Skessuhorn


Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 26. JúLÍ 20178 Banna sæbjúgnaveiðar FAXAFLÓI: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hef- ur gefið út reglugerð þar sem frá og með 24. júlí er bannað að veiða sæbjúgu á veiðisvæði í Faxaflóa. -mm Kaupa fjórar íbúðir VARMALAND: Byggðar- ráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku kauptilboð Lava Hotels á fjórum íbúðum á Varmalandi í Stafholtstungum. Tilboð- ið hljóðaði upp á 40 milljónir króna. Samkvæmt fasteigna- skrá er brunabótamat þess- ara íbúða alls 100,7 milljón- ir króna en fasteignamat 28,9 milljónir. Húsið er fjölbýlis- hús byggt árið 1983 og sam- byggt mötuneyti grunnskól- ans. -bþb/ Ljósm. Mats. Ný bók um Snæfellsjökul STYKKISH: Fyrr í júlímán- uði kom út bókin Snæfells- jökull eftir Harald Sigurðs- son, eldfjallafræðing í Stykk- ishólmi. Bókin er gefin út af Vulkan ehf. og Eldfjallasafn- inu í Stykkishólmi. Efnis- tök bókarinnar eru eldfjallið Snæfellsjökull og allar hlið- ar þess, þ.e.a.s. jarðsaga, lista- saga og mannkynssaga þessa merkilega eldfjalls og svæðis- ins umhverfis það. Um dreif- ingu bókarinanr sér Árni Þór Kristjánsson. Hafa má sam- band við hann á arsig@simnet. is eða í símum 862-8551 eða 581-3226. Bókin er fáanleg í öllum betri bókabúðum. -kgk Leggja til að Ístak byggi Guðlaugu AKRANES: Skipulags- og umhverfisráð Akraneskaup- staðar lagði til á fundi sín- um á mánudaginn að bæjar- ráð gangi til samninga við Ís- tak um byggingu Guðlaugar. Eins og kunnugt er stefna bæj- aryfirvöld að byggingu heitrar laugar í grjótvörn við Langa- sand. Fyrr á þessu ári voru styrkjum úr Framkvæmdasjóði ferðamanna úthlutað og fékk Akraneskaupstaður 30 milljón króna styrk úr sjóðnum vegna byggingar Guðlaugar. Áætl- að er að verkefnið taki tvö ár í framkvæmd. Við afgreiðslu málsins í nefndinn greiddi Val- garður Lyngdal Jónsson, bæj- arfulltrúi Samfylkingarinnar, atkvæði gegn tillögunni. -bþb Ítrekuð skemmdarverk við sturtur AKRANES: Á vef Akraneskaup- staðar kemur fram að ítrekuð skemmdarverk hafi verið unnin við sturturnar á Langasandi að undanförnu. Starfsmenn Akra- neskaupstaðar líta málið mjög alvarlegum augum þar sem hef- ur skapast slysahætta á svæðinu. Skemmdarvargarnir hafa rifið upp og fjarlægt mottur og verð- ur svæðið því mjög hált auk þess sem boltar sem nýttir eru sem festingar fyrir motturnar standa upp úr yfirborðinu og skapa hættu. „Vinsamleg tilmæli til íbúa er að láta vita ef þeir verða varir við að verið sé að fjarlægja motturnar,“ segir í tilkynningu Akraneskaupstaðar. -bþb Aflatölur fyrir Vesturland 15. - 21. júlí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 9 bátar. Heildarlöndun: 24.162 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 13.437 kg í 3 róðrum. Arnarstapi: 5 bátar. Heildarlöndun: 5.440 kg. Mestur afli: Rún AK: 1.748 kg í 2 róðrum. Grundarfjörður: 5 bátar. Heildarlöndun: 170.833 kg. Mestur afli: Steinunn SF: 65.095 kg í einni löndun. Ólafsvík: 4 bátar. Heildarlöndun: 6.711 kg. Mestur afli: Sverrir SH: 4.449 kg í 2 löndunum. Rif: 4 bátar. Heildarlöndun: 10.048 kg. Mestur afli: Kári III SH: 4.236 kg í 3 róðrum. Stykkishólmur: 18 bátar. Heildarlöndun: 89.012 kg. Mestur afli: Blíða SH: 8.145 kg í 4 löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Steinunn SF - GRU: 65.095 kg. 16. júlí. 2. Vestmannaey VE - GRU: 55.635 kg. 18. júlí. 3. Bergey VE - GRU: 44.279 kg. 18. júlí. 4. Ebbi AK - AKR: 5.501 kg. 20. júlí. 5. Ebbi AK - AKR: 5.254 kg. 21. júlí. Verktakafyrirtækið JK&Co slf. er þessa dagana að bera efni og þjappa í planið fyrir utan íþrótta- miðstöð Grundarfjarðar. Þarna