Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 21. JúNí 2017 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Síðastliðinn fimmtudag mætti Vík- ingur Ólafsvík Fjölni í sjöundu umferð Pepsideildar karla í knatt- spyrnu. Leikurinn var spilað- ur í Grafarvogi og fór fjörlega af stað. Eftir tólf mínútna leik skor- aði Guðmundur Steinn Hafsteins- son fyrir Víking með fallegum skalla eftir frábæra sendingu Kenan Turudija af vinstri vængnum. Vík- ingur var ekki lengi með forystu í leiknum því þremur mínútum síðar skoraði Ingimundur Níels Óskars- son fyrir Fjölni. Ingimundur fékk þá sendingu frá Birni Snæ Inga- syni; Christian Martínez varði skot Ingimundar en boltinn barst aftur til hans og lagði hann þá boltann í netið. Guðmundur Steinn fékk góðan möguleika til að koma Vík- ingi aftur yfir á 36. mínútu. Hann fékk þá sendingu frá Pape Ma- madou Faye og slapp einn í gegn en Þórður Ingason í marki Fjölnis sá við honum. Síðari hálfleikur var bragðdaufari en sá fyrri. Leikmenn Víkings voru þéttir til baka og gáfu fá færi á sér. Fjölnir sóttu meira en náðu ekki að skapa sér sérstök færi. Niðurstaðan 1-1 jafntefli. Óvænt úrslit á Ólafsvíkurvelli í Ólafsvík lék Víkingur gegn Stjörn- unni í áttundu umferð deildarinnar. Bjuggust margir við öruggum sigri Stjörnunnar fyrir leikinn þar sem liðið var í þriðja sæti með þrett- án stig og Víkingur í neðsta með fjögur. Það bætti ekki úr skák að Víkingur hafði ekki unnið Stjörn- una í deildarleik í áratug. Það má því segja að 2-1 sigur Víkings hafi komið mörgum á óvart. Víkingar spiluðu virkilega góð- an leik og voru mjög skipulagðir. Þeir skoruðu fyrsta mark leiks- ins á 17. mínútu. Þorsteinn Már Ragnarsson fékk langa sendingu fram völlinn, gaf boltann fast fyr- ir þar sem hann fór í gegnum alla sem þar stóðu og barst á Kwame Quee sem lagði boltann snyrtilega í netið. Quee fagnaði markinu svo með býsna laglegu dansspori. Mik- ill hiti og harka var í leiknum og virtust Stjörnumenn vera orðnir mjög pirraðir á því í lok fyrri hálf- leiks þegar Davíð Snorri aðstoðar- þjálfari Stjörnunnar missti stjórn á skapi sínu og öskraði á bekk Vík- ings. Fleiri mörk voru þó ekki skoruðu í fyrri hálfleik og staðan því 1-0. Það voru aðeins liðnar fjór- ar mínútur af síðari hálfleik þegar Víkingur bætti við öðru marki sínu. Þorsteinn Már átti þá flotta send- ingu af vinstri kanti inn í teig eft- ir góða rispu. Guðmundur Steinn Hafsteinsson fékk boltann við fjær- stöng og setti hann í slána og inn. Stjarnan lagði allt í sölurnar til þess að reyna minnka muninn og sókn- arþungi þeirra jókst jafn og þétt. Vörn Víkings og markmaðurinn Cristian Martinez Liberato stóðu sína vakt með sóma. Stjarnan fékk vítaspyrnu á 85. mínútu þegar Pape Mamadou Faye reyndi að hreinsa boltann úr teig Víkings en lyfti tökkunum of hátt upp og virtust þeir enda í andliti Stjörnumanns. Hilmar Árni Halldórsson skor- aði úr vítinu 2-1 en lengra komust Garðbæingar ekki og vann Víking- ur þar með nokkuð óvæntan sigur. Víkingur er enn í neðsta sæti eft- ir leikinn með sjö stig en deildin er þétt og þurfa að eins einn sigur gæti lyft þeim í áttunda sæti. Næsti leik- ur Víkings er mánudaginn 26. júní á útivelli gegn Víkingi frá