Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2017, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 27.09.2017, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 201714 Endurgerð Vesturgötu á Akranesi, milli Stillholts og Merkigerðis, hefur verið eitt stærsta verkefni Akraneskaupstaðar á þessu ári. Vegna umfangs verksins var því skipt upp í tvo áfanga en er komið langt á leið, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Akraneskaup- staðar. Malbikun fyrsta áfanga lauk síð- astliðinn mánudag, 25. september og áætlað er að ljúka gerð gang- stétta í sama áfanga 18. október næstkomandi. Malbikun annars áfanga á síðan að vera lokið 26. október og áætlað er að gangstétt- ir í síðari áfanga verði tilbúnar 10. nóvember. Nokkrar tafir hafa orðið á verk- inu miðað við upphaflegar áætlan- ir. Undir lok ágústmánaðar ræddi Skessuhorn við Guðmund Guð- jónsson, eiganda Skóflunnar hf. sem sér um verkið. Hann sagði tafir eiga sér eðlilegar skýring- ar. „Það hefur verið nokkur mag- naukning á verkinu, m.a. með fleiri lögnum og ýmsar breytingar hafa orðið á verkinu meðan á því stóð. Klöppin í götunni er til að mynda fimmfalt meiri en búist var við. Þegar unnið er í eldri hverfum er eðlilegt að það komi upp ófyrirséð vandamál,“ sagði Guðmundur. Verktaki hefur eftir fremsta megni reynt að bregðast við breyt- ingum í verkinu með lengri vinnu- dögum og vinnuviku. Á einhverj- um tímapunkti eigi óvissuþættir verksins síðan að vera að baki og því gert ráð fyrir því að tímaáætl- un verksins komi til með að stan- dast í meginatriðum. kgk Búið að malbika fyrsta áfanga Vesturgötu Svona leit fyrsti áfangi út fyrir helgi, milli Stillholts og Háholts. Fyrsti áfangi Vesturgötu var malbikaður á á mánudaginn. Horft frá horni Háholts í átt að Stillholti. Um þessar mundir er í byggingu fyrsta íbúðarhúsið á Íslandi, svo vit- að sé, sem byggt er alfarið úr kross- límdum timbureiningum. Um er að ræða parhús á tveimur hæðum við Seljuskóga á Akranesi. Hvor íbúð- in um sig rétt tæpir 200 fermetr- ar að stærð. Það eru þeir Bjarni Ingi Björnsson og Jón Þór Jóns- son sem byggja húsið. Skessuhorn hitti Bjarna Inga að máli síðastliðinn fimmtudag og ræddi við hann um bygginguna. „Húsið er smíðað úr krossvið- areinginum sem eru framleiddar í Austurríki af fyrirtækinu Binderholz og fluttar inn af Strúktúr ehf. Ein- ingarnar eru léttar og meðfærilegar og því hefur gengið mjög hratt að byggja,“ segir hann. „Fyrsta skóflu- stungan var tekin með handskóflu 19. júlí og svo var byrjað að byggja í ágúst. Fyrst var steypt gólfplata og síðan slegið upp flekum og kjallari steyptur. Seinni part miðvikudagsins í síðustu viku [13. september, innsk.] kom Óli Þórðar á kranabíl frá ÞÞÞ og fyrstu einingarnar voru hífðar á sinn stað. Morguninn eftir var byrj- að að reisa á fullu og við vorum bún- ir að reisa á fimm virkum dögum,“ segir hann. Smiðirnir Sturla og Fannar Magn- ússynir sjá um smíði hússins fyrir þá félaga Bjarna og Jón. Á meðan reisn- ingunni stóð kom maður frá Binder- holz og leiðbeindi smiðunum við byggingu krossviðarhúsa frá fyrir- tækinu. Sturla lætur afar vel af þess- ari byggingaraðferð. „Þetta er algjör snilld. Efnið gott og meðfærilegt sem gerir það fljótlegt í uppsetningu. Allt er einangrað utan frá og maður þarf aldrei að einangra upp fyrir sig. Öll eftirvinna