Skessuhorn


Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 7
Kynslóðirnar saman 3. – 7. ágúst Líkt og síðustu ár verður fjölskylduhátíðin Sæludagar haldin í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina. Síðustu ár hefur fjöldi fólks sótt hátíðina en þar skemmta kyn- slóðirnar sér saman á kvöldvökum, úti á vatni og á íþrótta- vellinum. Hátíðin hefst fimmtudaginn 3. ágúst og er hún vímuefnalaus. Dagskráin í ár er fjölbreytt og spennandi að venju. Í Vatnaskógi er frábær aðstaða fyrir unga sem aldna og er hún nýtt á skemmtilegan og fjölskylduvænan máta á Sælu- dögum. Boðið verður upp á: Tónleika, varðeld, íþróttir, fjöl- breyttar fræðslustundir, stórar vatnaskógarkvöldvökur, heilt hoppukastalaþorp, báta- og vatnafjör, fjölskyldu- guðsþjónustu, kyrrðarstundir, unglingadagskrá, göngu- ferðir og fleira. Stórtónleikar: Friðrik Dór og Jón Jónsson• Brúðuleikhús: Íslenski fíllinn – stórkostleg sýning úr smiðju Bernd Ogrodnik• Bíbí og Björgvin Franz• Unglingadagskrá – Mission Impossible• Frábær tjaldstæði og möguleiki að tengjast rafmagni á flestum flötum• Forsala og nánari upplýsingar á skrifstofum KFUM og KFUK í síma 588-8899, frá kl. 9:00 til 17:00 og á kfum.is Hjartanlega velkomin(n) í Vatnaskóg um verslunarmannahelgina. Sæludagar í Vatnaskógi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.