Skessuhorn


Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 26. JúLÍ 2017 25 Sundþjálfari óskast í Borgarnesi Sunddeild UMF Skallagrímur óskar eft- ir að ráða þjálfara í eftirtaldar stöður fyrir skólaárið 2017-2018: Kópar (1.-2. bekkur), selir (3.-4. bekkur), höfrungar (5. bekkur og upp úr). Um er að ræða 20% starfshlutfall fyrir hvern og einn þjálfara. Réttindi til þjálfunar kostur en ekki nauðsynleg, því sunddeildin getur boðið upp á að finna námskeið til að hljóta réttindi. Áhugasamir hafi samband í síma 847-4443 (Kristín) e. kl 17:00 eða 776-0720 (Heiðrún Ýr). Íbúð óskast Ég er að leita eftir 1-2 herbergja íbúð, helst á Akranesi en skoða allt þar sem ég er að verða húsnæðislaus. Mér fylgja tveir guttar sem verða hjá mér annað slagið. Er í vinnu og skilvísum greiðslum heitið. Upplýsingar: asthild- urlinda@hotmail.com. Stúdíóherbergi í Borgarnesi Til leigu stúdíóherbergi með tveim- ur rúmum, salerni, húsgögnum, borð- búnaði, neti og stöð 2, sérinngangi. Á besta stað í Borgarnesi. Laust 15. ágúst eða síðar. Nánari upplýsingar í síma 860-8588. Vantar fínt húsnæði á leigu Við erum par um fertugt, með eina 8 ára stúlku og eitt á leiðinni. Leitum eft- ir fínu húsnæði á Akranesi, væri best að það væri nálægt Grundarskóla. Greiðslugeta allt að 230 þús. Erum með 3 mánaða tryggingu tilbúna. Ef þið hafið eitthvað fallegt fyrir okkur þá endilega hafið samband á bloss- inn83@gmail.com. Glæsilegur sófi til sölu Þessi glæsilegi sófi er til sölu, sér ekki á tréverki eða áklæði. Verð 75.000 kr. Upplýsingar í síma 696-2334. Markaðstorg Vesturlands Dalabyggð - fimmtudagur 27. júlí Áttunda kvöldganga Byggðasafns Dala- manna verður fimmtudaginn 27. júlí kl. 19:30 í Ljárskógaseli í Laxárdal. Ljárskóga- sel er örlítið utan alfaraleiðar. Beygt er heim að Ljárskógum og beygt til vinstri áður en komið er heim að bæ. Er siðan keyrt upp til fjalla þar til komið er að rúst- unum í seli. Vegurinn fram að seli var hefl- aður á laugardaginn og ætti því að vera fær flestum bílum. Rústir Ljárskógasels verða skoðaðar og komið inn á ýmislegt í sögu selsins og búsetu. Gengið verð- ur niður að Fáskrúð og Katlar skoðaðir. Gangan hentar öllum göngufærum, ung- um sem öldnum. Frítt er gönguna, en far- ið fram á að fólk passi sig og sína. Snæfellsbær - í dag 26. júlí Unnsteinsson Quartet: Tónleikarnir Brim. Tónleikar með Unnsteinsson Quartet í Frystiklefanum í Rifi kl. 21:00. Kvartettinn skipa Örn Ingi Unnsteinsson bassaleik- ari, Stefán Karl Shcmid saxófónleikari, Jan Philipp trymbill og Yannis Anft píanóleik- ari. Frítt inn. Akranes - fimmtudagur 27. júlí Kynningarfundur um niðurrif bygg- inga og búnaðar Sementsverksmiðjunn- ar á Akranesi verður haldinn á verkstað fimmtudaginn 27. júlí kl. 9:30. Reykhólahreppur - fimmtudagur 27. júlí. Byggðahátíðin Reykhóladagar fer fram dagana 27. til 30. júlí. Hverfakeppni, þara- bolti, frisbígolfmót, grillveisla og hið víð- fræga dráttarvélastuð svo fátt eitt sé nefnt. Stórdansleikur með hljómsveitinni Bland að kvöldi laugardags. Sjá nánar í auglýsingu og umfjöllun í Skessuhorni vikunnar. Grundarfjörður - fimmtudagur 27. júlí Bæjarhátíðin Á góðri stund er haldin í Grundarfirði. Hátíðinni