Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 21. JúNí 201714
í lok maí sigraði Skagamaðurinn
Jónas Heiðarr Guðnason World
Class barþjónakeppnina á íslandi og
vann sér þar með inn þátttökurétt
á stærsta barþjónamóti heims sem
haldið verður í Mexíkóborg í ágúst
næstkomandi. Það munu 55 barþjón-
ar alls staðar að úr heiminum keppa.
„Það var algjörlega geggjað að vinna
þetta. Ég hef keppt í nokkrum bar-
þjónakeppnum hérna heima en þetta
var sú langstærsta og metnaður minn
að sigra hana var mikill,“ segir Jónas
Heiðarr í samtali við Skessuhorn.
Um hugmyndaflug og
kokteilagerð
Keppnisferlið var nokkuð langt en
skráning fór fram síðastliðið haust.
„Maður fór fljótlega að huga að
keppninni eftir skráningu. í bar-
þjónakeppnum er nær alltaf þemu og
við fáum að vita það fyrir hverja um-
ferð. Við byrjuðum 33 í fyrstu um-
ferð og fengum nokkuð langan tíma
til að undirbúa okkur, síðan fáum við
styttri tíma í næstu umferðir á eftir,“
segir Jónas áður en hann leiðréttir al-
gengan misskilning fyrir blaðamanni.
„Margir halda að svona barþjóna-
keppni snúist um einhver sirkustrix
þar sem barþjónarnir eru að kasta
flöskunum upp og gera aðrar kúnst-
ir, en það er af og frá. Ég er aldrei
í því og fíla það bara ekki. Keppn-
irnar snúast að mestu leyti um kok-
teilagerð, hugmyndaflug og fram-
komu barþjónsins. Barþjónninn er
dæmdur út frá allri sinni vinnu. Það
mikilvægasta af öllu er samt sköpun
kokteilsins. Það er mikil hugmynda-
vinna sem fer í kokteilinn; maður
þarf í fyrsta lagi að búa til bragðgóð-
an kokteil, síðan þarf maður að bera
hann fram á frumlegan hátt, skapa
rétta stemningu í kringum hann og
geta útskýrt hver hugmyndin á bak-
við hann er.“
Þarf alltaf að
koma á óvart
Einn af kokteilunum sem Jón-
as bar fram í keppninni hét Garden
party eftir hinu fræga lagi Mezzo-
forte. Kokteillinn lýsir vel allri þeirri
hugmyndavinnu sem fer í keppn-
ina. „Ég skapaði mikla stemningu í
kringum drykkinn og var með lagið
í gangi á meðan ég bjó til drykkinn.
Ég var einnig með skraut í kring sem
minntu á garðveislu. Kokteilinn bar
ég svo fram í papriku sem fór saman
við þemað sem sneri að framtíðinni
í kokteilagerð. Grænmeti hefur ver-
ið notað erlendis á svipað hátt en lít-
ið hérna heima. Ég bjó svo til diskó
stemningu ofan í paprikunni með
ljósum og þurrís. í úrslitunum sjálf-
um bjó ég svo til kokteil sem ég bar
fram í hnattlíkani. Maður þarf allt-
af að reyna að koma dómurunum á
óvart og skera sig úr með spennandi
drykkjum,“ útskýrir Jónas.
Er með gríðarlegan
metnað fyrir starfinu
Þrátt fyrir að vera aðeins 22. ára
gamall er Jónas yfirbarþjónn á veit-
ingastaðnum Apótekinu í Reykjavík.
Hann hefur metnað til þess að ná
eins og langt og hann getur sem bar-
þjónn en í haust mun hann reyna fyr-
ir sér sem barþjónn í London. „Kær-
astan mín komst inn í leiklistarskóla
í London og því munum við bæði
flytja þangað í haust. Ég hlakka til að
reyna fyrir mér sem barþjónn þar. Ég
hefði líklega byrjað á núlli þar ef ég
hefði ekki unnið World Class keppn-
ina og komist út. Nú ætla ég að reyna
að nýta tækifærið og kynnast fólkinu
frá London sem tekur þátt í keppn-
inni og vonandi mun það hjálpa mér
að komast af stað í London. Það
verða einnig æfingabúðir í Prag fyr-
ir Austur-Evrópu og ísland þar sem
mér gefst einnig tækifæri til að kynn-
ast barþjónum. Ég hef gríðarleg-
an metnað að reyna að komast sem
lengst í þessum geira,“ segir Jónas.
