Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 21. JúNí 201718 Borið hefur á smáflugu um vestan- vert landið að undanförnu sem tal- in er vera lúsmý. Flest tilfelli sem vitað er um voru á Hvanneyri fyr- ir og um liðna helgi, en einnig ofar í héraðinu. Á Hvanneyri kvörtuðu nokkrir íbúar undan ágangi þess- ar agnarsmáu og hvimleiðu boð- flennu. Hér eru á ferðinni örsmáar blóðsugur sem yfirleitt leggjast á smádýr; fugla og spendýr, en einn- ig á fólk. Ber svæði á líkamanum geta orðið undirlögð biti og kláð- inn orðið mikill með hita í bitun- um. Þannig getur bit eftir lúsmý verið býsna slæmt, jafnvel verra en moskítóbit. Flugur þessar ná sér á strik í hlýju, röku og hæglátu veðri og smeygja sér gjarnan inn í híbýli fólks að næturlagi og því verður það ekki vart við flugurnar fyrr en eftir að þær hafa nært sig á blóði úr viðkomandi. Lúsmý er frumbyggi hér á landi, varð fyrst vart sumarið 2015 og var einkar skætt í Kjósinni á liðnu sumri en einnig víðar um suðvest- anvert landið allt frá Borgarfirði og suður í Hafnarfjörð. Hjá húðlækn- um má lesa sig til um afleiðingar bitmýs af þessu tagi. Þar segir að í flestum tilfellum gangi einkenni bits yfir á nokkrum dögum en eftir slæmt bit geti myndast blöðrur. Því getur fylgt slappleiki og jafnvel hiti. Hægt er að fá sérstök kláðastillandi lyf í apótekum, svo sem kremið lo- ritin, en sterkari krem er hægt að fá eftir heimsókn til læknis og gegn framvísun lyfseðils. Mjög er mis- jafnt hversu mikið lúsmý dregst að fólki. Getur það farið eftir ýmsu, svo sem mataræði, hversu duglegur viðkomandi er að taka vítamín eða bakteríum í umhverfinu. Jafnvel er sagt að flugur þessar laðist að stöð- um þar sem áfengi er haft um hönd. mm Lúsmý angraði íbúa í Borgarfirði „Það stefnir í gott mót og okkur sýnist veðurspáin lofa góðu. Það kólnar að vísu í veðri um næstu helgi en tekur síðan að hlýna eftir hana, einmitt þegar við byrjun dagskrána. Við erum því bjartsýn, það er góð skráning á mótið og má búast við fjölmenni,“ segir Ámundi Sigurðs- son framkvæmdastjóri Fjórðungs- móts hestamanna á Vesturlandi í samtali við Skessuhorn. Fjórðungs- mótið hefst miðvikudaginn 28. júní en lýkur sunnudaginn 2. júlí. Mótið verður haldið á félags- svæði Skugga í Borgarnesi en þetta er í fyrsta skipti sem FM er hald- ið þar. Það eru hestamannafélögin fimm á Vesturlandi sem standa að mótinu, þ.e. Skuggi, Faxi, Dreyri, Glaður og Snæfellingur. Auk þeirra eiga keppnisrétt í gæðingakeppni mótsins félagar í hestamannafélög- um á Vestfjörðum, í Húnavatns- sýslum og í Skagafirði. Tölt op- inn flokkur, tölt 17 ára og yngri og 100 m fljúgandi skeið er opið fyr- ir alla. Vegna dræmrar skráningar hefur verið ákveðið að fella niður fyrirhugaða keppni í 250 m skeiði. Þá eiga 68 kynbótahross rétt til að mæta til dóms en gamla kynbóta- brautin í Borgarnesi hefur nú ver- ið endurbyggð vegna þessa. Fimm ræktunarbú verða á mótinu. Móts- svæðið er allt orðið hið glæsileg- asta. Miðaverði á mótið er mjög stillt í hóf, en það er 2.500 kr. á allt mótið. „Þannig