Skessuhorn


Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 26. JúLÍ 201726 „Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?“ Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Kári sigraði í dramatískum leik AKRANES: Það var mikil drama- tík í leik Kára og Berserkja í elleftu umferð þriðju deildar karla í knatt- spyrnu föstudaginn 21. júlí. Kári fékk víti á 35. mínútu, Andri Júlíusson fór á punktinn en brenndi af. Fimm mínútum síðar missti Kári mann af velli þegar Aron Ýmir Pétursson fékk rautt spjald eftir glórulausa tækl- ingu. Kári fékk aðra vítaspyrnu á 75. mínútu og fór þá Jón Vilhelm Ákason á punktinn og skoraði. Dramatíkin var ekki búin því á 86. mínútu var Sindri Snæfells Kristinsson rekinn af velli eftir að hafa fengið tvö gul á þriggja mínútna kafla. Káramenn voru því tveimur færri síðustu mín- úturnar. Þeir náðu að halda markinu hreinu og uppskáru 1-0 sigur. Sigur- inn var mikilvægur fyrir Kára sem er á toppi deildarinnar þegar sjö leikir eru eftir. Næsti leikur Kára er útileik- ur gegn Þrótti Vogum næstkomandi föstudag. -bþb Víkingur Ó. tap- aði gegn Selfossi SNÆF: Víkingur Ólafsvík er í harðri botnbaráttu í fyrstu deild kvenna. Liðið mætti Selfossi á útivelli síð- astliðinn föstudag. Víkingur náði ekki að fylgja eftir góðum 3-0 sigri Hömrunum frá Akureyri í síðustu umferð og töpuðu 2-0 gegn Selfossi. Mörk Selfoss skoruðu Magdalena Anna Reimus og Alex Nicole Alugas. Víkingur situr eftir leikinn í næst- neðsta sæti með sjö stig og þurfa þrjú stig til að komast upp úr falls- æti en þær eiga leik til góða. Næsti leikur Víkings er föstudaginn 28. júlí á heimavelli gegn HK/Víkingi. -bþb Ragnar Már Lár- usson í Kára AKRANES: Í síðustu viku lánaði ÍA Ragnar Már Lárusson til Kára. Ragn- ar Már er tvítugur og getur leyst all- ar stöður fremst á vellinum. Ragnar fór ungur að árum til Englands og spilaði með unglingaliðum Brighton & Hove Albion en kom aftur heim á síðasta ári. Ragnar hefur fengið fá tækifæri með Skagamönnum í sum- ar og aðeins leikið samtals um 15 mínútur í tveimur leikjum en náði á þeim skamma tíma að leggja upp eitt mark gegn ÍBV. Ragnar lék sinn fyrsta leik í sumar með Kára gegn Berserkjum síðastliðinn föstudag. -bþb Skallagrímur blandar sér í toppbaráttuna BORGARNES: Síðastliðinn mánu- dag lék Skallagrímur við lið Léttis í tíundu umferð C-riðils fjórðu deildar karla. Leikurinn var nokkuð mikil- vægur fyrir Skallagrím ætlaði liðið að halda sér í toppbaráttu riðilsins. Skallagrímur vann leikinn 2-0 með mörkum frá Guðna Alberti Kristjáns- syni og Viktori Má Jónssyni. Bæði lið fengu rautt spjald í leiknum í síðari hálfleik. Með sigrinum komst Skalla- grímur í þriðja sæti riðilsins og er nú aðeins stigi frá öðru sætinu sem gefur farseðil í úrslitakeppni fjórðu deildar. Næsti leikur er gegn Úlfun- um þriðjudaginn 1. ágúst. -bþb Aðalheiður Dröfn Gísladóttir: „Ég ætla að fara eitthvað að skemmta mér og skoða mig um.“ Þráinn Sigurðsson: „Fara á Norðurlandið.“ Davíð Kristjánsson: „Við hittumst alltaf á verslunar- mannahelgi 1951 árgangurinn af Skaganum og eigum saman góð- an dag og góða kvöldstund.“ Nína Áslaug Stefánsdóttir: „Ég verð erlendis í bændaferð, 15 daga ferð um Tatra-fjöll, Prag og fleiri staði. Það verður æðislega gaman.