er formlega þjóf- startað að kvöldi fimmtudags og stend- ur dagskrá til sunnudags. Hverfakeppni í kubb, pílukasti og körfubolta. Matti Matt og Jógvan, dansleikur með SSSól, brekku- söngur með Ingó Veðurguð og dansleik- ur með Stuðlabandinu. Nánar á agodri- stund.com. Borgarbyggð - föstudagur 28. júlí Reykholtshátíð verður haldin í 22. sinn helgina 28. til 30 júlí næstkomandi. Dag- skráin er sérlega glæsileg, fernir tónleikar sem bjóða upp á fjölbreytta flóru tón- verka, flutt af mörgum af þekktustu tón- listarmönnum okkar og sérlegum gestum, strengjakvartettinum Meta4. Efnisskráin spannar aldir – allt frá Bach (1685-1750) til hins finnska Juha Koskinen (1972). Miðasala fer fram á midi.is. Einnig verður selt inn við innganginn. Hægt að kaupa bæði staka miða og hátíðarpassa. Strandabyggð - föstudagur 28. júlí Náttúrubarnahátíð á Ströndum verður helgina 28.-30. júlí í Sævangi, þar sem Náttúrubarnaskólinn er til húsa. Náttúru- barnaskólinn hefur verið starfrækur síðan sumarið 2015 og er með námskeið fyrir náttúrubörn á öllum aldri þar sem lært er um náttúruna og hvernig má nýta nátt- úruna í eitthvað skapandi og skemmti- legt en um leið hvernig má vernda hana. Á hátíðinni verða allskonar skemmtileg- ar smiðjur, útivist, leikir, sögustundir, tón- list, myndlist, fróðleikur og fjör fyrir alla fjölskylduna! Aðgangseyrir að hátíðinni í heild verður 3.000 kr. en einnig verður hægt að kaupa sig inn á staka daga. Það er frítt fyrir hátíðargesti að gista í tjaldi á Kirkjubóli sem er rétt hjá Sævangi. Einn- ig er frábært tjaldsvæði á Hólmavík og ýmsir gististaðir í nágrenninu. Sundlaug- in á Hólmavík býður gestum hátíðarinnar sem eru 14 ára og yngri frítt í sund þessa helgi og eldri borga hálft gjald. Snæfellsbær - föstudagur 28. júlí Víkingur Ó. mætir HK/Víkingi í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 19:15 á Ólafsvíkurvelli. Akranes - laugardagur 29. júlí Landsleikur í körfuknattleik. Íslenska karla- landsliðið í körfuknattleik mætir Belgíu í vináttulandsleik í íþróttahúsinu við Vest- urgötu á Akranesi. Leikurinn er liður í und- irbúningi liðsins fyrir Evrópumótið í Finn- landi í haust. Um síðasta heimaleik liðsins fyrir mót er að ræða. Leikurinn hefst kl. 17:00. Aðgangseyrir kr.1.500 fyrir 16 ára og eldri en kr. 500 fyrir þá sem yngri eru. Stykkishólmur - þriðjudagur 1. ágúst Snæfell/UDN mætir Hamri í 4. deild karla í knattspyrnu. Leikið verður á Stykkis- hólmsvelli kl. 20:00. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni LEIGUMARKAÐUR ATVINNA Í BOÐI TIL SÖLU www.skessuhorn.is 10. júlí. Drengur. Þyngd: 4.592 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Jónína Svavarsdóttir og Jóhannes Guðbrandsson, Hvanneyri. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. 22. júlí. Stúlka. Þyngd: 3.224 gr. Lengd: 49 cm. Foreldrar: Sylvía Lind Ingólfsdóttir Briem og Ey- þór Ingi Kristjánsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. Stúlkan hefur fengið nafnið Aþena Rán. 23. júlí. Stúlka. Þyngd: 3.700 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Dagbjört Diljá Einþórsdóttir og Ólaf- ur Rúnar Ólafsson, Urriðaá í Miðfirði. Ljósmóðir: Anna Björnsdóttir. 