því þetta hefur lengi verið hálfgerð karlaíþrótt. Stelpur eru hræddar við að vera sterkar. Sumar eru sterkar en þora ekki að sýna það.“ Fer á sjó á sumrin Sumrinu eyðir Margrét á sjónum með pabba sínum. „Ég tók mér launalaust leyfi frá vinnunni í Össuri og er að róa með pabba,“ segir Margrét. „Ég gerði þetta oft þegar ég var yngri,“ bæt- ir hún við og segir að hún njóti þess mjög að fara á sjóinn. Sérstaklega í góðu veðri. Eftir að hafa sigrað í Stálkonunni var Margrét þvinguð til að slaka á í nokkra daga. Hún hafði ætlað að taka þátt í móti helgina 16.-18. júní en lenti í smávægilegu bílslys og fékk högg á höfuðið og stóran skurð. „Þetta er ekkert alvarlegt en ég þarf að taka því rólega í nokkra daga,“ segir hún en bætir við að hún hafi mikinn áhuga á að taka þátt í fleiri mótum í sumar og stefnir að því. Auk þess mun hún fara á heimsleikana í Crossfit í júlí, en þó aðeins sem áhorfandi að þessu sinni. „Ég er ekki orðin alveg nógu góð til að taka þátt þar ennþá.“ Hún hefur áður farið sem áhorfandi á heimsleik- ana og lýsir stemmningunni sem viku hátíð. „Þetta var æðislega skemmti- legt, ef maður hefur áhuga á þessu.“ klj Sigraði Stálkonuna í undir 75 kílóa þyngdarflokki Margrét Bára Þórkelsdóttir skráði sig á mótið á staðnum Margrét Bára í jafnhöttuninni, þar sem hún sigraði þyngdarflokkinn fyrir ofan sig líka. Margrét Bára og dóttir hennar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.