Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 21. JúNí 201716 Snemma á síðasta ári var Skaga- maðurinn Þorkell Logi Steinsson á göngu í Skarðsdal á Skarðsheiði. Hann rann í hálku í um 700 metra hæð með þeim afleiðingum að hann slasaðist alvarlega og var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Land- spítalann í Fossvogi. Þar gekkst Þor- kell undir aðgerð og um tíma var tvísýnt um hvort hann myndi lifa af. Blaðamaður Skessuhorns leit í heim- sókn til Þorkels og eiginkonu hans, Eydísar Aðalbjörnsdóttur, á Akra- nesi á dögunum og fékk að heyra um lífið fyrir og eftir slysið. „Ef ég er einhvers staðar frá, þá myndi ég segja að ég væri frá Akra- nesi. En samt ekki,“ segir Þorkell Logi aðspurður um upprunann. „Þetta er í þriðja skipti sem ég bý á Akranesi. Ég fæddist hér og bjó til þriggja ára aldurs en flutti þá á Suð- urnesin. Ég bjó aftur á Akranesi á unglingsárunum og kynntist þá vin- unum sem ég held enn góðu sam- bandi við í dag. Ég flyt svo hingað aftur með fjölskylduna árið 2000,“ heldur hann áfram. Rætur Þorkels liggja á Vesturlandi enda er fað- ir hans fæddur og uppalinn Skaga- maður og móðir hans er Borgnes- ingur í húð og hár. Gengið í ellefu skóla Þorkell starfar sem kennari við Menntaskólann í Reykjavík, þar sem hann kennir stærðfræði. Sjálf- ur hefur hann gengið í marga skóla, bæði sem barn og fullorðinn. „Ég var í fjórum grunnskólum, þrem- ur framhaldsskólum og þremur há- skólum,“ segir hann. Það var reynd- ar prentvilla sem olli því að Þorkell gekk í þrjá framhaldsskóla en ekki tvo. „Ég ætlaði að fara í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja og þurfti nauðsyn- lega að taka stærðfræði 503. Ég var að fylla út umsóknarblaðið en fann þann áfanga hvergi, bara stærðfræði 513,“ útskýrir Þorkell og bætir því við að hann hafi því sótt um í Flens- borgarskóla í staðinn. „Um áramót- in skipti ég yfir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og komst að því að þetta hafði verið prentvilla á blaðinu. Það átti að standa þarna stærðfræði 503 en ekki 513. Ég hafði keyrt daglega í Hafnarfjörðinn heila önn út af einni prentvillu,“ segir hann og hlær dátt. Þorkell lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskóla Suðurnesja og því næst hagfræðinámi við Háskóla íslands. Hann lauk svo kennaranámi frá Há- skólanum á Akureyri árið 2001 og nokkrum árum síðar MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík. „Það má segja að ég hafi alltaf verið frekar skólahneigður. Ég fór svo í alþjóð- legt einkaþjálfaranám og gönguleið- sögunám þar á eftir,“ segir hann og hlær. Réðu sig í gegnum síma Þorkell kynntist Eydísi Aðalbjörns- dóttur eiginkonu sinni 19. septem- ber 1987. Síðan þá hefur sú dagsetn- ing verið hjónunum mikilvæg. „Við giftum okkur 19. september 1992 og keyptum þetta hús 19. september árið 2000. Við höfum líka keypt bíla á þessum degi,“ útskýrir Þorkell. Hjónin eiga fjögur börn. Elst þeirra er Eva Sigurbjörg fædd 1989, Aðal- björg ísafold er fædd 1992 og yngst- ir eru tvíburabræðurnir Jóhannes og Steinn, fæddir 1994. Fyrstu árin bjuggu hjónin í Reykjavík. Eydís er landfræðingur og kennaramenntuð, en hefur einnig lokið MBA gráðu og starfar sem kennari við Keldu- skóla í Grafarvogi. Þorkell kenndi fyrst árin 1997 til 2000 á Raufar- höfn. „Við réðum okkur sem kenn- ara þangað í gegnum síma. Við sendum allt okkar dót í Reykjavík í gám og keyrðum svo af stað norð- ur. Við komum þangað á ágúst- kvöldi og hugsuðum: „Hér mun- um við búa næstu tvö árin!