24. júlí. Stúlka. Þyngd: 3.465 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Karen Eva Árnadóttir og Frímann Örn Ásgeirsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2017 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & Smur, Nesvegi 5 Fimmtudaginn 3. ágúst Föstudaginn 4. ágúst Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 438 – 1385 S K E S S U H O R N 2 01 7 Þessa dagana er í uppsetningu nýtt knattspyrnugras sem oft í daglegu tali er kallað gervigras í Akranes- höllinni. Er þetta í framhaldi af því að tilboði frá Metratron ehf að fjárhæð 38 mkr. var tekið. Sam- ráðshópur Akraneskaupstaðar og Knattspyrnufélagi ÍA fékk til liðs við sig reyndan ráðgjafa með þekk- ingu á gervigrasi til að tryggja sem besta vinnu við útboðið. Í aðdrag- anda útboðs voru farnar skoðanar- ferðir og skoðað hvað önnur sveit- arfélög voru að gera en þau völdu öll að taka gervigras með innfylli- efnum á keppnisvelli sína. Jafn- framt voru teknir fundir með selj- endum sem höfðu hugmyndir um aðrar lausnir. Niðurstaða samráðshópsins var að velja innfyllt knattspyrnugras/ gervigras sem væri þekkt og hafi reynst vel. Í því felst að knatt- spyrnugrasið er með í grunninn gúmmímottu undir grasteppinu sjálfu, á grasteppið er síðan lagður sandur og gúmmíkurl. Allt miðar þetta að því að ná sem bestri virkni í grasið m.t.t. knattspyrnuiðkunar. Helstu kröfur í útboði voru m.a: Viðurkenndur framleiðandi • með samþykki frá FIFA. Sýnt yrði fram á að grasið stæðist FIFA Quality pro field test. Notaður yrði staðlaður sili-• calsandur. Í ljósi umræðu um hugsanleg • heilsuspillandi áhrif endur- unnins gúmmíkurls (dekkj- afgangar) yrði notað hreint gúmmíkurl ofan á grasmott- una þ.e. Virgin EPDM, ljós grænt jafnvel þótt um um- talsverðan verðmun væri að ræða. Settar voru kröfur um út-• færslu og stærðir er tóku á þykkt stráa, þéttleika þeirra, þyngd grasmottu, þyngd sandfyllingar og gúmmífyll- ingar o.s.frv. Er það trú undirritaðra eftir að hafa kynnt sér útboð Akraneskaup- staðar að þar hafi verið staðið fag- lega að verki og samstarf við Knatt- spyrnufélag ÍA hafi jafnframt verið gott. Knattspyrnugras sem valið var standist hæstu gæðakröfur FIFA og KSÍ sem sómi er af fyrir knatt- spyrnuiðkendur. Jafnframt er það okkar trú að grasið sem valið var sé öruggt, umhverfisvænt, fagurt útlítandi, heilsusamlegt, vel lykt- andi, án mengunar og hagkvæmt í rekstri öfugt við fullyrðingaflaum Sveinbjörns Freys Arnaldssonar í aðsendri grein í Skessuhorni. Ef bjóðendur annarra lausna telja sig hafa betri lausnir þá er þeim í lófa lagið að tryggja sér tilskilin gæða- próf líkt og FIFA Quality pro field test og þannig ná inn hjá KSÍ. Mikilvægt er að engin áhætta var tekin á Akranesi með gæðakröfur á knattspyrnugrasi. Því var vitur- legt hjá samráðshópi og ráðgjafa að gera ekki börn, unglinga og afreks- menn í knattspyrnu að tilrauna- dýrum með mögulegri meiðsla- og slysaáhættu. Með góðum knattspyrnukveðjum, Einar Brandsson, formaður Skipu- lags- og umhverfisráðs. Þórður Guðjónsson, formaður Skóla- og frístundaráðs. Pennagrein Gott knattspyrnugras sem stenst hæstu gæðakröfur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.