Skessuhorn


Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 26. JúLÍ 2017 27 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Íslenski félagaskiptaglugginn er op- inn um þessar mundir í fótboltan- um. Vesturlandsliðin hafa verið ró- leg á markaðnum síðan hann opn- aðist en nú hefur Víkingur Ólafs- vík bætt við sig tveimur leikmönn- um frá Litháen, réttara sagt tveim- ur bræðrum. Eivinas og Gabrielius Zagurskas munu leika með liðinu út tímabilið. Eivinas er 27 ára miðju- maður sem lék síðast hjá norska C- deildar liðinu Egersund. Gabrielius er 25 ára vinstri bakvörður og lék síðast með FK Utenis í heimaland- inu. Bræðurnir fengu leikheimild fyrir leikinn gegn Val í gær. bþb Laugardaginn 22. júlí hófst tólfta umferð Pepsideildar karla í knatt- spyrnu með leik ÍA og FH í Kapla- krika. Fyrir leikinn voru Hafnfirð- ingar í fjórða sæti með sautján stig en Skagamenn í botnsætinu með níu stig. FH hefur haft býsna sterkt tak á Skagamönnum síðastliðinn áratug en Skagamenn hafa tapað öllum tólf viðureignum liðanna í efstu deild á því tímabili og eru þær orðnar tólf eftir 2-0 tapleik á laug- ardaginn. Í fyrri hálfleik virtist bara vera eitt lið á vellinum þar sem FH sótti fast að marki Skagamanna. Skagamenn voru í alls kyns basli og fengu mark á sig á 18. mínútu. Skotinn Robert Crawford slapp þá einn í gegn en Páll Gísli varði vel frá honum, ein- beitingarleysi í vörn Skagamanna varð til þess að varnarmenn komu ekki boltanum úr teignum. Boltinn barst því til Atla Guðnasonar sem lagði hann á Crawford sem stóð einn og óvaldaður í teigi Skaga- manna og skoraði í autt markið. Tíu mínútum síðar skoruðu Hafn- firðingar svo annað mark. Atli átti þá hárnákvæma sendingu á Steven Lennon sem tók vel á móti bolt- anum, komst inn í teig og renndi boltanum framhjá Páli Gísla. Skagamenn vöknuðu til lífsins und- ir lok fyrri hálfleiks og sköpuðu sér nokkur færi og varði Gunnar Niel- sen einu sinni einkar vel frá Garðari Gunnlaugssyni. Staðan 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Það var allt annað Skagalið sem mætti til leiks í síðari hálfleik og var mikill kraftur í liðinu. Skagamenn sköpuðu sér þó nokkuð af færum en inn fór boltinn ekki. Þegar fór að líða að leikslokum fjaraði kraft- ur Skagamanna út og lítið mark- vert gerðist síðustu mínútur leiks- ins. Niðurstaðan því þægilegur 2-0 sigur FH á Skagamönnum. Staða Skagamanna í deildinni verður erfiðari með hverri umferð- inni sem líður. Eftir leikinn eru fjögur stig upp úr fallsæti. Næsti leikur Skagamanna er mánudaginn 31. júlí gegn Val og fer leikurinn fram á Hlíðarenda. bþb Atvinnukylfingarnir Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og Axel Bóasson úr GK stóðu uppi sem sigurvegarar á Ís- landsmótinu í höggleik sem fór fram á Hvaleyrarvelli í liðinni viku og lauk á sunnudaginn. Þetta var annar titill Axels en hann sigraði á Íslandsmótinu árið 2011. Nú hafði hann betur gegn Haraldi Franklín Magnús (GR) í þriggja holu umspili um sigurinn. Valdís Þóra hampar þessum titli í þriðja skipti, varð Íslandsmeist- ari 2009 og 2012. Hún lék hring- ina fjóra á 10 höggum yfir pari og sigraði að lokum með tveggja högga mun eftir æsispennandi einvígi við Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur. Val- dís Þóra hóf lokadaginn jöfn Guð- rúnu Brá í efsta sæti og voru þær enn jafnar þegar einungis fórar hol- ur voru eftir á 12 höggum yfir pari. Á 15. holunni, sem ber heitið „Yfir hafið og heim“, fékk Valdís frábært par eftir erfitt glompuhögg á sama tíma og Guðrún Brá missti stutt pútt fyrir pari par. Valdís átti því eitt högg þegar þrjár holur voru eftir. Valdís og Guðrún fengu báðar flotta fugla á 16. holu og því enn högg á milli þeirra fyrir 17. hol- una þar sem Valdís fékk glæsilegan fugl. Holan var skorin aftast á flöt- ina og því erfitt að komast nálægt í innáhögginu en Valdís leysti það gríðarlega vel og fékk fugl. Á 18. holunni fengu þær svo báðar par og sigurinn því í höfn hjá Valdísi. „Alltaf gaman að verða Íslandsmeistari“ Valdís Þóra var að vonum ánægð með að hafa tryggt sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil þegar Skessu- horn sló á þráðinn til hennar á mánudagsmorguninn. „Tilfinning- in er góð. Fyrsti sigurinn var sæt- astur en það er samt alltaf gaman að verða Íslandsmeistari,“ segir Valdís ánægð. Keppnin var sem fyrr seg- ir mjög jöfn og spennandi allt til loka. Valdís lét það ekki á sig fá og lék af yfirvegun. „Þetta var allt mjög jafnt en ég náði að slíta hana aðeins frá mér, sérstaklega með fuglinum á 17. holu. Ég var bara mjög róleg en hjartað byrjaði aðeins að slá á 17. flöt,“ segir hún. Valdís tekur þátt í Íslandsmóti klúbba í ágúst en sér ekki fram á að keppa í fleiri mótum hérlendis í sumar. Hún keppir í úrtökumóti fyrir LPGA mótaröðina í ágúst og næsta mót á LET Evrópumóta- röðinni fer síðan fram í september. Næst á dagskrá er hins vegar mót í Skotlandi. „Ég fer út til Skotlands á laugardaginn og keppi í úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið 31. júlí. Það er bara 18 holur og svo er það vonandi bara Opna breska,“ segir Valdís að endingu. mm/kgk Valdís Þóra og Axel sigurreif að móti loknu. Ljósm. seth@golf.is Valdís Þóra Íslandsmeistari í höggleik 2017 Litháískir bræður til liðs við Víking Ólafsvík Eivinas Zagurskas Skagamenn töpuðu tólftu viðureign sinni við FH í röð Úr síðasta heimaleik Skagamanna gegn Víkingi Reykjavík. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.