Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2017, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 27.09.2017, Blaðsíða 36
 Matarauður MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 201736 Sigurður Helgason bóndi og veiðimaður í Hraunholtum í Kol- beinsstaðarhreppi hefur í yfir hálfa öld veitt silung sem hann selur á mörkuðum. Blaðamaður hitti Sig- urð á dögunum og ræddi við hann um veiðarnar. Áður fyrr var Sig- urður einnig með blandað bú en er hættur búskap að mestu og ein- beitir sér alveg að veiðunum. „Ég er bara með um 50 ær núna og myndi líklega kallast hobbýbóndi í dag,“ segir Sigurður og hlær. „En ég hef bara lagt áherslu á veiðina núna eftir að börnin tóku við bú- skapnum og reyni að búa mér til mat úr því.“ Strangt regluverk fyrir einstaklinga Sigurður segir aðstæður fyrir ein- staklinga sem vilja framleiða mat- vöru vera mun erfiðari í dag en áður fyrr og segir hann það mjög miður. „Ég er að selja ferskan, grafinn og reyktan silung en ég má ekki reykja hann sjálfur eins og ég gat gert hér áður fyrr. Matvælastofnun hefur sett algjörlega óþarfar kröfur á fólk sem vill framleiða matvæli. Ég skil vel að það þurfi að setja reglur en margar þeirra eru að mínu mati algjörlega óskiljanlegar. Sem dæmi þarf ég eld- hús með tveimur vöskum til að fá að reykja silunginn og selja, þetta er mjög undarleg krafa,“ segir Sig- urður. „Ég var öflugri veiðimaður hér áður fyrr en í dag legg ég bara net þegar ég nenni því. Það er nú bara aldurinn og veðurfarið sem hef- ur haft áhrif þar á,“ segir Sigurður og hlær. „Fyrir aldamótin veiddi ég gjarnan undir ís en maður gerir það ekkert í dag. Veiðar undir ís er allt- af jafnari en á sumrin er silungur- inn svo viðkvæmur og það þarf t.d. að vitja hans í netinu mjög ört því annars drepast þeir,“ bætir hann við. Sigurður útskýrir fyrir blaðamanni hvernig nokkurskonar moldarbragð geti komið af silungnum ef hann er ekki tekinn rétt. „Það er ekki nóg að ná honum á land áður en hann drepst í netinu heldur þarf líka að drepa hann um leið og hann kem- ur úr netinu, annars er hætta á þessu svokallaða moldarbragði.“ Mjög misjafnt hversu vel veiðist Mjög misjafnt er hversu mikið veiðist í hvert skipti en að sögn Sig- urðar getur verið allt frá engum fisk í netinu upp í tuttugu. „Ég myndi segja að algengast sé svona fimm til sjö fiskar en það kemur alveg fyrir að það veiðist mun betur. Ég var nú svo heppinn tvisvar í sumar að fá um 30 kíló í netið á einum sólarhring,“ segir Sigurður og bætir því við að meðalfiskurinn sé rúmlega eitt pund eða rétt um hálft kíló. Silungurinn hans Sigurðar hef- ur eingöngu verið seldur á sveita- markaði í félagsheimilinu Breiða- bliki í Eyja- og Miklaholtshreppi undanfarin ár. „Ég hef ekki verið að setja fiskinn í sölu í verslanir. Kaup- félag Borgfirðinga var með hann hér áður. Eins sá ég um Hótel Eldborg um tíma og var þá alltaf með fiskinn þar. Ég er ekki að fara að auka fram- leiðsluna eitthvað úr þessu en fólk getur alltaf haft samband við mig ef það er vill kaupa fisk. Ég fer alltaf reglulega með fiskinn í Reykofn- inn í Kópavogi og þar er hann verk- aður og honum pakkað í loftþéttar umbúðir. Ég geymi hann svo hér í frystinum og á yfirleitt nóg til,“ seg- ir Sigurður að lokum. arg Steikur, snitsel, gúllas og hakk. Minnst 1/8 úr skrokk. Bjóðum líka lambakjöt núna í sláturtíðinni. Mýranaut ehf / Leirulæk, 311 Borgarnes / myranaut.is / s. 868 7204 ÍSLENSKT GÆÐA UNGNAUTAKJÖT BEINT FRÁ BÝLI Veiðir og selur silung á sveitamörkuðum Sigurður Helgason bóndi og veiðimaður í Hraunholtum í Kolbeinsstaðahreppi hefur veitt silung og selt í yfir hálfa öld. Sigurður selur bæði reyktan og grafinn silung á mörkuðum. Ljósm. sh. Góð veiði hjá Sigurði í sumar en hann fékk tvisvar um 30 kíló af fiski í netið á einum sólarhring. Ljósm. sh.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.