Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 21. JúNí 2017 17 þau. Ég fyllist alltaf þakklæti þegar ég hugsa til þeirra og einnig til allra sem báðu fyrir Þorkeli, það voru margir.“ Vildi bara sofa Þorkell var fluttur af gjörgæslu yfir á hjartadeild Landspítalans eftir rúma viku. „Hjartað var í einhverju ólagi þarna fyrst á eftir og þeir vildu fylgjast með því. Hann var ekki kominn til meðvitundar þegar hann var fluttur á hjartadeildina,“ útskýr- ir Eydís. „Þarna er hann í þungum svefni og það er allt kapp lagt á að vekja hann.“ Þorkell var enn með næringu í æð þegar hann var fluttur á hjartadeildina. Eftir að hann var farinn að rumska var næringars- langan tekin. „Það gekk ágætlega en hann vildi samt bara sofa. Hann rétt svo rumskaði til að borða. Við tók líka bið eftir því að vita um af- leiðingar höfuðáverkanna, við viss- um í raun ekki hversu mikill skað- inn yrði. En það var mjög skrítið að sjá að það sem honum finnst venju- lega vont, það fannst honum vont þarna líka,“ heldur Eydís áfram. Hún segir að eftir slysið hafi hann þurft að læra að anda, tala, nærast og ganga á nýjan leik. „Það ferli gerðist allt saman mjög hratt.“ Húmorinn á sínum stað Mánuði eftir slysið var Þorkell orðinn rólfær. Hann hafði þá ver- ið í tvær vikur á Grensásspítala. „Þar var hann farinn að ganga en fyrst var hann ennþá ansi ruglað- ur.“ Þorkell kom smátt og smátt til baka, að sögn Eydísar. „Það var mjög fyndið að sjá þegar hann var fyrst að labba með göngugrind, þá raulaði hann lagstúf við Take a walk on the wild side á meðan. Húmor- inn var því greinilega enn á réttum stað,“ segir hún og brosir. Rétt fyrir páska vildi Þorkell ekki vera leng- ur á Grensás, hann vildi fara heim og Eydís var þá að fara í páskafrí. Þorkell fór heim eftir rúmlega sex vikna dvöl á sjúkrahúsi. „Batinn var eiginlega alveg ótrúlega hrað- ur. Frá því að maður vissi hreinlega ekki hvort hann myndi lifa þetta af yfir í að hann var farinn að borða og hlæja aftur,“ segir hún. Þorkell segist hafa fundið þrekið hafa kom- ið smám saman. „En hvort ég er alveg kominn til baka? Það vant- ar enn þrek upp á. Ég fæ sjóriðu ef ég er á þeytingi og verð mjög fljótt þreyttur,“ segir hann. „En þetta er að koma, þeir í vinnunni sjá mun á mér frá því síðasta haust. Ég er bæði þróttmeiri og líflegri núna,“ bætir hann við. Ferðast saman á ný Þrátt fyrir minni þrótt hjá Þorkeli hefur lífið haldið áfram hjá hjón- unum eftir slysið. Þorkell og Ey- dís hafa alltaf ferðast mikið saman og rúmlega fjórum mánuðum eftir slysið dvöldust þau í Póllandi í tvær vikur. Það gekk vel og það sumar var einnig dvalið í Frakklandi í tvær vikur. Þau lögðu land undir fót um síðustu páska og gengu þá hluta af Camino de Portuguese frá Porto í Portugal til Santiago de Compos- tela á Spáni, alls 240 kílómetra leið. „Það var gamall draumur Eydís- ar og ég fékk að njóta þess,“ seg- ir Þorkell. „Við löbbuðum um sex tíma á dag, fórum þetta bara á okk- ar hraða. Hann var farinn að sofa um klukkan 19 á kvöldin, hann þarf alveg 10 til 12 tíma svefn,“ segir Ey- dís. „En það skiptir líka miklu máli að hafa vit og þolinmæði til að hvíla sig eftir svona,“ bætir hún við. „út- haldið er sannarlega minna, ég finn það til dæmis ef ég er að slá garð- inn að ég verð miklu fyrr þreyttur en áður,“ segir Þorkell sem hefur ekki farið í fjallgöngu frá því daginn sem slysið varð. „Nema upp á úlf- arsfellið og á Esjuna. Ég get alveg labbað og held að ég geti alveg farið í fjallgöngu. En ég veit ekki hvernig ég myndi bregðast við ef ég myndi lenda í snjó.