Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 21. JúNí 201728 Nú er sumarlestur barna hafinn á Bókasafni Akraness. Líkt og síðustu sumur mun Skessuhorn birta lesara vikunnar, en umsjón með efni hafa starfsmenn bóka- safnsins. Þetta er tólfta sumar- ið sem Bókasafnið stendur fyrir sumarlestri. Byrjað var að skrá þátttakendur 1. júní síðastlið- inn og nú þegar hafa rúmlega hundrað börn skráð sig. Fyrstu sumarlesararnir eru þau Maron og Ísabella. Sumarlesari fyrstu vikunnar: Hvað heitir þú og hvað ertu gamall? Ég heiti Maron og ég á afmæli eftir nokkra daga og þá verð ég 7 ára. Í hvaða skóla ertu? Ég er í Grundaskóla. Hvaða bók varstu að lesa? Ég var að lesa Halló Kata köngu- ló og Halló Hanna hunangsfluga. Voru þetta skemmtilegar bæk- ur? Já, þær voru mjög skemmtilegar. Hvernig bækur finnst þér skemmtilegastar? Bækur sem eru langar og léttar. Áttu þér uppáhalds bók eða uppáhalds rithöfund? Ég á eina uppáhaldsbók og hún heitir Skrítinn dagur hjá Gunn- ari. Af hverju tekur þú þátt í sumar- lestrinum? Af því að mig langar að vera dug- legur að lesa. Kemurðu oft á bókasafnið og hvað gerir þú á bókasafninu? Já ég kem oft og næ mér í bæk- ur til að lesa og svo eru líka mörg spil hérna. Sumarlesari í síðustu viku: Hvað heitir þú og hvað ertu gömul? Ég heiti ísabella og ég er 10 ára. Í hvaða skóla ertu? Ég er í Grundaskóla. Hvaða bók varstu að lesa? Ég var að lesa bókina Ottólína og gula kisan. Hvernig var hún? Hún var alveg mjög skemmti- leg, ég gat ekki hætt að lesa og las langt fram á nótt. Hvernig bækur finnst þér skemmtilegastar? Fyndnar bækur og spennandi. Áttu þér uppáhalds bók eða uppáhalds rithöfund? Uppáhaldsbókin mín er Risastóra peran. Af hverju tekur þú þátt í sumar- lestrinum? Af því að það er gaman og gerir mig að betri lesara. Kemurðu oft á bókasafnið og hvað gerir þú á bókasafninu? Já, ég kem frekar oft á Bókasafn- ið. Ég skoða bækur og les. Mér finnst gaman að koma á Bóka- safnið. Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Leiguakstur á Akranesi sem og á öllu Vesturlandi Ari Grétar Björnsson Sími: 864-2100 Email : taxar@simnet.is TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR GARÐAÚÐUN REYNIS SIG SÍMI: 899-0304 Pennagrein Alþingi fjallaði um mörg mál á nýaf- stöðnu þingi og nokkur þeirra hlutu samþykki sem lög eða þingsályktan- ir eða var vikið til hliðar. Þetta 146. þing fer þó fjarri því í sögubækurn- ar sem árangursríkt og afkastamikið. Sum málanna teljast aðkallandi, brýn og þörf en fengu ekki framgang. Það sem efst var á forgangslista Samfylkingar voru eins og jafnan áður velferðarmálin, m.a. þau sem lúta að barnafjölskyldum, bættri heil- brigðisþjónustu, húsnæðismálum, sjúkratryggingum, málefnum eldri borgara og hagsmunamálum öryrkja auk annarra mála, s.s. samgöngu- mála. Efnahags- og atvinnumál voru einnig ofarlega á málaskrá Samfylk- ingar á þingtímanum. Dæmi þess er frumvarp um breytingar á lögum um stjórnun fiskveiða sem gengur út á að viðbótarkvóti næsta fiskveiðiárs verði tekinn til hliðar og úthlutað með sérstökum hætti. Markmiðið er að styrkja byggðarlög, kvótalitlar út- gerðir og auðvelda nýliðun í grein- inni. Þessu hafnaði ríkisstjórnin al- gjörlega og áframhaldandi óréttlæti er viðhaldið. Fæst mál Samfylkingar fengu brautargengi enda flokkurinn í minnihluta og þingmannafjöldi langt frá því sem er viðunandi. Umskipti í þessum málaflokkum verða því að bíða þar til öðruvísi skipast á löggjaf- arsamkundunni. Alltof mikill tími fór í það sem Sjálfstæðisflokkurinn valdi sem sitt forgangsmál en það var brennivíns- frumvarpið svokallaða sem dagaði uppi. Þegar líða fór á þingtímann fóru nefnilega að renna tvær grímur á stjórnarflokkana