er þægileg og verður snyrtilegri fyrir vikið,“ segir Sturla. „Svo er þetta bara svo skemmti- legt. Þetta er eiginlega draumur tré- smiðsins, að fá loksins að byggja hús úr viði,“ bætir hann við. Virkt eftirlit Sem fyrr segir er parhúsið á Selju- skógum fyrsta íbúðarhúsið á Íslandi sem byggt er úr krossviðareining- um. Bjarni man eftir tveimur hús- um á landinu sem eru byggð úr sama efni; Hótel á Hnappavöllum og Lava Centre á Hvolsvelli. Því skyldi eng- an undra að framkvæmdin hafi vakið töluverða athygli vegfarenda á Akra- nesi á framkvæmdatímanum. „Það er búinn að vera stöðugur straumur gesta eftir að við byrjuðum að reisa. Fólk er forvitið um þessa nýjung, sem eðlilegt er. Flestir, ef ekki allir, iðnaðarmenn á Akranesi hafa kom- ið við hjá okkur og síðan haldið uppi mjög virku eftirliti með framkvæmd- inni,“ segir Bjarni léttur í bragði. Sáu einingarnar á sýningu í Þýskalandi Spurður hvernig þeim datt í hug að reisa íbúðarhús úr krossviði seg- ir Bjarni að Jón hafi átt hugmyndina að því. „Jón var staddur á bygging- arsýningu í München í Þýskalandi í fyrra og þar kemst hann í fyrsta sinn í kynni við þessar einingar, á sýn- ingarbásnum hjá Binderholz. Það var reyndar á þessari sömu sýningu sem Ingólfur Sigþórsson hjá Strúkt- ur, sem flytur einingarnar inn, rakst á þetta í fyrsta skipti,“ segir Bjarni. „Jóni fannst þetta strax mjög sniðugt en ég skal alveg viðurkenna að mér leist ekkert á þetta í fyrstu,“ bæt- ir Bjarni við og brosir. „Upphaflega ætluðum við að byggja úr forsteypt- um einingum og ég vildi bara að við héldum okkur við þær áætlanir. En eftir að hafa farið út til Austurríkis, skoðað verksmiðjuna hjá Binderholz og nokkur hús sem eru byggð úr svona einingum þá snerist mér hug- ur. Eftir ferðina var aldrei spurning í mínum huga að fara þessa leið.“ Ódýrara en að staðsteypa Bjarni segir að með því að byggja úr krossviði sé hægt að ná kostnað- inum töluvert niður. „Þetta er tölu- vert ódýrara en hefðbundið stað- steypt hús og ég mæli hiklaust með því að fólk kynni sér krossviðarein- ingar ef það ætlar að byggja sjálft,“ segir hann. Aðspurður kveðst hann ekki vilja skjóta á neinar tölur en tel- ur víst að fólk geti sparað sér nokkr- ar milljónir í heildarkostnað við byggingu á einbýlis- eða parhúsi, miðað við aðrar byggingaraðferð- ir. „Ég myndi því telja þetta raun- hæfan kost sem fólk ætti að kanna ef það er í byggingarhugleiðingum. Þetta er talsvert ódýrara og munar gríðarlega í byggingartíma,“ seg- ir hann. Og hvenær er stefnt að því að byggingu hússins ljúki? „Jón ætl- ar að flytja inn um páskana en ég og konan mín stefnum að því að flytja inn í desember. Miðað við hvern- ig gengur held ég að það sé alveg raunhæft. En það verður bara að koma í ljós hvort það gengur eftir,“ segir Bjarni Ingi Björnsson að end- ingu. kgk Íbúðarhús úr krosslímdum viði risið á Akranesi Hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi Félagarnir Bjarni Ingi Björnsson og Jón Þór Jónsson tóku fyrstu skóflustunguna seinni hluta júlímánaðar. Í síðustu viku var húsið risið. Parhús Bjarna og Jóns við Seljuskóga á Akranesi er fyrsta íbúðarhúsið á Íslandi sem eingöngu er byggt úr krosslímdum viðareiningum. Sturla Magnússon smiður vopnaður límbandi. Sáttir og sælir að lokinni reisningu í síðustu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.