Skessuhorn


Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 26. JúLÍ 201710 Háskólaráð Landbúnaðarháskóla Íslands hefur ákveðið að auglýsa að nýju starf rektors skólans laust til umsóknar. Eftir að háskólaráð- ið hafði móttekið niðurstöður val- nefndar, í kjölfar þess að rektors- staðan var auglýst í vor, kom í ljós að valnefnd hafði talið einn um- sækjanda, Hermund Sigmunds- son, hæfan til starfsins. Alls höfðu sex sótt um starfið. Hins vegar mun það hafa komið í ljós í viðræðum við Sigmund að hann gat ekki kom- ið til starfa innan viðunandi tíma- marka, að mati háskólaráðs. „Há- skólaráð hefur í framhaldi af því ákveðið að auglýsa starfið að nýju, en jafnframt leita leiða í samráði við menntamálaráðherra að manna stöðu rektors tímabundið með sett- um rektor.“ Björn Þorsteinsson nú- verandi rektor hefur þegar óskað eftir lausn frá starfinu af persónu- legum ástæðum. mm Golfklúbburinn Leynir á Akranesi er nú að undirbúa framkvæmdir við byggingu nýrrar frístundamið- stöðvar við Garðavöll. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við Akra- neskaupstað. Eins og komið hefur fram í fréttum Skessuhorns sam- þykkti bæjarstjórn að fara af stað með verkefnið í samstarfi við golf- klúbbinn. „Nú erum við að bjóða út steypuhluta byggingarinnar, þ.e. grunn og sökkla, kjallara og jarð- hæð ásamt forsteyptum einingum. Síðan er næsta útboð innri frágang- ur hússins og þakvirki. Þriðja og síðasta útboðið verður síðan jarð- vinna og niðurrif á núverandi bygg- ingum. Áætlanir gera ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist af krafti á haustmánuðum svo fremi að hag- stæð tilboð berist í þessa verkhluta og verkefnið geti þannig rúmast innan þess fjárhagsramma sem við vinnum eftir. Áætlanir gera ráð fyr- ir því að húsið verði tilbúið til notk- unar í byrjun maí vorið 2018, eða fyrir næstu golfvertíð,“ segir Guð- mundur Sigvaldason framkvæmda- stjóri Leynis í samtali við Skessu- horn. Frístundamiðstöðin verður tæp- ir þúsund fermetrar að flatarmáli, eins og upphaflega var lagt upp með. „Það er mikil tilhlökkun hjá stjórn og öllum félagsmönnum í Leyni fyrir þessu verkefni. Hús- ið mun gjörbreyta aðstöðu golf- spilara en ekki síður mun það nýt- ast íbúum og gestum í bæjarfélag- inu. Markmið verkefnisins er að þarna mun rísa öflug frístundamið- stöð þar sem hægt verður að rúma fjölbreytta starfsemi allan ársins hring,“ segir Guðmundur. Golf- klúbburinn Leynir hefur með und- irbúning, hönnun og umsjón með verkefninu að gera, en Akranes- kaupstaður leggur til fjármagn, sem áætlað er að verði um 80-90% af heildar byggingarkostnaði. mm Í lok síðasta árs var hafist handa við framkvæmdir á sundlaugarvæðinu á Jaðarsbökkum á Akranesi. Fram- kvæmdirnar snúa að ýmsum þáttum og hefur m.a. verið skipt um lagn- ir og nýir miðlunartankar teknir í notkun. Stærsta breytingin er sú að heitu pottarnir sem fyrir voru hafa verið teknir í burtu auk vaðlaugar- innar. Í staðinn kemur vaðlaug sam- tengd tveimur nýjum heitum pott- um, annar hefðbundinn en hinn með nuddi. Pottarnir tveir verða fremur stórir og svipar breytingin til stóra heita pottarins sem tekinn var í notkun í Vesturbæjarlauginni í Reykjavík árið 2014. Stefnt var að því að ljúka fram- kvæmdum á Akranesi í apríl síðast- liðnum en þeim er ekki enn lokið. Hefur verkið því dregist um tæpa fjóra mánuði. Hörður Kári Jóhann- esson, umsjónarmaður íþrótta- mannvirkja hjá Akraneskaupstað, viðurkennir í samtali við Skessu- horn að það séu vonbrigði að verk- ið sé enn ekki klárt. „Við erum búin að opna vaðlaugina og annan pott- inn en nuddpotturinn er enn óklár- aður. Það sem hefur tafið verkið er mósaíkflísalögnin í pottunum. Það er töluvert meiri vinna en menn höfðu búist við. Þeir sem vinna að verkinu eru að reyna að vinna það eins hratt og örugglega og kostur er. Framkvæmdunum er hins vegar að ljúka en ég held að það sé ekki ráðlagt að skjóta á nákvæma dag- setningu verkloka,“ segir Hörður Kári. Eins og áður segir átti verkinu að vera lokið í byrjun apríl. Skessu- horn leitaði