Skessuhorn


Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 26. JúLÍ 20172 Framundan eru ýmsar hátíðir í landshlut- anum sem vert er að gefa gaum. Bæjarhá- tíðin Á góðri stund er að bresta á í Grund- arfirði og sömuleiðis Reykhóladagar í sveitinni fögru við fjörðinn. Þá er tónlist- arhátíðin Reykholtshátíð einnig að hefjast. Þetta og sitthvað fleira í menningarlands- hluta Íslands. Það verður norðaustlæg átt, 8-18 m/s á morgun, fimmtudag. Hvassast á suðaust- urhorni landsins. Skýjað um landið aust- anvert og við norðvesturströndina. Dálít- il rigning austast, en annars víða léttskýj- að. Hiti 15 til 22 stig, en mun svalara fyrir austan. Áframhaldandi norðaustlæg átt á föstudag, 8-13 m/s. Rigning suðaustan- og austanlands. Úrkomulítið fyrir norðan en skýjað á köflum og yfirleitt þurrt á Vest- urlandi. Heldur kólnandi veður. Á laugar- dag, sunnudag og mánudag er útlit fyrir norðan- og norðaustanátt. Skýjað og víða þokuloft fyrir norðan en rigning með köfl- um fyrir austan. Annars skýjað með köfl- um og þurrt að kalla. Hiti 8 til 18 stig, hlýj- ast á suðvesturhorninu. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvaða hópíþrótt finnst þér skemmtileg- ast að fylgjast með?“ Flest atkvæði hlaut „fótbolti“, eða 38% en „handbolti“ og „körfubolti“ komu næst á eftir með 23% atkvæða hvor íþrótt. „Annað“ sögðu 7%, „fimleikar“ sögðu 5% og 3% „blak“. „Ruðn- ingur“ rak síðan lestina með 1% atkvæða. Í næstu viku er spurt: „Ætlarðu í útilegu um verslunarmannahelgina?“ Skagakonan Vera Líndal Guðnadóttir er einn skipuleggjenda Druslugöngunnar 2017, en Druslugangan er alþjóðleg bar- áttuhreyfing sem berst gegn óréttlæti sem þolendur kynferðisglæpa þurfa að lifa við. Vera er Vestlendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Íbúðir en ekki hæðir LEIÐRÉTT: Í mynda- texta með frétt um íbúða- byggingar á Akranesi í síð- asta tölublaði var mein- leg villa. Þar sagði: „Sökkl- ar eru nú steyptir undir átta hæða fjölbýlishús sem Skarðseyri ehf. byggir við Akralund 2.“ Myndin sýnir Þráinn Gíslason bygginga- meistari og fleiri standa í húsgrunni. Hið rétta er að þarna átti að standa „átta íbúða fjölbýlishús“. Er það á tveimur hæðum og ættu nágrannar því að geta and- að léttar. Beðist er velvirð- ingar á þessu. -mm Enginn ölvunarakstur VESTURLAND: Alls var 41 ökumaður stöðvað- ur fyrir of hraðan akstur í við umferðareftirlit lög- regluþjóna Lögreglunnar á Vesturlandi í vikunni sem leið. Ellefu umferðaróhöpp urði í umdæminu í undan- genginni viku. Í tveimur tilfellum urðu slys á fólki. Ekið var á konu á Borgar- braut í Borgarnesi og slas- aðist hún illa á fæti. Þá slösuðust tveir þegar öku- maður missti stjórn á bif- reið sinni á Vesturlands- vegi en hlutu ekki alvarlega áverka. Enginn ökumaður var stöðvaður vegna ölvun- ar við akstur í vikunni sem leið, þrátt fyrir ítarlegt eft- irlit lögreglumanna. Segir lögreglan það afar ánægju- legt. -kgk Hestur nagaði bíl AKRANES: Kona hafði samband við lögreglu vegna hests sem hafði nag- að vélarhlíf bifreiðar henn- ar þar sem hann stóð á bíla- stæðinu við Akrafjallsræt- ur. Þá var lögregla kölluð til vegna hvalreka í Ólafs- vík. Einn þjófnaður var til- kynntur í vikunni sem leið. Brotist var inn í líparítnám- una við Þyril í Hvalfirði og munum