Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 21. JúNí 201724 Karlakórinn Söngbræður brá sér til Skotlands og Norður-írlands á dögunum í söng- og skemmti- ferð. Makar voru með í ferð svo alls taldi hópurinn um 50 manns. Flogið var til Glasgow, dvalið þar í tvær nætur og skoskra kjara not- ið. Skroppið var til Edinborgar og sú fallega borg skoðuð undir leiðsögn fararstjóra hópsins, Sól- veigar Jónsdóttur frá Galtarholti í Hvalfjarðarsveit. Þá var siglt yfir til Norður-ír- lands, til Belfast, og dvalið þar í 4 nætur, fyrst á Culloden-hót- eli sem er afar vel búinn gisti- og hvíldarstaður í útjaðri borgarinn- ar, fjarri umferð og skarkala henn- ar. Fundu menn sig sem greifa og barónessur á þeim stað. Und- ir staðgóðri leiðsögn heimakon- unnar Donnu Fox var miðborg Belfast skoðuð og þá einkum sá hluti hennar sem við sögu kom á átakatímunum 1969-1998. Áð var við friðarvegginn sem reistur var og og á hann rituðu ferðafélagar nöfn sín. Þótt menn teldu sig hafa í fjölmiðlum fylgst með átökum á Norður-írlandi var upplifunin önnur að heyra frásögn heima- manns og koma á þá staði sem blóðug átök áttu sér stað og sjá þar minjar um þau. Þótt nú sé kyrrð yfir eru skoðanir Norður- íra enn skiptar um stjórn lands- ins: Með sjálfstæði eða sambandi við bresku krúnuna en í þeim mis- mun lágu rætur átakanna miklu. Hópurinn ók norður til Derry (London Derry) og skoðaði sig þar um undir leiðsögn Sólveigar fararstjóra er fræddi okkur enn frekar um þau miklu átök sem þar fóru fram á seinni hluta síðustu aldar. Var fróðlegt að ganga að veggnum eldforna og rammgerða sem umlykur borgina, enn heill að mestu þótt reistur væri í byrj- un sautjándu aldar. Derry er falleg borg og hún var raunar sögð ein af 10 helstu borgum heims verðra heimsókna samkvæmt meðmæla- bók Lonely Planet árið 2013. Hvert tækifæri var notað til þess að bresta í söng hvort sem nærstöddum áheyrendum líkaði það betur eða verr. Formlegustu tónleikarnir voru hins vegar settir upp í kirkju Heilags Kolumbusar (eða Kólumkilla) í Derry þriðju- daginn 13. júní. Kirkjan er mikið hús og vel fallin til söngs einnig. Þar flutti kórinn úrval íslenskra sönglaga, allt frá hefðbundn- um ættjarðarlögum til yngri ís- lenskra dægulaga undir stjórn Viðars Guðmundssonar söng- stjóra í Miðhúsum og við meðleik Heimis Klemenzsonar frá Dýra- stöðum. Dágóður hópur heima- manna mætti til söngskemmtun- arinnar. Hún tókst prýðilega og af viðræðum við tónleikagesti mátti ráða að heimsóknin hafði lukkast vel. Söngmenn héldu því hoskir í náttstað. Síðasta daginn reikaði hópurinn um Belfast í blíðunni og undi sér vel í þessari merku og fallegu borg þaðan sem vel sér til þeirra blómlegu sveita er umlykja hana. Hvað eftirminnilegast frá Belfast verður líklega heimsókn- in í Titanic-safnið, þar sem þeirri stórfenglegu en jafnframt sorg- legu sögu eru gerð einstök skil. Að sex nóttum liðnum héldu Söngbræður heim með sínum. Með ferð þessari má segja að formlega hafi lokið vetrarstarfi karlakórsins sem verið hefur líf- legt og mikið. Allmarkir tón- leikar hafa verið haldnir auk þess sem kórinn hefur komið fram við mörg tækifæri bæði til skemmt- unar og huggunar. Söngfélagar koma víða að, af svæði frá Strönd- um, um Dali, Snæfellsnes, Borg- arfjörð og allt til höfuðborgar- innar. Bjarni Guðmundsson skráði. Ljósm. Kristberg Jónsson og Sig- rún Tómasdóttir. Söngbræður á faraldsfæti Kórinn stillir sér upp til myndatöku fyrir við St. Giles kirkjuna í Edinborg. Í henni eru steindir gluggar eftir Leif Breiðfjörð. Viðars Guðmundsson kórstjóri er lengst til hægri. Augnabliki eftir að þessi mynd var tekin kom kona hlaupandi út úr bygg- ingu og hrópaði upp yfir sig: „Guð! Karlakór, ég elska karlakóra, en ég verð að flýta mér aftur inn, sonur minn er að gifta sig.“ Elsa og Gunnar formaður Söngbræðra. Kórfélagar skoða hér Edinborgarkastala. Húsgafl sem segir sögu. Sest niður í rólegheitunum og iðnaðarframleiðsla innfæddra reynd. Víða má sjá veggskreytingar sem minna á átökin á Norður Írlandi. Það þótti svipur með þessum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.