Skessuhorn


Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 26. JúLÍ 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Þjóðarrétturinn Af fréttum sem ég heyrði í vikunni sem leið finnst mér tvær standa upp úr fyrir ákveðnar sakir. Í fyrsta lagi ummæli Þorgerðar Katrínar Gunn- arsdóttur landbúnaðarráðherra um að vanda íslenskrar sauðfjárrækt- ar verði ekki mætt með því að ríkið auki styrki til greinarinnar. Ann- að þurfi að koma til svo hagur bænda vænkist til frambúðar. Í öðru lagi frétt þar sem haft var eftir læknum sem telja að með því að auka fræðslu um heilsusamlegt líferni; gott fæði og reglulega hreyfingu, megi draga úr kostnaði við rekstur heilbrigðiskerfisins um þriðjung. Það munar um minna því þar gæti verið talað um 30-40 milljarða á ári, í sparnað! Ég hef þá trú að áherslur og verðmætamat yngri kynslóðar Íslend- inga sé töluvert ólíkt og hjá fólki á miðjum aldri og eldra. Yngra fólk er ekki jafn upptekið af verðmætakaupphlaupinu en næstu tvær kyn- slóðir á undan. Greinileg vakning er t.d. fyrir aukinni hreyfingu, við heyrum um gríðarlega aðsókn í líkamsræktarstöðvar og flest ungt fólk stundar íþróttir, eina eða fleiri greinar. Þá er ungu fólki annt um heilsu- samlegt mataræði og er það jákvæð þróun. Ef við tvinnum þetta saman við fréttir af minnkandi neyslu á lambakjöti og vanda sauðfjárbænda er að mér finnst augljóst að breyta þarf áherslum í markaðssetningu á ís- lenska lambakjötinu. Ég er handviss um að ungir Íslendingar eru besti markhópurinn og þeir hafa ekkert á móti því að kaupa og neyta slíkrar fæðu, enda bæði holl og góð. Nýlega kom t.d. í ljós í könnun að sá matur sem ungir Íslendingar líta á sem þjóðarréttinn er íslensk kjötsúpa. Þarna liggja tækifæri sem bæði stjórnvöld, vörsluaðilar íslensks lambakjöts og bændur þurfa að nýta. Hvort sem stuðningur ríkisins við sauðfjárbændur verður aukinn um stundarsakir eða úr honum dregið, held ég að Íslendingar ættu að leggja miklu meiri áherslu á að neyta þess sem við framleiðum og því sé sókn besta vörnin í slæmri stöðu sauðfjárbænda. Sumir kalla það þjóðrembing að vilja auka neyslu innlendrar framleiðslu, ég kýs að kalla það skynsemi. Á sama tíma og hægt er að sjá tugi lengdarmetra í frystikistum stórmark- aðanna af forunnum innfluttum mat er alltof lítið gert af því að bjóða fólki íslenska gæðavöru í handhægum pakkningum, jafnvel forelduð. Þá er ég ekki að tala um beinfrosna lambsskrokka sem búið er að saga í sjö hluta. Það sem Þorgerður Katrín vill halda fram er að með auknum styrkjum sé ekki þar með sagt að hagur bænda vænkist til lengri tíma litið. Slíkur stuðningur væri einfaldlega eins og að líma plástur á sár dreyrasjúklings án þess að gefa honum storkuefni. Stjórnvöld og bændur þurfa einmitt að breyta áherslum þannig að hagsmunir bænda séu ekki lagðir í hendur milliliða sem jafnvel hafa meira út úr því að selja eitthvað allt annað en lambakjötið. Íslendingar elska landið sitt og það sem það gefur af sér. Ís- lenskir bændur eru elskaðir af flestum enda veit þjóðin að þeir eru vörslu- aðilar landsins okkar og í búbót framleiða þeir úrvals vöru við bestu að- stæður sem gerast. Engin innflutt matvara er framleidd við betri aðstæður en hér eru. Að neyta meiri heilsusamlegrar fæðu eins og íslensks lambakjöts er að mínu mati raunverulega lausnin við báðum þeim málum sem ég vitna til hér í upphafi máls. Við þurfum að endurvekja þann titil sem við höfðum lengi, að verða elst allra jarðarbúa. Þeim áfanga náðum við einmitt þeg- ar lambakjöt og fiskur var nánast það eina sem fólk lagði sér til munns. Hættum að henda óunnum sviðahausum, borðum meira slátur og gerum íslenska kjötsúpu að söluhæstu vörunni í búðinni. Ef þetta tekst tel ég yf- irgnæfandi líkur á að hægt sé að slá margar flugur í einu höggi. Við drög- um um þriðjung úr rekstrarkostnaði heilbrigðiskerfisins, bætum fram- boð matvæla í verslunum, kjör bænda vænkast og við komum til móts við kröfu ungs fólks um heilsusamlegra og betra fæði. Magnús Magnússon Leiðari Af tilefni fundar Alþjóða siglinga- málastofnunarinnar dagana 24.