Reykja- vík. bþb/ Ljósm. Alfons Finnsson Víkingur enn í neðsta sæti þrátt fyrir sigur Mikil harka einkenndi leik Víkings og Stjörnunnar. Stuðningsmenn Víkings fögnuðu vel í leikslok. Leikið var í sjöundu umferð Pepsi- deildar karla í knattspyrnu miðviku- daginn 15. júní. Skagamenn héldu til Akureyrar til að mæta nýliðum KA. Skagamenn voru mjög þétt- ir og gáfu fá færi á sér, sóknarleikur liðsins var þó heldur dapur. Undir lok leiksins tók Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, umdeilda ákvörð- un þegar hann dæmdi mark af KA. Þóroddur vildi þá meina að Callum Williams hafi brotið á Ingvari Þór Kale. Leikmenn KA voru allt annað en sáttir og hafa líklega eitthvað til síns máls því í samtali við fotbolta. net eftir leik sagði Ingvar að það hafi ekki verið brotið á sér og markið þá átt að standa. Niðurstaðan marka- laust jafntefli. Mikilvægur sigur á Fjölni Nú á mánudaginn lauk áttundu um- ferð Pepsideildar karla. Skagamenn mættu liði Fjölnis á Akranesvelli en leikurinn var gríðarlega mikilvægur þar Skagamenn voru í næstneðsta sæti með fjögur stig og Fjölnir í ní- unda með átta stig. Leiknum lauk með hádramatískum sigri Skaga- manna þar sem rautt spjald leit dagsins ljós og úrslitin réðust í upp- bótartíma. Fjölnir skoraði fyrsta mark leiks- ins á 38. mínútu eftir skot inni í teig í nærhornið. Skagamenn svöruðu markinu strax því fjórum mínútum síðar jafnaði Hafþór Pétursson met- in. Þórður Þorsteinn Þórðarson tók aukaspyrnu sem fór að teig Fjölnis- manna og þaðan náði Arnór Snær Guðmundsson að koma boltanum á Hafþór Pétursson sem skoraði með einkar skrautlegu skoti. Staðan 1-1 í hálfleik. í síðari hálfleik var spilaður opnari og skemmtilegri leikur. Þegar rúm- ar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik komst Tryggvi Hrafn Har- aldsson einn inn fyrir vörn Fjöln- is. Mario Tadejevic varnarmaður Fjölnis reyndi hvað hann gat að ná honum en Tryggvi var sneggri. Mario ákvað þá að brjóta á Tryggva og fékk að launum rautt spjald enda brotið mjög ljótt og hann átti aldrei möguleika í boltann. Skagamenn náðu illa að nýta sér það að vera einum fleiri og áfram hélt jafnræði með liðunum. Það var svo þegar tvær mínútur voru liðn- ar af uppbótartíma að eftir flott spil Skagamanna sendi Þórður Þor- steinn boltann inn í teig á Steinar Þorsteinsson sem renndi honum í netið. Fjölnir fékk svo hornspyrnu skömmu síðar þar sem Þórður Ingason, markmaður Fjölnis, fór inn í teig. Ingvar Þór Kale náði til boltans eftir hornspyrnuna og kast- aði boltanum á Þórð Þorstein sem skaut boltanum af eigin vallarhelm- ingi í autt mark Fjölnis. Flautað var til leiksloka eftir markið og lauk leiknum því með 3-1 sigri. Skagamenn eru enn í næstneðsta sæti deildarinnar eftir leikinn, en nú með sjö stig. Næsti leikur íA er á laugardaginn í Garðabæ gegn Stjörnunni. bþb/ Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Skagamenn fjórum stigum ríkari eftir vikuna Mario Tadejevic braut illa á Tryggva þegar Tryggvi var sloppinn einn í gegn. Mario fékk rautt spjald að launum. Þó markið hafi verið autt var mark Þórðar smekklegt þar sem hann var á eigin vallarhelmingi, af um það bil 70 metra færi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.