Vill auka
víðsýni landans
„Ég er stanslaust að viða að mér
þekkingu, fylgjast með því sem er
að gerast erlendis og lesa mig til um
kokteilagerð til þess að víkka sjón-
deildarhringinn og reyna að bæta
mig sem barþjónn. Þetta er eins
og í öllu, maður þarf að leggja sig
fram til þess að verða betri,“ seg-
ir Jónas sem segir að framtíðin
sé óráðin. „Eins og er einbeiti ég
mér bara að því að vera góður bar-
þjónn. Það væri afskaplega gaman
að geta komist á stað þar sem mað-
ur fengi að ferðast um heiminn sem
barþjónn. Til lengri tíma litið á ég
mína drauma; einn þeirra er að opna
flottan kokteilstað á íslandi þar sem
nándin milli viðskiptavinar og bar-
þjóns væri mikil. ísland er mjög
spennandi markaður til að opna
kokteilastað þar sem menningin hér
fyrir kokteilum er mjög lítil. Það er
þó að breytast núna og fólk er ekki
jafn þröngsýnt og áður. Þetta mið-
ar allt í rétta átt,“ segir Jónas Heið-
arr að endingu. Hægt er að fylgjast
með kokteilgerð Jónasar á instag-
ram undir nafninu jonasheidarr.
bþb
Keppir fyrir hönd Íslands í barþjónakeppni í Mexíkóborg
Í World Class barþjónakeppninni bjó Jónas Heiðarr til
kokteilinn Garden party sem hann bar fram í papriku.
Inni í paprikunni var þurrís og diskóljós til að skapa réttu
stemninguna.
Framsetningin skiptir miklu máli í barþjónakeppni og mikill
tími fer í sköpunarvinnu. Hér ber Jónas fram kokteil í hnatt-
líkani í úrslitunum.
Jónas lagði mikið á sig til að sigra World Class barþjónakeppnina og var því að
vonum mjög ánægður þegar úrslitin lágu fyrir. Hann mun keppa fyrir hönd Íslands
í stærstu barþjónakeppni heims sem haldin verður í Mexíkóborg í ágúst.
Fjölbreytt hátíðardagskrá var fyrir
alla fjölskylduna á Akranesi á 17. júní.
Hófst hún með þjóðlegri dagskrá við
Byggðasafnið í Görðum. í tilefni
dagsins var frítt á safnið og var börn-
um meðal annars gefinn kostur á að
fara á hestbak. Hátíðarguðsþjónusta
var klukkan 13 og um miðjan dag var
fjölmenn skrúðganga sem farin var
frá Tónlistarskólanum að Akratorgi
þar sem við tók fjölbreytt dagskrá.
Fjallkona Akurnesinga var formað-
ur íþróttabandalags Akraness, Helga
Sjöfn Jóhannesdóttir. Helga flutti
ljóðið Ættjörð eftir Davíð Stefn-
ánsson. Karlar í Kirkjukór Akranes-
kirkju fluttu nokkur lög, Örn Arnars-
son flutti hátíðarræðu og fjallaði um
hamingjuna. Þá steig á svið ungt tón-
listarfólk, fimleikafólk og dansarar.
Á hátíðardagskránni var kynnt að
Kolbrún S Kjarval hafi verið valin
bæjarlistamaður Akraness 2017. Hún
er fædd í Reykjavík 1945 en flutti árs-
gömul til Danmerkur þar sem hún
bjó til fimm ára aldurs. Til dagsins í
dag hefur hún ýmist búið í Danmörku
eða á íslandi. Lengst bjó hún á Mið-
Jótlandi í 13 ár, en hefur búið á Akra-
nesi frá 2008. Kolbrún hóf leirlistar-
nám fyrir tvítugt og stundaði nám á
ýmsum stöðum um margra ára skeið
bæði í Danmörku og á Bretlandi. Þá
hefur hún jafnframt kennt leirlist í
Danmörku í þrjá áratugi samhliða
eigin listsköpun. Kolbrún er búsett
að Kirkjubraut 48 á Akranesi í húsi
sem margir þekkja sem Arnardal. Þar
er hún einnig með vinnustofu sína.
Dagskrá þjóðhátíðardagsins lauk
með heimsókn Númenórs og Dóru
sem komu alla leið frá Fjarskalandi
og skemmtu börnunum. mm
Hefðbundin hátíðardagskrá á Akranesi
Helga Sjöfn Jóhannesdóttir formaður
ÍA var í hlutverki fjallkonunnar.
Ljósm. Myndsmiðjan.
Saga og Ísabella undir regnhlíf á 17. júní. Ljósm. ls.
Rakel Óskarsdóttir bæjarfulltrúi, Kolbrún S. Kjarval Bæjar-
listamaður Akraness 2017 og Ingþór Bergmann Þórhallsson
formaður menningar- og safnanefndar. Ljósm. akranes.is
Dansstúdíó Írisar sýndi dans. Ljósm. ls.Gestir voru margir hverjir prúðbúnir og þessi unga stúlka sérlega
glæsileg í tilefni dagsins. Ljósm. ls.
Skrúðganga var farin frá Tónbergi og á Akratorg. Ljósm. ls.