að fólk getur gegn hóflegu gjaldi komið t.d. einn dag á mótið til að sjá barnið eða barnabarnið sitt, án þess að fjárhagurinn fari all- ur úr skorðum við það. Tjaldstæði er með rafmagni fyrir gesti og verð- ur á Kárastaðatúni sem er skammt frá mótssvæðinu. Selt verður sér- staklega inn á það. Þá verður dans- leikur á föstudagskvöld og mun hin geisivinsæla hljómsveit Stuðla- bandið spila fyrir dansi. Kvöldvaka verður svo á svæðinu á laugardags- kvöldið,“ segir Ámundi. Hann bætir því við að streymt verði bæði frá hringvelli og kyn- bótavelli þannig að þeir sem kom- ast ekki á mótið geta horft á hrossin á netinu, en á fjórða hundrað hross eru væntanleg og mörg þeirra af dýrari gerðinni. mm Stefnir í fjölmennt og gott Fjórðungsmót hestamanna Ámundi sjálfur hefur oft unnið til verðlauna í hestaíþróttum. Meðal annars á Hrafni frá Smáratúni. Ljósm. úr safni.Mótssvæði Skugga í Borgarnesi þykir kjörið til mótshalds á fjórðungsmóti. Miðvikudagur 28. júní Aðalvöllur: 08:30 Knapafundur 09:30-12:00 Ungmennaflokkur forkeppni 12:00-13:00 Hlé 13:00-14:00 Tölt 17 ára og yngri (T1) for keppni 14:00- B flokkur gæðinga forkeppni Hestar nr. 1-20 Hlé í 15 mín. Hestar nr. 21-40 Hlé í 15 mín Hestar nr. 41- Kynbótavöllur: 10:30-12:00 Hryssur 4 vetra 13:00-17:00 Hryssur 5 og 6 vetra (15 mín hlé kl. 14:30 og 16:00) 17:00-18:00 Hryssur 7 vetra og eldri Fimmtudagur 29. júní Aðalvöllur: 09:00-11:30 Unglingaflokkur forkeppni 11:30-12:30 Hlé 12:30-14:00 Barnaflokkur forkeppni 14:15 Forkeppni A flokkur Hestar nr. 1-20 Hlé í 15 mín Hestar nr. 21-40 Hlé í 15 mín Hestar nr. 41- Kynbótavöllur: 10:30-12:00 Stóðhestar 4 vetra 12:00-13:00 Hlé 13:00-14:20 Stóðhestar 5 vetra 14:20-15:00 Stóðhestar 6 vetra 15:00-15:15 Hlé 15:15-16:00 Stóðhestar 6 vetra 16:00-17:00 Stóðhestar 7 vetra og eldri Föstudagur 30. júní Aðalvöllur: 09:00-11:30 Tölt opinn flokkur (T1) for keppni 12:30-13:00 Mótssetning og skrúðganga hestamanna (án hrossa) 13:00-14:30 Yfirlitssýning hryssur 14:30-14:50 Hlé 14:50-15:30 Barnaflokkur B úrslit 15:30-16:10 Unglingaflokkur B úrslit 16:10-16:50 Ungmennaflokkur B úrslit 16:50-19:00 Hlé 19:00-20:30 100 m fljúgandi skeið 20:30-21:00 B úrslit í tölti opinn flokkur 23:00-03:00 Dansleikur í reiðhöll með Stuðlabandinu Laugardagur 1. júlí Aðalvöllur: 10:00-12:00 Yfirlitssýning stóðhestar 13:00-13:40 Barnaflokkur A úrslit 13:40-14:20 Unglingaflokkur A úrslit 14:20-15:00 Ungmennaflokkur A úrslit 15:00-15:40 B úrslit í B flokk 16:00-17:00 Sýning ræktunarbúa 17:00-19:00 Hlé 19:00-19:40 A flokkur gæðinga B úrslit 19:40-20:20 Tölt (T1) 17 ára og yngri A úr slit 20:20-21:20 Tölt opinn flokkur (T1) A úrslit 21:20-22:00 Kvöldvaka á aðalvelli eða í reið höll (fer eftir veðri) Sunnudagur 2. júlí Aðalvöllur: 10:00-11:30 Hryssur verðlaunaafhending 12:00-12:30 B flokkur gæðinga A úrslit 12:30-13:15 Stóðhestar verðlauna- afhending 13:30:14:10 A flokkur gæðinga A úrslit 14:10 Mótsslit FJÓRÐUNGSMÓT VESTURLANDS BORGARNESI 28. júní til 2. júlí 2017

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.