-28. júlí sl. skora undirrituð sveitarfé- lög, stofnanir og frjáls félagasam- tök á íslensk stjórnvöld og fulltrúa aðildarríkja hjá Alþjóða siglinga- málastofnuninni (IMO) að grípa nú þegar til markvissra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda vegna siglinga, einkum í norðurhöfum. „Rannsóknir sýna að sýrustig sjávar eykst stöðugt vegna síaukinnar losunar koltvísýrings út í andrúmsloftið og á norðlæg- um slóðum eykst súrnunin hraðar en í heitari sjó. Þessi þróun ógn- ar nú þegar vistkerfi hafsins og því ber öllum þeim sem spornað geta við þessari þróun að leggja sitt að mörkum,“ segir í ályktuninni. „Til að ná þeim markmiðum sem aðildarríki Parísarsáttmálans settu sér skorum við á IMO að setja skynsamlegar reglur um siglingar í norðurhöfum í þágu umhverfisins. Í því felst m.a.: Bann við notkun svartolíu • sem eldsneyti á skip innan þess svæðis sem IMO hefur skilgreint sem norðurslóðir. Að skilgreina svæðið norðan • 60. breiddargráðu sem ECA svæði (Emisson controlled area). Auknum siglingum um Norður- höf fylgir aukin mengun og hætta á mengunarslysum. Hafsvæðið norðan 60. breiddargráðu er afar viðkvæmt svæði þar sem fiskistofn- ar eru undirstaða efnahags aðliggj- andi landa. Það er augljós skylda aðildarríkja IMO að grípa tl allra nauðsynlegra ráðstafana til að draga úr hættu á mengun og þeim breyt- ingum á lífríki sjávar sem hlýnun jarðar hefur í för með sér. Svartolía er mjög eitruð og seigfljótandi og bruni hennar hefur afar neikvæð áhrif á loftslag jarðar. Þess vegna skora undrrituð sveitarfélög, stofn- anir og félagasamtök á leiðtoga landa innan IMO að grípa nú þeg- ar til viðeigandi ráðstafana og láta verkin tala.“ Undir ályktunina rita: Faxaflóa- hafnir, Bæjarstjórn Akraness, Sveit- arstjórn Hvalfjarðarsveitar, sveit- arstjórn Borgarbyggðar, Náttúru- verndasamtök Íslands, París 1,5, Earth 101, Fuglavernd, Landvernd og Landsamtök smábátaeigenda. mm Ljósmyndari Skessuhorns rakst á þetta skemmtilega myndefni í Brákarey í Borgarnesi í liðinni viku. Þarna stóðu þeir hlið við hlið fulltrúar gamla og nýja tímans ef svo má segja, tveir bílar sem báð- ir þóttu stórir þegar þeir runnu af færibandinu. Sá gamli fyrir sjötíu árum er Dodge árgerð 1947. Hann þótti stór á sínum tíma, var sagð- ur geta borið þrjú tonn, er með sex cylindra benzínvél sem skilar 100 hestöflum en eigin þyngd gamla Dodge er um þrjú tonn. Nýi bíll- inn er Volvo FH520 með krana, ár- gerð 2009. Hann skilar 520 hestöfl- um með kröftugri díselvél en eigin þyngd hans er 25,5 tonn. Gamli bíllinn sem lengi bar núm- erið M 282 er nú í eigu Óskars Sig- valdasonar sem hyggst gera bílinn upp. Sá nýi er í eigu HSK Krana ehf Borgarnesi. þg „Við fjölskyldan áttum stöng í Gufuá í Borga- firði fyrir skömmu og það var sannarlega gam- an,“ sagði Gunnar Örn Pétursson er við heyrð- um í honum um veiðina í þessari litlu en fallegu á sem oft gefur þokka- lega bæði af silungi og laxi. „Fyrri vaktina átt- um við svæði fjögur og niður að ós,“ segir Gunnar. „Við veiddum okkur frá fjögur og nið- ur að núlli og notast var við flugu og maðk en aðallega þó maðk. Lít- ið líf sjáanlegt, bara litlu maðka- afæturnar sem var í sjálfu sér ágætt, því börnin höfðu þá aðeins meiri þolinmæði til þess að hanga lengur í þessu. Í hléinu keyrðum við upp eftir ánni upp með gljúfrinu og kíkjum í nokkra polla þar, en ekk- ert var að sjá. Þegar við mættum á seinni vaktina sé ég tvo væna laxa undir brúnni á svæði átta. Ég slakaði maðkinum á þá og eft- ir skamma stund tek- ur annar laxinn og Ás- dís dóttir mín landar honum af fagmennsku; fimm punda hrygna. Ég renni aftur á hinn lax- inn og að lokum næ ég að renna þannig á hann að hann tók. Magga konan mín landaði þar fimm punda hæng. Þar með var allt líf upp talið sem við sáum í þessari ferð. Ég frétti reyndar að hin stöngin hafi náð einum laxi á svæði níu um morguninn,“ sagði Gunnar Örn enn fremur. gb Gufuá er lítil en kná Dregið verði úr losun gróður- húsalofttegunda í siglingum Gamli og nýi tíminn mætast

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.