“ Annar hluti keppni eldri borg- ara frá Akranesi og Borgarbyggð- ar í pútti fór fram á golfvellin- um Nesi í Reykholtsdal síðastlið- inn fimmtudag. Fjörutíu keppend- ur mættu til leiks, en leikið var í blíðskaparveðri. „Við endurskoðun fyrsta hluta keppninnar á Akranesi 29. júní sl. kom í ljós að hún fór 519:520 Borgarbyggð í vil,“ segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum keppninnar. Munurinn varð meiri í Nesi. Þar fóru leikar þannig að Borgarbyggð sigraði Akraens með 514 stigum gegn 488. Lokamót- ið í þessari þriggja daga keppni fer síðan fram að Hamri í Borgarnesi fimmtudaginn 24. ágúst. mm Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í knattspyrnu á fimmtudag þegar ÍA og ÍR mættust á Akranes- velli. Leikurinn var nokkuð fjör- legur í upphafi og eftir 15 mínútur hefðu bæði lið getað verið komin yfir. ÍR fékk dauðafæri á 11. mínútu þegar Dagmar Mýrdal Gunnars- dóttir fékk sendingu inn fyrir vörn Skagakvenna. Hún lyfti boltanum yfir Guðrúnu Valdísi Jónsdóttur í markinu og ætlaði að skalla boltann í netið en skallaði hann yfir. Skömmu síðar voru Skagakon- ur nálægt því að skora fyrsta mark leiksins. Unnur Ýr Haraldsdótt- ir var þá með boltann úti á kanti, sendi góða sendingu fyrir markið á Heiðrúnu Söru Guðmundsdóttur en skot hennar var varið á línunni. Skagakonur voru heldur sterkari það sem eftir lifði hálfleiks, sköp- uðu sér ágæt færi en tókst ekki að nýta þau. ÍR var nálægt því að lauma inn marki rétt fyrir hlé þeg- ar Monika Hlíf Sigurhjartardóttir slapp ein í gegn en Guðrún varði vel í markinu. Síðari hálfleikur byrjaði fjör- lega. ÍR fékk dauðafæri á 47. mín- útu þegar boltinn barst fyrir mark- ið á Móniku sem var í dauðafæri en aftur varði Guðrún. Skömmu síð- ar bjargaði hún Skagakonum síð- an aftur þegar hún var hársbreidd á undan sóknarmanni ÍR í góða sendingu góð sending kom innfyrir vörn ÍA. Fyrsta mark leiksins kom síðan á 52. mínútu og það var af dýrari gerðinni. Bergdís Fanney Einars- dóttir lék á þrjá varnarmenn ÍR fyr- ir utan teig og skoraði með laglegu skoti. Virkilega snyrtilegt mark hjá Bergdísi og ÍA komið yfir. En gestirnir voru ekki lengi und- ir. Á 60. mínútu átti Andrea Magn- úsdóttir frábæra sendingu inn fyrir vörn ÍA á Móniku sem lagði bolt- ann framhjá Guðrúnu í markinu. Leikurinn datt örlítið niður eftir jöfnunarmark ÍR og næstu tíu mín- útur voru í rólegri kantinum. Á 84. mínútu fékk Heiðrún Sara dauða- færi eftir að Bergdís komst upp að endamörkum en hún hitti boltann illa. Maren Leósdóttir hefði sömu- leiðis geta skorað fyrir ÍA þegar hún fékk góða sendingu inn fyrir vörnina. Hún afréð hins vegar að reyna að lyfta boltanum yfir mark- vörð ÍR sem varði frá henni. Fleiri urðu mörkin því ekki og leiknum lauk því með 1-1 jafntefli og liðin hljóta stig hvort að launum. ÍA situr í 5. sæti deildarinnar með 14 stig eftir ellefu leiki. Næst leika Skagakonur föstudaginn 28. júlí næstkomandi þegar þær mæta Keflavík suður með sjó. kgk/ Ljósm. úr safni. Íslenska karlalandsliðið í körfu- knattleik undirbýr sig þessa dag- ana fyrir Evrópumótið í körfu- knattleik sem hefst í Finnlandi 31. ágúst næstkomandi. Liður í undirbúningi liðsins eru tveir vináttulandsleikir gegn Belg- um hér heima. Sá fyrri fer fram í Kópavogi á fimmtudag en Seinni leikurinn verður spilað- ur í á Akranesi laugardaginn 29. júlí næstkomandi. Leikið verð- ur í íþróttahúsinu við Vesturgötu kl. 17:00. Aðgangseyrir er 1.500 kr. fyrir 16 ára og eldri en 500 kr. fyrir þá sem yngri eru. Vestlendingar eiga að sjálf- sögðu sína fulltrúa í landsliðinu. Grundfirðingurinn Hlynur Bær- ingsson og Borgnesingurinn Pa- vel Ermolinskij eru með reynslu- mestu leikmönnum liðsins og Borgfirðingurinn Arnar Guð- jónsson er sem fyrr aðstoðar- þjálfari. kgk Svipmynd frá fyrstu keppni sumarsins. Ljósm. bþb. Borgfirðingar sigruðu í annarri púttkeppni sumarsins Karlalandslið Íslands þakkar áhorfendum veittan stuðning þegar liðið þreytti frumraun sína á Evrópumótinu fyrir tveimur árum síðan. Ljósm. KKÍ. Landsleikur á Akranesi á laugardaginn ÍA tókst ekki að stela sigrinum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.