enda ljóst að ekki var meirihluti fyrir málinu og mikil og útbreidd andstaða í þjóðfélaginu. Þetta eina dekurmál kom hins vegar í veg fyrir að tími gæfist til að klára önnur, t.d. mikilvægt frumvarp til laga um þjónustu við fólk með mikl- ar stuðningsþarfir. Einu máli sem varðar marga ein- staklinga og fjölskyldur þeirra tókst Samfylkingunni þó að þoka í höfn. Á síðustu dögum Alþingis var sam- þykkt með 63 greiddum atkvæðum þingsályktunartillaga um heildstæða stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun sem undirritaður lagði fram á sínu fyrsta þingi. ísland er eitt örfárra Evrópuríkja sem ekki hefur mótað heildstæða stefnu í málefnum fólks með þennan hrörnunarsjúk- dóm og eina norræna ríkið. Nefnd innan Evrópusambandsins lagði til á árinu 2016 að Alzheimer-sjúkdóm- urinn og skyldir sjúkdómar yrðu skil- greindir sem forgangsverkefni í heil- brigðismálum í Evrópu samkvæmt stefnu sem hefði það að markmiði að bregðast við afleiðingum þessara sjúkdóma, og efla rannsóknir sem leitt gætu til markvissra meðferðar- lausna. Heilabilun er afleiðing nokkurra sjúkdóma þar sem Alzheimer-sjúk- dómurinn er algengastur og orsakar um 60-70% heilabilunartilfella, en aðrir sjúkdómar eru t.d. Lewy body heilabilun og æðakölkun. Á núver- andi stigi eru engar leiðir til lækn- inga, en meðferð vegna heilabilun- ar er veitt með ýmsu móti, t.d. lyfja- meðferð við undirliggjandi sjúk- dómi, einnig sérhæfðri umönnun og með fræðslu til aðstandenda sem oft- ast sjá um umönnun innan heimilis. Sálfræðilegur og félagslegur stuðn- ingur er veittur ásamt sérhæfðri hjúkrun og umönnun á seinni stig- um. Skráning einstaklinga með heila- bilun er mjög brotakennd á íslandi og enginn einn aðili getur á áreiðanleg- an hátt tilgreint umfang heilabilun- arsjúkdóma. Alzheimersamtök Evr- ópu (Alzheimer Europe) hafa áætlað að einstaklingar með heilabilun á ís- landi séu um 4.000 talsins og byggja útreikninga sína á lýðfræðilegum að- stæðum. Þetta samsvarar um 1,19% af heildarfjölda íslendinga. Hlutfall íbúa á íslandi með greinda heilabilun samkvæmt þessu er enn umtalsvert lægra en reiknað meðaltal Evrópu- sambandslanda, sem er 1,55%. Um sex milljónir einstaklinga í Evrópu eru greindir með Alzheimer- sjúkdóminn og skylda sjúkdóma á ári hverju og fjölgar stöðugt. Ef horft er til greininga og framtíðarspár frá nágrannalöndum, m.a. frá dönsk- um og breskum greiningaraðilum, eru líkindi til þess að árið 2040 verði heildarfjöldi einstaklinga með heila- bilun sem hlutfall af íslensku þjóð- inni komið í 1,2-2,9%. Þetta hlýtur að teljast áhyggjuefni sökum þess hve mikla umönnun þeir þurfa sem hafa langt gengna heilabilun. íslenska velferðarkerfið er enn sem komið er vanbúið til að takast á við þetta krefj- andi verkefni. Guðjón S. Brjánsson Höf. er alþingismaður fyrir Sam- fylkinguna í NV kjördæmi Munum þá sem gleyma Viðskiptavinir sem heimsóttu versl- un Costco í Kauptúni í Garðabæ á miðvikudag í liðinni viku gripu hálf- partinn í tómt. Fjölmargar vöruhillur voru tómar og afar takmarkað úrval til í ýmsum vöruflokkum. Að sögn starfsfólks í versluninni var þó von á nýjum sendingum í verslunina um kvöld þess dags. Haft var eftir versl- unarstjóra í öðrum fjölmiðlum að töf hafi orðið á flutningi vörugáma til landsins og það hefði orsakað vöru- skort. Costco hefur fengið jákvæðar viðtökur almennings frá því verslun- in var opnuð 23. maí síðastliðinn og tugþúsundir íslendinga gerst félagar í ameríska kaupfélaginu. mm Viðbrögð við Costco umfram væntingar stjórnenda Þetta er ekki abstrakt listaverk, heldur tómar vöruhillur. Sumarlestur hafinn á Bókasafni Akraness

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.