svara hjá Akraneskaup- stað hvort dagsektir væru vegna tafanna sem orðið hafa. Í svörum Sigurðar Páls Harðarsonar, sviðs- stjóra skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar, kemur fram að heimild til dagsekta sé vissulega til staðar. Nú standi yfir viðræður um verkuppgjör og ekki sé hægt að greina að svo stöddu frá því hvort eða hvernig þeim verði beitt. Það komi ekki í ljós fyrr en endanleg niðurstaða og verkuppgjör liggi fyr- ir. „Vegna tafa á verkinu hefur það verið opnað í áföngum þ.e. vaðlaug og svokallaður friðarpottur. Eftir er að klára síðasta pottinn. Vonir standa til þess að það verði fljótlega í ágúst mánuði,“ segir í svari Sig- urðar við fyrirspurn Skessuhorns. bþb Öll sveitarfélög á Íslandi, 74 tals- ins, taka þátt í landssöfnuninni Vin- átta í verki, sem Hjálparstarf kirkj- unnar, Hrókurinn og Kalak efndu til vegna hamfaranna á Grænlandi í júní. Þúsundir einstaklinga og fjöldi félaga og fyrirtækja hafa líka lagt söfnuninni lið. Nú hafa safn- ast næstum 43 milljónir króna, án nokkurs tilkostnaðar. Söfnuninni lýkur nú í vikunni, og eru aðstand- endur í skýjunum yfir viðbrögðum Íslendinga. Fjórir fórust og gríðarlegt eigna- tjón varð þegar flóðbylgja gekk yfir þorpið Nuugaatsiaq í Uum- mannaq-firði á Vestur-Grænlandi, aðfararnótt 18. júní. Íbúar Illorsuit sluppu naumlega við flóðbylgjuna, en íbúar þorpanna tveggja fá ekki að snúa heim í a.mk. eitt ár, vegna hættu á frekari hamförum. Alls eru því um 200 manns, þar af um 70 börn, sem eru flóttafólk í Uumma- annaq og Asiaat, sem eru stórir bæir á vesturströndinni. Mikið starf hefur verið unnið á Grænlandi við að búa flóttafólkinu sem bestar aðstæður, en verkefnið er stórt og flókið fyrir litla þjóð í stóru landi. Hrafn Jökulsson, aðalskipuleggj- andi Vináttu í verki, segir viðbrögð Íslendinga sýna þá djúpu vináttu sem er milli þjóðanna: ,,Viðbrögð almennings slógu strax öll fyrri met í neyðarsöfnunum Hjálparstarfs kirkjunnar. Þúsundir og aftur þús- undir hafa hringt í styrktarsímann eða lagt inn á söfnunarreikninginn. Fyrirtækin okkar hafa líka, sum hver, sýnt rausn og myndarskap.“ Hæstu framlög fyrirtækja til söfnunarinnar komu frá útgerðar- fyrirtækinu Brim og Eimskip, tvær milljónir króna. Þá lögðu Air Ice- land Connect og Landsvirkjun eina milljón til, og 500 þúsund hafa bor- ist frá Húsasmiðjunni, Arion banka og Landsbankanum. Ýmis félög og samtök hafa sömu- leiðis komið með myndarleg fram- lög: Hallgrímssókn lagði fram eina milljón, Björgunarsveitin Sæbjörg á Flateyri safnaði rúmlega 500 þús- und, og styrktarsjóður KIWANIS og Alþýðusamband Íslands lögðu fram sömu upphæð. Leikskólar á Akureyri og Reykjavík efndu til safnana og hinir 86 íbúar Gríms- eyjar reiddu fram 200.000 kr. Síðustu vikur hefur svo verið leitað til allra sveitarfélaga á Íslandi um að mynda kærleikskeðju, hring- inn um landið. ,,Þannig vildum við bæði sýna grönnum okkar stuðn- ing og kærleika á erfiðum tímum, en líka endurgjalda Grænlending- um sem efndu til landssöfnunar þegar snjóflóðið mikla féll á Flat- eyri 1995,“ segir Hrafn. Hæstu ein- stöku framlögin frá sveitarfélögum eru frá Reykjavík, fjórar millj., Kópavogi tvær millj. og Akureyri og Hafnarfirði ein milljón. ,,Töl- urnar eru vissulega ánægjulegar, en mér finnst ennþá gleðilegra að hvert einasta sveitarfélag hafi lagt í þetta vináttunnar púkk, allt eftir efnum og aðstæðum,“ segir Hrafn Jökulsson. Söfnunarreikningur og styrkt- arsími verða opin næstu vikuna, en Hrafn segir að endahnúturinn verði uppboð nú í vikunni þar sem tveir sannkallaðir dýrgripir verða á boðstólum. mm Öll sveitarfélög á Íslandi sýndu vináttu í verki Tölvugerð mynd af framkvæmdunum við Jaðarsbakkalaug. Framkvæmdum við Jaðarsbakkalaug fer senn að ljúka Útlitsteikning af nýju frístundamiðstöðinni sem rísa mun á sama stað og nú- verandi klúbbhús við Garðavöll. Stefnt er að verklokum í maí á næsta ári. Bjóða út byggingu frístundamiðstöðvar við Garðavöll Auglýsa að nýju starf rektors LbhÍ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.