Skessuhorn


Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 26. JúLÍ 201722 Margar hendur komu að undir- búningi keppninnar í Akrafjalli sl. sunnudag. Athygli vekur að TKS er eina aðildarfélag Akstursíþrótta- félags Íslands með konu í for- mennsku, Helgu Katrínu Stefáns- dóttur. Helga Katrín er torfæru- áhugamönnum að góðu kunni, en hún hefur komið að keppnishaldi með einum eða öðrum hætti síð- asta áratuginn. Í upphafi var hún hluti af keppnisliði Trölla, sem fylgdi tengdaföður hennar, en þeg- ar hann hætti keppni og afskiptum af félagsstarfinu bauðst henni þátt- taka í stjórn TKS. Þar tók hún sæti árið 2012 en frá árinu 2013 hefur hún verið formaður hans. Á vefsíðu akis.is er verkefnið sem Guðný J. Guðmarsdóttir í Borgar- nesi skrifar meðal annarra. Nefnist síðan; „Konur í mótorsporti“. Þar er rætt við systurnar Elvu og Helgu Katrínu: Aðspurð segist Helga Katrín hafa gaman að keppnishald- inu og undirbúningi þess en hún hefur einnig tekið þátt í undibún- ingi keppnisferða erlendis. Helga Katrín einskorðar sig þó ekki ein- göngu við TKS heldur hefur hún verið afar liðleg að aðstoða aðra klúbba, m.a. verið undanfari og dómnefndarmaður í rallýkeppnum. Algengt er að virkir einstak- lingar í mótorsporti heilli vini og fjölskyldumeðlimi til þátttöku en Helga Katrín plataði systur sína, Elvu Stefánsdóttur, til að vinna við eina keppni í Vestmannaeyjum fyrir fjórum árum síðan. Skemmst er frá því að segja að Elva heillað- ist af sportinu og því fólki sem því tengist. Tók hún sæti í stjórn TKS í um tvö ár en frá árinu 2014 hef- ur hún verið hluti af keppnisliði Guðbjörns Grímssonar (Bubba) á Kötlu, tók m.a. þátt í undirbúningi á USA-ferð sl. haust, en önnur slík ferð er nú í undirbúningi. Elva hef- ur einnig verið liðtækur penni en hún sér um alla fjölmiðlaumfjöllun fyrir Kötlu og heldur úti síðunni foiceland.com Nú um helgina var því lang- þráður draumur Elvu að rætast því eftir mikið suð og sannfærandi til- tal tókst henni að sannfæra Bubba um að hún væri fullfær um að stríða strákunum í brekkunum. Hún keppti því á Kötlu. gjg/mm Elva Stefánsdóttir undir stýri á Kötlu í torfærukeppninni sem haldin var að Fellsenda við Akrafjall sl. sunnudag. Ljósm. jho. Systur sem lifa og hrærast í torfærunni Hörkukeppni og mikil tilþrif í torfærunni Sjötta og síðasta umferð Íslands- mótsins í torfæru var haldin í gryfj- unum við Fellsenda við rætur Akra- fjalls á sunnudaginn. Fjöldi áhorf- enda lagði leið sína á keppnina, enda aðstæður til torfæruaksturs með besta móti; skýjað og örlít- il gola. Keppnishald var í höndum Torfæruklúbbs Suðurlands. Helga Kristín Stefánsdóttir, formaður klúbbsins, segir framkvæmd keppn- innar hafa gengið eins og best verð- ur á kosið. „Það gekk allt upp. Þátt- taka var góð og fín mæting. Við fengum gott veður og hörkukeppni með miklum tilþrifum því braut- irnar voru mjög krefjandi og erfið- ar. Þetta var frábær keppni,“ segir Helga. Alls voru 19 bílar skráðir til leiks og allir luku þeir keppni. Í flokki sérútbúinna bíla sigraði Magnús Sigurðsson á Kubbnum með 1168 stig. Í öðru sæti, með 1021 stig, hafnaði Haukur Viðar Einarsson á Heklu og Atli Jamil Ásgeirsson á Thunderbolt lenti í þriðja sæti með 1005 stig. Skúli Kristjánsson á Pjakknum hlaut 1428 stig og þar með fyrsta sætið í flokki götubíla. Í öðru sæti hafnaði Haukur Birgisson á Þeyt- ingi með 1260 stig og Steingrím- ur Bjarnason á Strumpinum lenti í þriðja sæti með 1235 stig. Tilþrifaverðlaun í flokki sérútbú- inna bíla fékk Þór Þormar Páls- son á Thor fyrir ótrúlega björgun í fyrstu braut. Í flokki götubíla var Skúli á Pjakknum sæmdur tilþrifa- verðlaunum fyrir glæsilegan akstur í annarri braut. úrslitin í keppninni um Íslands- meistaratitlana voru að heita ráð- in fyrir keppnina á laugardaginn. Guðmundur Ingi Arnarson á Ljón- inu hampaði Íslandsmeistaratitl- inum í flokki sérútbúinna bíla og Ragnar Skúlason á Kölska er Ís- landsmeistari í götubílaflokki. kgk/ Ljósm. Jónas H. Ottósson. Birgir Sigurðsson á General Doktornum í keppninni á sunnudag. Hafsteinn Þorvaldsson þeytir moldinni í átt til himins þar sem hann keyrir bílinn Egó í gegnum hliðið efst í brautinni. Þór Þormar Pálsson á Thor fékk tilþrifaverðlaun í sérútbúnum flokki fyrir að hafa bjargað sér frá veltu í fyrstu braut með ótrúlegum hætti. Svanur Örn Tómasson með bíl sinn Insane lóðréttann í brekkunni. Guðmundur Ingi Arnarson komst ekki á pall í keppninni um helgina en fagnaði engu að síður Íslandsmeistaratitlinum í flokki sérútbúinna Stund milli stríða hjá Núma Aðalbjörnssyni og félögum hans. Elva Björk Stefánsdóttir í kröppum dansi á Kötlu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.