hefur verið malarplan í mörg ár sem hefur töluvert verið til vand- ræða enda myndast leiðinda hol- ur á því og leðja. Nú stendur til að malbika planið og verður það mik- il bót á aðstöðu fyrir gesti og gang- andi. tfk Víkingur AK kom til Vopnafjarð- ar á föstudagskvöldið með rétt tæp- lega 600 tonn af makríl sem fékkst á miðunum suðaustan við landið. Að sögn Hjalta Einarssonar á Vík- ingi hefur makríllinn veiðst jafnt fyrir austan sem vestan, en skip frá Vestmannaeyjum og tveir togarar höfðu m.a. verið að makrílveiðum í Grindavíkurdjúpi. „Við vorum að veiðum á Papagrunni, í Lónsdjúpi og Berufjarðaráli og fengum strax 170 tonn í fyrsta kasti. Síðan dró úr veiðinni og hlutfall síldar jókst í afl- anum. Það er búin að vera kalda- fýla á miðunum marga undanfarna daga og það hefur torveldað okkur leitina. Í morgun fengum við hins vegar 100 tonn af hreinum makríl,“ segir Hjalti á föstudaginn, en hann segir erfitt að átta sig á magni mak- ríls við suðurströndina. Vera kann að það sé mikið, en makríllinn er þá mjög dreifður. „Það eina sem er ljóst, er að smærri makrílinn vantar í aflann. Meðalvigtin er áfram um eða yfir 400 grömm. Það er nóg af æti fyrir fiskinn og makríllinn sem við höfum verið að veiða er mjög vel haldinn,“ segir Hjalti í samtali við HB Granda vefinn. mm Orkustofnun hefur sektað Orku náttúrunnar um eina milljón króna vegna ólögmætrar háttsemi við tæmingu á lóni um botnloka á stíflu Andakílsárvirkjunar. Forsaga máls- ins eru sú að Orkustofnun barst erindi 19. maí síðastliðinn vegna meints umhverfisskaða í Anda- kílsá af völdum Orku náttúrunn- ar við tæmingu inntakslóns Anda- kílsárvirkjunar 15. maí. Með tæm- ingunni var þúsundum rúmmetra af aur hleypt úr lóninu. Hafði þetta í för með sér að allir helstu veiði- staðir árinnar urðu fullir af aur og hafði áhrif á bæði lífríki og um- hverfi. Eftir að hafa skoðað málið taldi Orkustofnun að Orka náttúr- unnar hafi þríbrotið vatnalög með framkvæmd sinni og var ON gefin frestur til andmæla til 30. júní. Í andmælum ON viðurkennir fyrirtækið mistök sín og segist ekki hafa gert sér grein fyrir hversu um- fangsmikill aurburðurinn var með- an botnrásin var opin og að tæm- ing inntakslónsins hafi ekki ver- ið nógu vel vöktuð. Lýsir ON yfir fullri bótaábyrgð vegna þess tjóns sem fyrirtækið olli. Segir jafnframt í andmælunum að ráðist hafi verið í umfangsmiklar rannsóknir og að- gerðir til að bæta fyrir þann skaða sem orðinn er í góðu samráði við hagsmunaaðila. Orkustofnun hefur kveðið upp sinn dóm í málinu og er niðurstað- an sú að ON skuli greiða eina millj- ón króna í sekt vegna brota á vatna- lögum. Segir Orkustofnun að fram- kvæmd ON á tæmingu inntaks- lónsins hafi verið háð leyfi Orku- stofunnar sem ekki var gefið og hafi starfsmenn ON sýnt mikið gáleysi við framkvæmdina. Í tilkynningu frá Orkustofnun segir: „Að mati Orkustofnunar bar starfsmönnum ON að sýna sérstaka aðgæslu og varkárni við tæmingu lónsins, fylgj- ast með mögulegum aurburði og grípa inn í atburðarásina til að koma í veg fyrir að aur bærist í Andakílsá. Þeir hafi sýnt af sér andvaraleysi með athafnaleysi sínu, að bregðast ekki við því sem augljóst mátti vera með tilliti til sérþekkingar þeirra og reynslu og því sýnt af sér verulegt gáleysi. Það sé ámælisvert að líta á aðgerðina sem hefðbundið rekstr- arverk, en ekki sem þátt í ástands- mati stíflunnar sem lúta þyrfti sér- stakri verkefnisstjórn.“ bþb Orkustofnun sektar Orku náttúrunnar vegna meints tjóns í Andakílsá Makríll veiðist fyrir austan og sunnan land Gert klárt fyrir malbikun

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.