stolið. Ekki er vit- að nákvæmlega hvenær innbrotið átti sér stað en rannsókn málsins stendur yfir, að sögn Lögreglunnar á Vesturlandi. -kgk Slökkvilið Grundarfjarðar var kall- að út á sunnudaginn þar sem tölu- Veðrið hefur ekki leikið við íbúa Snæfellsness síð- ustu daga og um helgina var engu líkara en fyrstu haustlægðirnar væru mætt- ar. Rafmagnstruflanir urðu á bæjum innan við Ólafsvík vegna þess að staur brotnaði í raflínu. Einnig fuku fiski- kör til á bryggjunni í Ólafs- vík. Ekki urðu þó nein- ar skemmdir eða slys eftir því sem vitað er. Hvassast var á sunnudagsmorguninn en þá mældust 18 metrar á sekúndu í Ólafsvík og fóru hviður í 27 metra klukk- an fimm um morguninn. Veðrið fór þó að ganga nið- ur þegar líða tók á daginn. þa Nokkur fyrirtæki hafa sýnt því áhuga að fá að nýta húsnæði HB Granda á Akranesi sem ekki verð- ur notað á næstunni. Sem kunn- ugt er verður vinnslu á botn- fiski hætt í september næstkom- andi. Mun þá stór hluti húsnæð- is HB Granda á Akranesi standa ónotaður. Þetta staðfestir Vil- hjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, í samtali við Skessu- horn. „Við höfum rætt við nokk- ur fyrirtæki um nýtingu húsnæð- is sem við eigum en munum ekki nýta í nánustu framtíð,“ seg- ir Vilhjálmur en vill ekki greina frá því hvaða fyrirtæki hafa sýnt húsnæðinu áhuga. Engu hefur verið slegið föstu, aðeins hafi átt sér stað viðræður. „Það er í raun ekkert meira um það að segja á þessu stigi annað en að ýmsar hugmyndir hafa verð viðraðar en ekkert meira en það enn sem komið er,“ segir Vilhjálmur. kgk Akraneskaupstaður hefur nú óskað eftir tilboðum í niðurrif bygginga og búnaðar Sementsverksmiðjunn- ar á Akranesi. Í auglýsingu kemur fram að til stendur að rífa 16 mann- virki og hús, samtals 140 þúsund rúmmetra sem ná yfir 14 þúsund fermetra svæði. Verktími niðurrifs- ins er til 20. ágúst samkvæmt út- boðsgögnum. Í þessum áfanga nið- urrifs er ekki gert ráð fyrir að rífa m.a. strompinn, skrifstofubygg- ingu, færibandahús til hafnar og sýlóin við höfnina. Kynningarfundur um verkefnið verður á verkstað fimmtudaginn 27. júlí næstkomandi kl. 9:30. Til- boðin verða svo opnuð í ráðhúsi Akranskaupstaðar 30. ágúst næst- komandi. kgk Um hádegisbilið á sunnudaginn sást til grindhvalavöðu fyrir utan höfnina í Ólafsvík. Stefndu hval- irnir inn í höfnina og var því óskað eftir aðstoð frá björgunarsveitinni Lífsbjörgu við að koma þeim frá að nýju. Veðrið var fremur slæmt þeg- ar þetta var en þó gekk vel að koma hvölunum aftur áleiðis til hafs. Ekki er langt síðan önnur hvalavaða kom inn í höfnina í Rifi og tókst einn- ig að reka hana á haf út. Sú var þó sýnu stærri. Ekki er vitað hvers vegna þetta gerist en ein kenning vísindamanna er sú að bergmáls- skynjun dýranna ruglist. þa Nokkur fyrirtæki vilja nýta húsnæði HB Granda Hreinsuðu upp olíu af Samkaupsplani Slökkviliðið að störfum á sunnudaginn. Stugguðu grindhvölum frá Ólafsvíkurhöfn Óska eftir tilboðum í niðurrif Sementsverksmiðjunnar Hvasst á Snæfellsnesi vert af olíu var á planinu við versl- un Samkaups. Svo virðist sem stór rúta eða flutningabíll hafi misst olíu með þessum afleiðingum. Slökkvi- liðið brást skjótt við og náði að hreinsa upp megnið af olíunni á svæðinu. tfk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.