“ En okk- ur líkaði það vel þarna að við vor- um í þrjú ár, framlengdum um eitt ár.“ Fjölskyldan flutti á Vogabraut- ina á Akranesi árið 2000. Fyrstu árin á Skaganum starfaði Þorkell sem aðalféhirðir hjá Akraneskaup- stað en því næst sem fyrirtækjasér- fræðingur í Landsbankanum og sem útibússtjóri í Sparisjóðnum á Akra- nesi. Eydís vann sem verkefnastjóri á Landmælingum íslands en sagði þeirri vinnu upp fimm árum síðar og fór aftur að kenna, í FVA, meðfram mastersnámi. Þorkell fór aftur að kenna haustið 2009 og hefur starfað sem kennari síðan, fyrst í Kelduskóla og síðustu þrjú árin við Menntaskól- ann í Reykjavík. Eydís var á fullu í bæjarmálunum á Akranesi í tíu ár og fannst það mjög ánægjulegt en þá fluttist hún til Húnaþings vestra og varð sviðsstjóri fjölskyldusviðs. „Það var líka ánægjuleg reynsla en Þor- kell lokkaði mig í kennslu til Keldu- skóla þar sem hann var að kenna,“ segir Eydís. „Kennsla og skólastarf fyrir okkur er baktería sem við losn- um ekki við og okkur finnst báðum það vera það merkilegasta sem við getum hugsað okkur að gera,“ seg- ir hún ennfremur. „í raun erum við að vinna með framtíð hvers samfé- lags svo samfélagsáhuginn þrífst vel í skólastarfi.“ Gönguleiðsögumaður Þorkell hefur alltaf haft mikinn áhuga á útivist. „Ég var landafræð- inörd í grunnskóla, það var besta fagið mitt. Ég hef alltaf haft rosaleg- an áhuga á landinu, alveg frá því ég man eftir mér. Ég hafði líka mikinn áhuga á útilegum en foreldrar mín- ir höfðu minni áhuga en ég. Ég hef alltaf verið áhugasamur um útivist af öllu tagi en mér finnst það því mið- ur hafa verið meira í anda en verki,“ segir Þorkell. Hann segist áhug- ann hafa kviknað fyrir alvöru eft- ir að hann var plataður í Hjálpar- sveit skáta í Njarðvíkunum ungur að árum. „Ég hef reyndar ferðast þó- nokkuð um landið, en ekki eins mik- ið og ég hefði viljað,“ segir hann. Áhuginn á göngum hefur einnig verið til staðar til margra ára. Þor- kell hefur gengið Laugaveginn í þrí- gang, farið yfir Fimmvörðuháls og á fleiri staði, enda lauk hann leiðsög- unáminu með áherslu á gönguleið- sögn. „Við fórum til dæmis í fimm daga göngu þegar ég útskrifaðist úr leiðsögunáminu. Þá gengum við Vatnaleið á Snæfellsnesi. Ég útskrif- ast úr leiðsögunáminu vorið 2014 staðráðinn í því að eyða meiri tíma í göngur enda börnin uppkomin og við Eydís höfum bæði mjög gaman af gönguferðum.