Skessuhorn


Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 26. JúLÍ 2017 17 Sumarlesari vikunnar Og áfram heldur sumarlesturinn á Bókasafninu á Akranesi. Að þessu sinni er rætt við Sindra Má Ein- arsson. Hvað heitir þú og hvað ertu gamall? Ég heiti Sindri Már Einarsson og er 11 ára gamall. Í hvaða skóla ertu? Ég er í Brekkubæjarskóla og er að fara í 7. bekk. Hvaða bók varstu að lesa? Ég er var að lesa bók sem heitir Óliver Máni og leðurblökumar- tröðin. Hún snýst um strák sem heitir Óliver Máni sem er að passa Begga blöku í fríinu sínu í skól- anum. En litla systir Ólivers kem- ur af stað atburðarás sem snýr skemmtuninni upp í skelfilega martröð. Hvernig var hún? Mér fannst hún vera mjög skemmtileg en á sama tíma líka spennandi. Hvernig bækur finnst þér skemmtilegastar? Mér finnst ævintýrabækur vera skemmtilegastar. Áttu þér uppáhalds bók? Uppáhalds bókin mín er Gull- skipið fundið eftir Ármann Kr. Einarsson. Af hverju tekur þú þátt í sumar- lestrinum? Ég tek þátt í sumarlestrinum vegna ég hef gaman af því. Kemurðu oft á bókasafnið og hvað gerir þú á bókasafninu? Ég kem á bókasafnið til þess að velja mér bækur til þess að lesa, ég kem á bókasafnið yfirleitt einu sinni á tveimur vikum. N æ s t k o m a n d i laugardag, 29. júlí klukkan 21:00 verða tónleikar á Laugum í Sælingsdal. Hjón- in Sigrún Valgerð- ur Gestsdóttir og Sigursveinn Magn- ússon koma fram ásamt dætrum sín- um, þeim Diljá og Ólöfu. Öll hafa þau áhuga á flutningi gamallar tónlistar. Frítt er inn á tón- leikana. -fréttatilkynning Um síðastliðna helgi gengu þau Helga Sjöfn Jóhannesdóttir og Jón- mundur Valur Ingólfsson í heilagt hjónaband í Akraneskirkju. Eftir at- höfnina var gestum boðið til veislu. Þau völdu óhefðbundinn stað fyrir brúðkaupsveisluna því fyrir valinu varð Slippurinn á Akranesi. Rýmið sem veislan var haldin í hýsir dags- daglega framleiðslu á plötufrystum, en var vikuna fyrir brúðkaup breytt í stórglæsilegan veislusal undir stjórn Þóru Jónsdóttur sem sá um hönnun og skreytingar. Fyrirtækið Veislur og Viðburðir sá um tækni- mál og veitingar. eo Farfuglaheimilið í Borgarnesi, Borgarnes HI Hostel, hefur ákveð- ið að gefa öllum sem koma til þeirra að Borgarbraut 9-13 þriðju- daginn 1. ágúst 2017 fjölnota tau- poka úr lífrænni bómull. Tilefnið er að fagna átaki sem hófst 3. júlí á Alþjóðlega plastpokalausa degin- um og hvetur fólk til að nota ekki einnota plastpoka. Jafnframt er ákvörðunar sveitarstjórnar Borg- arbyggðar sem hefur samþykkt að hefja þá vegferð að draga úr notkun á einnota burðarplastpokum í sveit- arfélaginu fagnað sérstaklega. Far- fuglaheimilið er rekið af Farfuglum Ses, þeir sem vilja kynna sér sjálf- bærnistefnu Farfugla eru hvattir til að lesa meira inn á: http://www. is.hostel.is/Umhverfisoggaedamal/ -fréttatilkynning Ætla að gefa fjölnota taupoka fyrsta ágúst Bach og bögur í baðstofunni Breyttu slipp í veislusal

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.