Skessuhorn


Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 26. JúLÍ 201712 Tíðindamaður Skessuhorns rakst nýverið á hjónin Gala og Just- in Judge frá Belfast á Írlandi þar sem þau voru stödd í Álftafirði á Snæfellsnesi. Þar voru þau við sýnatöku vegna rannsóknar Just- ins sem er hluti af doktorsverk- efni hans við Queens Háskólann í Belfast. Í rannsókn sinni ætl- ar Justin að athuga hvort hækk- andi hitastig hafsins; súrnun sjáv- ar og tap búsvæða hafi sömu áhrif burtséð frá því hvort sýnin komi frá Íslandi, Írlandi eða Portúgal. Hafa þau hjón safnað sýnum frá þessum löndum. Þau komu fyrst til Stykkishólms í mars á þessu ári og settu út búnað meðfram ströndinni í firðinum. Var búnað- urinn látinn liggja í fimm mánuði í sjónum það er frá mars til júlí. Í Queens háskólanum í Belfast mun Justin svo rannsaka og gera tilraunir til að sjá hvort sýnin sem hann hefur safnað frá Íslandi, Ír- landi og Portúgal bregðist eins við þessum umhverfisþrýstingi. Ef niðurstaða rannsókna hans gefa til kynna að sýnin frá öllum þremur löndunum bregðast eins við þarf að taka tillit til þessara hluta á stórum strandsvæðum í Norður - Atlandshafi. Aðspurð- ur hvers vegna hann hefði val- ið þessi þrjú lönd sagði Justin að ef þau væru skoðuð á korti, væri næstum hægt að draga beina línu í gegnum þau sem næði yfir stór- ann hluta Norður - Atlandshafs- ins og ætti því að gefa nákvæm- ari og betri niðurstöður úr rann- sókninni. Ísland væri frábært land til að safna sýnum frá efst úr At- landshafinu og stæði fyrir lægsta hitann í sjónum á skalanum, Ír- land með meðalhitann og Portú- gal þann hæsta. Voru þau hjón spennt fyrir landinu en tíminn leyfði því miður ekki mikið af skoðunarferðum að þessu sinni. þa Veitingastaðurinn Viðvík Restur- ant var formlega opnaður síðast- liðinn laugardag á Hellissandi. Við- vík er við þjóðveginn þegar ekið er frá Sandi og suður fyrir jökul. Hús- næðið sem hann er í hefur verið mikið endurbætt og er staðurinn allur hinn glæsilegasti. Opnuninni var fagnað kvöldið áður og gestum boðið að skoða húsnæðið og fagna með eigendum. Eigendur staðar- ins eru þau Sigurður V. Sigurðs- son, Kristín Björk Gilsfjörð ásamt sonum þeirra, þeim Gils Þorra og Magnúsi Darra og tengdadætrum Anítu og Helgu. Í Viðvík er boðið upp á smárétti sem leika bæði við bragðlaukana og augu. Stefnt er að hafa opið frá klukkan 17:30 til 22:00 þriðjudaga til sunnudaga. þa Skessuhorn hefur fram til þessa ekki gert mikið af því að fjalla um kóngafólk, en stenst nú ekki mát- ið. Þessi myndarlegi piltur, Ge- org Vilhjálmsson, varð fjögurra ára fyrr í vikunni. Hann er þriðji í röð ríkisarfa Bretlands, en Elísa- bet er langamma hans, Karl er af- inn og faðir hans er Vilhjálmur Karlsson. mm Hafnasamband Íslands og Vega- gerðin hefur sent hlutaðeigandi sveitarfélögum beiðni um umsagn- ir þar sem lagt er til að lagðir verði niður sjö vitar við strendur lands- ins. Hér á Vesturlandi er lagt til að Kirkjuhólsviti á sunnanverðu Snæ- fellsnesi verði aflagður. Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar nýver- ið var erindinu svarað á þá lund að Borgarbyggð teldi ekki tímabært að slökkva á ljósum vitans. „Í dag er lýsing í landi töluverð, og litlar sem engar siglingar frá Borgarfirði upp með ströndinni eða að strönd- inni sem gerir vitann óþarfan til að staðsetja siglingu,“ segir í umsögn Hafnasambandsins. Upphaflega var Kirkjuhólsviti reistur fyrir siglingar frá Þormóðursskeri í mynni Borg- arfjarðar til Malarrifs svo að sjófar- endur gætu haft viðmið um stað- setningu þegar siglt var meðfram ljóslausri strandlengjunni. Byggðarráð taldi á fundi sínum ótímabært að leggja niður Kirkju- hólsvita þar sem siglingar um Borgarfjörð eru ekki aflagðar og sigling um fjörðinn þar að auki tal- in hættuleg. Var sveitarstjóra falið að svara erindinu. mm Nú er unnið að því að skipta um gervigras í Akraneshöllinni en stefnt er að því að ljúka verkinu síð- ari hluta ágústmánaðar. Í vor sam- þykkti Akraneskaupstaður 38 millj- óna króna tilboð Metratron í verk- ið. Gervigrasið er vottað af FIFA og stenst staðalinn Fifa Quality pro field test. Gúmmímotta verð- ur undir gervigrasinu sjálfu og ofan á gervigrasið verður svo lagður sili- calsandur og hreint gúmmíkurl, en ekki dekkjakurl. Nánar má lesa um verkið í aðsendri grein Einars Brandssonar og Þórðar Guðjóns- sonar í Skessuhorni vikunnar. Stefnt er að því að skipta um ljósabúnað í Akraneshöllinni eftir gervigrasskiptin og koma þá fyrir LED-ljósabúnaði sem bæta á lýs- inguna innanhúss. bþb Georg fjögurra ára Hafna því að slökkt verði á Kirkjuhólsvita Framkvæmdir standa nú yfir. Búið er að fjarlægja gervigrasið sem áður var og nú unnið að því að setja nýtt á. Nýtt gervigras lagt í Akraneshöllinni Bera saman ástand sjávar í nokkrum löndum Sigurður V og Kristín Björk ásamt sonum og tengdadætrum. Búið að opna Viðvík

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.