“ Missti minnið í mánuð Það var í ársbyrjun 2016 sem Þor- kell byrjaði í gönguhópnum Skag- inn á Toppinn. í sinni þriðju ferð með hópnum þann 6. febrúar 2016 fór gönguhópurinn á Skarðsheiðina. í þeirri ferð slasaðist Þorkell alvar- lega, þegar honum skrikaði fótur í hálku og rann um 300 metra niður fjallið. Hann man lítið eftir þessum örlagaríka degi. „Það síðasta sem ég man er að við erum að labba nið- ur. Við áttum örskot eftir í toppinn en snerum við. Við löbbum niður dalinn aftur og ég man eftir því að við stoppum og einhver spyr hvort við eigum að breyta um stefnu. Ég var aftarlega í hópnum, flestir fyr- ir neðan mig,“ rifjar hann upp. „Ég man ekkert eftir það, restina hef ég frá öðrum. Ég man ekki eftir mér fyrr en mánuði seinna. Mér skilst að við höfum verið að snúa okkur. Ég var með svokallaða Esjubrodda, sem eru ekki stærsta gerð af brodd- um. Frænka mín var við hliðina á mér. Hún heyrði eitthvað hljóð og sér mig þá á maganum, að reyna að grípa í eitthvað. Ég renn svo af stað og húrra niður fjallið, með höfuðið á undan. Ég plægi leiðina með höfð- inu og andlitinu. Fer framhjá öllum á ægilegri ferð og stoppa svo ein- hvers staðar þarna fyrir neðan,“ seg- ir Þorkell. Kona í hópnum féll einn- ig en slasaðist minna en Þorkell. Mikið slasaður Ljóst var að Þorkell var stórslas- aður eftir fallið og var hann sótt- ur af þyrlu Landhelgisgæslunnar. Flogið var með hann á Landspít- alann í Fossvogi þar sem hann var lagður inn á gjörgæsludeild og var haldið sofandi fyrstu dagana. „Ég brotnaði eitthvað en ekki í andlit- inu. Það mætti halda að höfuðið á mér væri úr gegnheilu,“ segir Þor- kell. „Ég fékk stóran skurð niður hökuna sem var klofin í sundur og opið inn en vegna þess hversu vel það var saumað er það ekki áber- andi í dag.“ Það þurfti að sauma hundruð spora í höfuðleður og andlit Þorkels. „Ég var einnig lengi með stórt sár á enninu og það stóð til að flytja húð annars staðar af mér til að græða það sár. Þá kemur til skjalanna íslenskt hugvit, Kerec- is sem sérhæfa sig í lausnum fyrir sár með þorskroði. Þetta var not- að og sárið greri.“ Að sögn Eydís- ar var Þorkell rifbeinsbrotinn, með brotið rófubein og rifin liðbönd við báðar axlir. „Það virðist vera ótrú- lega þéttur í honum beinmassinn. Að hann hafi ekki brotnað meira er alveg ótrúlegt! Liðböndin slitnuðu frekar en að beinin brotnuðu,“ seg- ir hún. Þorkeli var haldið sofandi á gjörgæslu fyrstu dagana. Síðan var reynt að vekja hann en það gekk erfiðlega. „Álagið og áfallið lenti aðallega á Eydísi. Ég var bara sof- andi,“ segir hann. „Sem aðstand- andi á gjörgæslu getur maður bara fyllst lotningu enda fagmennskan og alúðin þar alveg einstök. Það voru margir sem urðu fyrir áfalli,“ segir Eydís. „Ég sá ekki manninn minn fyrr en á gjörgæslunni, þegar það var búið að hlúa að honum og sauma að mestu, þá var mér hleypt til hans. Fyrir gönguhópinn hans var þetta mikið áfall enda voru það þau sem urðu vitni að slysi félaga sinna og þurftu að bíða með þeim slösuðum meðan beðið var eftir þyrlunni. Það var hrikalega erfitt fyrir þau og alla þá sem komu að þessu slysi með einum eða öðrum hætti, en svo dýrmætt fyrir Þorkel og slasaða göngufélaga hans að hafa Þorkell og Eydís í garðinum við Vogabrautina. Hjónin voru á ferð í London á dögunum og var þessi mynd tekin þar. Á Úlfarsfelli. „Ég man ekki eftir mér fyrr en mánuði seinna“ Rætt við Þorkel Loga Steinsson sem rann niður hlíð í Skarðsdal í fyrra

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.