Skessuhorn


Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 26. JúLÍ 2017 13 P Ó S T U R IN N /© 2 0 1 7 ÚTBO‹: Frágangur á Frístundami›stö› Golfklúbburinn Leynir í samstarfi vi› Fasteignafélag Akraneskaupsta›ar hyggst reisa Frístundami›stö› á Gar›avelli á Akranesi. Frístundami›stö›in ver›ur húsnæ›i fyrir alla aldurshópa sem stefnt er a› opni í byrjun maí 2018. Húsnæ›i› ver›ur 960 m2 sem skiptist í 660 m2 jar›hæ› me› veitinga- sal og skrifstofum, 300 m2 kjallara me› innistö›u fyrir golfæfingar og aðra frístundastarfsemi. Verktími framkvæmdar er áætla›ur frá 1. október 2017 ennflá mun ni›urrif og jar›vinna hefjast, og í framhaldi fless mun uppsteypuverktaki reisa einingar og steypa saman mannvirki›. Frágangsverktaki mun hefja störf um áramót og ljúka verkinu fyrir 1. maí 2018. Mannvirki› er gert úr forsteyptum bur›areiningum, me›álplötum í utanhússklæ›ningu. Meginflak er límtré ásamt forsmí›u›um flakeiningum. Á jar›hæ› ver›ur innri frágangur látlaus og smekklegur en einfaldur í kjallara Golfklúbburinn Leynir í samstarfi vi› Fasteignafélag Akraneskaupsta›ar óskar eftir áhugasömum verktökum til a› taka flátt í opnu útbo›i á innri og ytri frágangi hússins. Verktaki mun taka vi› verkinu uppsteyptu og skila flví fullkláru›u til verkkaupa. Útbo›sgögn eru afhent á stafrænu formi me› flví a› sendatölvupóst á netfangi› akranes.utbo›@mannvit.is, flar semfram kemur heiti verks, nafn bjó›anda ásamt netfangi, nafni og símanúmer tengili›s. Tilbo› vi› Gar›avöll fimmtudaginn 17. ágúst kl. 11.00. Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 7 Niðurrif Sementsverksmiðju á Akranesi Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í niðurrif á byggingum og búnaði Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. Helstu stærðir: Byggingar (brúttórúmmál) 140.000 m3 Rifsvæði 14.000 m2 Fjöldi mannvirkja 16 stk. Verktími er til 20. ágúst 2018. Útboðsgögn eru afhent á stafrænu formi með því að senda tölvu- póst á netfangið akranes.utbod@mannvit.is, þar sem fram kemur heiti verks, nafn bjóðanda ásamt netfangi, nafni og símanúmer tengiliðs. Kynningarfundur verður á verkstað fimmtudaginn 27. júlí 2017 kl. 9:30. Tilboð verða opnuð í ráðhúsi Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 300 Akranes, miðvikudaginn 30. ágúst 2017 kl. 11.00. Sviðsstjóri Skipulags- og umhverfissviðs Aron Jóhannes Leví Kristjánsson keypti rekstur ferðaþjónustufyrir- tækisins Snæfellsjökull Glacier To- urs í maí síðastliðnum. Aron er frá Rifi og hefur alla sína ævi starf- að sem sjómaður. Hann ákvað að breyta til síðasta vor og hasla sér völl í ferðaþjónustunni. „Ég fór fyrsta túrinn með pabba þegar ég var barn en tók fyrsta sumarið mitt á grásleppu 14 ára gamall. Allar götur síðan hef starfað sem sjómað- ur. Undanfarin tíu ár eða svo hef ég verið á línubátum,“ segir Aron í samtali við Skessuhorn. En hvernig kom það til að hann ákvað að reyna fyrir sér í ferðaþjónustunni? „Mig langaði að breyta til og prófa að gera eitthvað bara fyrir sjálfan mig, að minnsta kosti yfir sumartímann því ég mun fara aftur á sjó í vetur,“ segir hann. „Mér líkar mjög vel í ferðaþjónustunni. Þetta er frábrugðið sjómennskunni sem er ágætt. En svo venst maður þessu örugglega eins og öllu öðru,“ bætir hann við. Aðspurður segir hann hafa geng- ið ágætlega í jöklaferðunum það sem af er sumri. „Já, þetta hefur gengið ágætlega þó veðrið hafi ekki alltaf verið okkur í hag. Síðasti vet- ur var snjóléttur og svo hefur hrein- lega ekki komið almennilegt sumar ennþá. En um leið og það er heið- skír dagur finnur maður að það kemur dálítil innspýting í ferðirnar. Ég vil að það snjói í fjöllin á veturna og sé heiðskírt á sumrin, það er al- besta veðráttan fyrir þennan rekst- ur,“ segir hann. Ekkert stress að fara niður Ferðir Snæfellsjökull Glacier Tours eru áætlunarferðir upp á jökulinn. Farið er frá Litla-Kambi í Breiðu- vík, þar sem fyrirtækið er til húsa. Að jafnaði segir Aron að farnar séu tvær ferðir upp á jökul á dag á snjó- troðaranum. „En stundum eru þær fleiri, allt upp í fjórar ferðir á dag á góðum dögum,“ segir hann. „Það er farið á bíl upp á Jökulhálsaleið og að snjótroðurunum sem bíða við jökulröndina. Síðan er farið upp á jökulinn að austanverðu og alveg upp á topp,“ segir Aron. Hverja ferð segir hann taka á bilinu tvær til tvær og hálfa klukkustund. „Ef það er gott veður og heiðskírt þá vill fólk gjarnan taka sér tíma uppi á jöklinum. Þá er ég ekkert stress að leggja af stað niður aftur, sér- staklega ekki ef þetta er síðasta ferð dagsins,“ segir hann. Sömuleiðis eru í boði sleðaferð- ir upp á jökulinn með Snæfellsjök- ull Glacier Tours. Aron segir þær farnar að morgni dags. „Á morgn- ana er snjórinn þéttari og auðveld- ara að keyra upp. Þegar sólin er búin að skína á jökulinn allan dag- inn þá verður snjórinn laus í sér og erfiðara að aka í honum, hvort sem er á sleða eða snjótroðara. Jökull- inn er glettilega brattur og flestir gesta okkar eru óvanir snjósleðum og hafa jafnvel aldrei séð svoleiðis tæki áður. Því teljum við ráðlegast að fara sleðaferðirnar eingöngu að morgni, þegar aðstæður eru best- ar,“ segir hann. Ferðir fram á haust Aron segist ætla að halda ferð- um áfram fram á haustið, svo lengi sem veður og aðstæður leyfi. Síðan fer hann aftur á sjóinn. „Það er lít- ið um ferðir á veturna vegna veð- urs. Ég er að spá í að byrja svo með sleðaferðir í mars næsta vor og fara síðan fyrstu ferðirnar á troðurun- um í maí. Ég ætla að minnka við mig í sjómennskunni frá því sem verið hefur til að geta sinnt þessu fyrirtæki almennilega. Veturinn hér mun fara í viðhald á tækjum og fleira slíkt tilfallandi. Kannski dett- ur okkur í hug að breyta einhverju eða bæta en það kemur þá bara í ljós fyrir næsta sumar,“ segir Aron að endingu. kgk Gengið hefur vel í jöklaferðum þrátt fyrir óhagstætt veður Fullur snjótroðari Snæfellsjökull Glacier Tours á toppi Snæfellsjökuls. Aron Jóhannes Leví Kristjánsson á Snæfellsjökli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.