“ Lengri fjallgöng- ur eru ekki á döfinni á næstunni hjá hjónunum. Framundan er að njóta sumarsins. „Það er alltaf eitt- hvað framundan. Við eigum svo 25 ára brúðkaupsafmæli í haust og við erum búin að ákveða að vera í Róm í október með dætrunum. í sumar ætlum við að ferðast um ísland og hitta fólk. Rækta tengslin við vini okkar og fjölskyldu. Svo ætlum við að dytta að húsinu og stefnum á að setja það svo á sölu í lok sumars,“ segja hjónin. Að endingu vilja Þor- kell Logi og Eydís þakka innilega öllum björgunaraðilum og heil- brigðisstarfsfólki fyrir ómetanlega hjálp í kjölfar slyssins. grþ Á fimmtudaginn í síðustu viku var haldið kvennahlaup fyrir heimils- og dagdeildarfólk á Höfða á Akra- nesi. Góð þátttaka var í hlaupinu og voru um fjörtíu konur sem tóku þátt. Þetta er í fjórða sinn sem hlaupið er haldið, í fyrsta skipti 2013. María Kristbjörg Ásmundsdóttir sá um hlaupið á Höfða og var hún ánægð með daginn. „Það var mjög gaman og veðrið lék við okkur. Þetta snýst náttúrlega fyrst og fremst um sam- veruna og brjóta upp daginn. Marg- ir aðstandendur mættu og erum við þakklát fyrir það. Framlag aðstand- enda, starfsmanna og ekki síst íA er ómetanlegt, þetta væri ekki hægt án þeirra,“ sagði María Kristbjörg Ás- mundsdóttir iðjuþjálfi á Höfða sem sá um hlaupið. bþb Fjörutíu konur tóku þátt í kvennahlaupi Höfða 40 konur tóku þátt í hlaupinu og mættu þær allar í upphitun fyrir hlaupið. Veðrið lék við konurnar á fimmtudaginn. Framkvæmdastjóra hjá Hraunfossum í Borgarfirði Dag ur í lífi... Nafn: Kristrún Snorradóttir. Fjölskylduhagir/búseta: Bý á Laxeyri í Borgarbyggð ásamt sambýlismanni mín- um, Erni Eyfjörð Arnarsyni, og dætrum okkar tveimur; Sunnu Karen 5 ára og Jó- hönnu Mattý 2 ára. í sum- ar erum við svo heppin að hafa son Arnar, Skúla, og kærustu hans, Hrafnhildi, einnig hjá okkur. Hundur- inn Vanda og kettirnir Kisa og Rúllugardína búa einnig á Laxeyri. Starfsheit i / fyr irtæki : Framkvæmdastjóri hjá Hraunfossum-Barnafoss ehf. Áhugamál: Alltof mörg; hrossin mín, landið mitt og náttúran, veiðar, mála steina og striga, hitta fjölskyldu og vini, svo eitthvað sé nefnt. Vinnudagurinn: Miðvikudagur 14. júní: Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Vakna upp úr klukkan 7, knúsa stelpurnar, gef þeim að borða og geri þær tilbúnar fyrir leiksskóla. Sinni gæludýrunum og græja sjálfa mig fyrir vinnu. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Skyr. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Rétt fyrir klukkan 8, akandi. Fyrstu verk í vinnunni: Athuga hvort allt sé ekki eins og það á að vera. Byrja að græja hlaðborðið á nýja veitingastaðnum fyrir dag- inn. Hvað varstu að gera klukkan 10? Opna veitingastaðinn. Hvað gerðirðu í hádeginu? Hitt og þetta, að vinna í eldhús- inu, taka á móti fólki, afgreiða og passa upp á að allt sé eins og best verður á kosið. Hvað varstu að gera klukkan 14? Það sama og í hádeginu. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Fór frá Hraunfossum um klukkan 15 til að ná í stelpurnar í leikskól- ann. Erfitt að skilgreina hvað það síðasta var sem ég gerði í vinnunni. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Eftir vinnu upp í Hraun- fossum var farið að leika við stelpurnar og svo að vinna við tölvuna. Svara veiði- mönnum (er líka að vinna fyrir Veiðifélag Arnarvatns- heiðar) og vinna „heima- vinnuna fyrir Hraunfossa“. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Kjúklinga- leggir, salat og kartöflur. Ég eldaði. Hvernig var kvöldið? Svæfði skotturnar og svo aftur í að vinna í tölvunni. Panta vörur og skipuleggja. Hvenær fórstu að sofa? Um miðnætti. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Dáðist að stelpunum okkar sofa og bursta tennurnar. Hvað stendur uppúr eftir dag- inn? Margt skemmtilegt gerðist í dag varðandi vinnuna en held að sagan sem ég og stelpurnar sömdum með myndskreyting- um, standi upp úr. Hún er um skordýr sem heita „nenni ekki.“ Ekki meira um það! Kannski að maður hendi í eina barnabók þegar hægist um hjá manni. Eitthvað að lokum? Hvern ætli sé best að tala við ef ég skyldi nú búa til eina eða tvær barnabæk- ur? Kristrún Snorradóttir ásamt Erni Eyfjörð Arnarssyni við byggingu nýja veitingahússins við Hraunfossa. Myndin var tekin síðastliðinn vetur. Fjölskyldan samankomin á útskriftardegi Evu Sigurbjargar. Myndin er kölluð „Funky, fresh and full of flavour,“ eins og sjá má á skiltinu sem sést efst til hægri. Þorkell, eða gangandi kraftaverkið eins og Eydís kallar hann, kominn til Santiago de compostela.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.