Skessuhorn


Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 26. JúLÍ 2017 15 Á hverju ári sendir Landssamband hestamannafélaga landslið til þátt- töku á stórmóti, annars vegar Norð- urlandamót og hins vegar Heims- meistaramót íslenska hestsins. Far- ið er eftir sérstökum lykli við val á keppendum. Heimsmeistaramót íslenska hestsins í hestaíþróttum verður að þessu sinni haldið í Oirsc- hot í Hollandi vikuna 7. – 13. ágúst, á sama stað og mótið var haldið fyrir tíu árum. Mótið er sem fyrr stærsti vettvangur íslenska hestsins á heims- vísu. Þar eiga nítján þjóðir keppnis- rétt og má búast við miklum fjölda gesta þá sjö daga sem það stendur yfir. Íslenska landsliðið sem held- ur á Heimsmeistaramótið að þessu sinni hefur verið tilkynnt og verður Borgnesingurinn Máni Hilmarsson meðal keppenda. Máni, sem verður tvítugur í haust, mun keppa í fimm- gangsgreinum á hesti sínum Presti. Skessuhorn hitti Mána að máli skömmu áður en þeir félagar halda utan. Blendnar tilfinningar bærast með hinum unga knapa því Prestur á ekki afturkvæmt hingað til lands fremur en önnur hross sem flutt eru út. Fjölskylduhesturinn Prestur Segja má að Máni og hesturinn Prestur séu nokkuð nánir og hef- ur þeim gengið afar vel í keppn- um. Þeir hafa unnið til fjölda verð- launa, m.a. Íslandsmeistaratitil- inn í ungmennaflokki í fimmgangi í fyrra. Máni keppir ekki aðeins á Presti heldur hefur hann og fjöl- skyldan alið Prest upp frá upphafi. „Prestur er afkvæmi hryssu sem við áttum svo hann er mjög tengd- ur okkur. Mér hefur gengið mjög vel á Presti hingað til. Ég er rosa- lega öruggur á honum þar sem hann hefur aldrei brugðist mér. Hann er alltaf jafn góður og skilar sínu í öll- um keppnum. Það er helsti kost- ur Prests, hann er með mjög jafnar gangtegundir. Ég tamdi hann og hef verið að keppa á honum síðustu tvö ár. Það er eiginlega þannig að það hafa mjög fáir aðrir en ég riðið hon- um,“ segir Máni. Þegar Máni lýkur leik á Heims- meistaramótinu í ágúst kveða reglur á um að hann megi ekki taka Prest með heim aftur. „Það er verst við þetta að þurfa að skilja Prest eftir. Það verður skrýtið að koma í hest- húsið og hitta hann ekki. Ég hef eytt miklum tíma í að þjálfa hann og keppa á honum svo það reynir svo- lítið á að skilja hann eftir.“ Frábær auglýsing Máni segir Heimsmeistaramótið geta breytt töluverðu fyrir sig og ræktun fjölskyldunnar. „Ég ætla mér að gera eins vel og ég get á mótinu auk þess er þetta frábær auglýsing fyrir mig sem knapa og ræktunina hjá okkur. Þetta er mitt fyrsta Heimsmeistaramót en von- andi ekki það síðasta. Það er mikill heiður fyrir mig að komast á þetta mót. Það er mikill fjöldi fólks sem horfir á mótið og fyrir vikið munu fleiri þekkja mig sem knapa. Prest- ur er ræktaður hjá okkur sem ger- ir þetta enn þá skemmtilegra. Þetta mun því að öllum líkindum hafa mjög jákvæð áhrif fyrir mitt leyti,“ segir Máni. Spenntur að takast á við ný verkefni Síðastliðinn tvö ár hefur Máni haft hestamennskuna að atvinnu og kann vel við starfið. „Ég á það til að missa aðeins athyglina þegar ég er að gera eitthvað sem mér finnst ekki skemmtilegt. Í hestunum næ ég hins vegar að halda fullri ein- beitingu alltaf. Líf mitt snýst að nær öllu leyti um hestamennsku. Ég er mættur í hesthúsið snemma morg- uns og oft á tíðum er langt liðið yfir miðnætti þegar ég sný aftur heim. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og að fá að starfa við áhuga- málið er stórkostlegt,“ segir Máni. Nýjar áskoranir Hann ætlar sér langt í hesta- mennskuna og hyggst leggja hana alfarið fyrir sér í framtíðinni. „Það er alltaf eitthvað nýtt og spenn- andi framundan í hestamennsk- unni. Nú er keppnistíð minni með Presti að ljúka og þó það sé vissu- lega sárt að missa Prest þá hefur það líka sína kosti. Ég hef verið að þjálfa og byggja upp nýja hesta sem ég mun nú eyða meiri tíma með og fara svo að keppa á fljótlega. Það Ásta Hansdóttir F. 09.04.34 - D. 13.12.08 Þorsteinn Pétursson F. 22.10.30 - D. 14.06.17 Komið að Hömrum Hjá Ástu og Steina fljótt maður fann að fegurðin var þar sönn við lýði. Þar snart hvert auga og snerti hvenn mann öll snyrtimennskan og heimilisprýði. Skólahjónin Hjá Steina var kennslan kjarnrík og fróð hann kunni sitt fag á breiðum grunni. Hjá Ástu var ræstingin afbragðs góð alúðin sást öll í umhirðunni. Börnin þeirra Uppeldisfærni var stórfenglegt starf þeirra Steina og Ástu, foreldranna. Börnin sjö fengu þar farsæld í arf fönguðu gæfuna, dæmin það sanna. Kveðjur til barnanna, Selfossi, júlí 2017 Hjörtur Þórarinsson Ásta og Steini á Hömrum Minning þeirra Ól upp hestinn sem hann fer með á fyrsta Heimsmeistaramótið verður spennandi að takast á við það verkefni. Eins og ég sagði er ég alltaf öruggur á Presti og ég er inni í ákveðnum þægindaramma þegar ég keppi á honum. Það verða því nýjar áskoranir á næstunni,“ segir Máni og bætir því við að engir tveir hestar séu eins. „Það sem litar starf- ið er að maður er alltaf að takast á við ný hross sem eru ólík. Þau hafa mismunandi persónuleikar eins og mennirnir, sum hross eru þæg og hlýðin eins og Prestur en önnur er erfiðara að temja. Hrossin eru svo misgóð keppnishross og þurfa að bæta sig í mismunandi atriðum. Það er mjög gefandi þegar mað- ur sér árangur erfiðisins og hross- in bæta sig; að sjá að maður sé að uppskera og ná markmiðum sínum. Að komast á Heimsmeistaramótið er nýtt og spennandi fyrir mig og tel ég að það verði mikil upplifum. Ég er mjög spenntur að halda út og taka þátt í mótinu,“ segir Máni að endingu. Safnað fyrir ferðinni Að taka þátt á Heimsmeistara- mótinu hefur í för með sér mikinn kostnað og hafa keppendur verið að safna styrkjum að undanförnu. Máni var valinn í liðið á síðustu stundu og hefur því aðeins styttri tíma til að safna en liðsfélagar hans. Hann vill því benda á reikningsnúmerið sitt fyrir þá sem vilja styrkja hann og þakkar öllum sem hafa nú þeg- ar gert það. 0326-13-110243 kt. 291097-2789. bþb Máni segist alltaf vera öruggur á Presti þar sem hann hefur aldrei brugðist honum. Ljósm. úr einkasafni. Máni Hilmarsson hefur unnið til fjölmargra verðlauna á hesti sínum Presti. Hér eru þeir eftir að Íslandsmetið í fimmgangi var í höfn á síðasta ári í ungmennaflokki. Ljósm. úr einkasafni. „Það verður skrýtið að koma í hesthúsið og hitta hann ekki,“ segir Máni en Prestur má ekki snúa aftur til landsins eftir mótið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.