Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 32
SK ES SU H O R N 2 01 7 Dagskrá fimmtudagsins 29. júní 14:00 - 15:00 Bókasafn Akraness Heimsókn Sögubílsins Æringja. Sóla sögukona segir frá. 16:00 - 17:30 Grillveisla Húsasmiðjunnar Hin árlega grillveisla Húsasmiðjunnar er fyrir löngu orðin fastur liður á hátíðinni. Það er tilvalið að líta við og fá sér eina með öllu. 17:00 - 19:00 Garðakaffi, opnun myndlistasýningar Sólveig Sigurðardóttir, Sissa, heldur myndlistasýninguna Heimahagarnir á Garðakaffi á Írskum dögum. Samhliða sýningunni verður spákona á staðnum sem spáir í spil og bolla fyrir gesti og gangandi. 17:30 - 19:00 Bókmenntaganga – Akranes heima við hafið Bókmenntagangan hefst við Akratorg. Gengið verður um gömlu byggðina á Akranesi með nokkrum áningum. Félagar í Skagaleik- flokknum og bæjarbókavörður segja frá og rifja upp endurminningar Baska (Bjarna Skúla Ketilssonar) eins og þær birtast í bók hans. Gangan tekur rúma klukkustund og endar á kaffihúsinu Lesbókinni við Akratorg með tónlistaratriði. 18:00 Hjólarallý MODEL og VODAFONE fyrir alla krakka 4-12 ára Frá upphafi Írskra daga hafa Model og Vodafone verið virkir þátttakendur í dagskrá þeirra og staðið fyrir dorgveiðikeppni. Nú stíga þau fram og sýna á sér nýja hlið með því að halda hjólarallý fyrir börn á aldrinum 4-12 ára. Öll börn sem taka þátt fá viðurkenningu fyrir þátttöku. Auk þess verður happadrætti og vinningarnir ekki af verri endanum. Staðsetning: Planið hjá Þjóðbraut 1 og stóra malarplanið við hliðina. Skráning: Þátttakendur skrái sig í Model í síðasta lagi 27. júní. 20:00 Ljóð og lög í Guðnýjarstofu Kalmanskórinn á Akranesi flytur valda kórtónlist upp úr söngheftunum Ljóð og lög sem Þórður Kristleifsson safnaði saman efni í og gaf út á árunum 1939-1949. Gullmolar sem flestir þekkja en sjaldan heyrast. Föstudagur: Götugrillin á sínum stað og stórtónleikar á hafnarsvæðinu kl. 22:00 Laugardagur: Brot úr dagskrá: Helgasund, sandkastalakeppni, Rauðhærðasti Íslendingurinn, Sirkus Íslands, BMX Bros, Best skreytta húsið, Ullarsokkurinn, Björgvin Franz og Bíbí, Raku brennsla, Hálanda leikarnir, danssýning, tónlistaratriði og margt fleira. Dagurinn endar að venju á brekkusöng og Lopapeysuballinu. Sunnudagur: Leikhópurinn Lotta í Garðalundi kl. 14:00 Alla helgina: Leiktæki, paint ball, vatnaboltar og söluvagnar Tekið er við ábendingum um fleiri dagskrárliði á netfangið irskirdagar@akranes.is Írskir dagar 29. júní – 2. júlí

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.