Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2017, Blaðsíða 40

Skessuhorn - 27.09.2017, Blaðsíða 40
 Matarauður MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 201740 Í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi rek- ur Hildibrandur Bjarnason og fjöl- skylda hans víðfrægt hákarla- og sveitasetur. Í safninu er hægt að fræðast um veiðar á hákörlum fyrr á öldum, verkun þeirra og notagildi og að sjálfsögðu eiga gestir þess kost að gæða sér á hákarli sem verkaður er á staðnum. Hákarlaverkun hefur verið stunduð af fjölskyldu Hildi- brands kynslóð fram af kynslóð og er sú hefð í hávegum höfð í Bjarn- arhöfn. „Hákarlaveiðar hafa aldrei verið stundaðar hér en pabbi flutti verkunarþekkinguna með sér þeg- ar við fluttum hingað frá Asparvík á Ströndum árið 1951,“ segir Hildi- brandur. Hann segist fá hákarlinn í Bjarnarhöfn af togurum víðs veg- ar af landinu. „Við þekkjum orð- ið svo margar togaraáhafnir að við erum látnir vita þegar hákarl kem- ur í trollið. Þeir eru að senda frá sér hákarl allt árið en mest er þó eftir- spurnin á þorranum.“ Hákarlinn unninn í neytandapakkningar Misjafnt er hvernig hákarlarnir eru þegar þeir berast frá togarasjó- mönnum. Mikið verk er að gera að einum hákarli til verkunar en Hildi- brandur segir það vera eins og ann- að, ef samhent verkþekking er til staðar sé þetta auðvelt og ef hníf- arnir bíti vel, þá takist þetta. Í Bjarn- arhöfn tekur síðan við um hálfs árs verkun. Fyrst þarf að skera hákarl- inn í hæfilegar beitur og leggja hann í kös í sérsmíðuðum kössum. Þar er hann látinn kæsast og síðan hengd- ur í hjall. Allt þetta ferli tekur sinn tíma sem fer þó eftir tíðarfarinu hverju sinni. Þá tekur við að sneiða niður beiturnar, allt niður í litla ten- inga og koma afurðinni í neytenda- pakkningar. Þær fara víða en stærstu kaupendurnir eru stór dreifingarfyr- irtæki, sem jafnframt bjóða og verka aðrar sjávarafurðir. Í sumum tilvik- um eru beiturnar seldar í heilu lagi frá Bjarnarhöfn og helst eru það fiskbúðir sem kaupa hákarlinn þann- ig og hengja upp hjá sér. Þar eru síð- an skornar sneiðar af beitunni eftir óskum kaupenda. Hákarlasafnið opnuðu Hildi- brandur og fjölskylda árið 2004 og segir hann viðtökurnar hafa verið mjög góðar frá opnun. Verkþekk- ing heimamanna, atvinnusaga og hefð tvinnast saman í Bjarnarhöfn og verður Hildibrandur ekki var við annað en að þetta veki áhuga fólks. „Hér er hægt að fræðast um allt sem tengist hákarli. Bjarnarhöfn hentar vel fyrir svona starfsemi enda eru þar bestu aðstæður til að verka há- karl. Starfsemi okkar fellur líka vel að hefð svæðisins í veiðum og verk- un,“ segir Hildibrandur að endingu. hlh Hákarlinn í hávegum hafður í Bjarnarhöfn Mikið verk er að gera að einum hákarli en Hildibrandur segir það vera eins og annað, ef samhent verkþekking sé á staðnum sé þetta auðvelt og ef hnífarnir bíti vel, þá takist þetta. Vorið 2007 bar vel í veiði, en þá eignaðist Hildibrandur fjörutíu og fjóra hákarla í einni kippu af erlendum togara. Komið var að landi í Rifi og var það Páll skipstjóri á Björgu sem dró hákarlana að landi. Þegar í land var komið voru hákarlarnir dregnir upp í uppsátrið þar sem vörubifreið dró þá upp en síðan voru þeir hífðir á bílinn og brunað heim í Bjarnarhöfn þar sem aðgerð hófst. Ljósm. af. „Þetta byrjaði allt með bjúgun- um,“ segir Kristín Helga Ár- mannsdóttir sauðfjárbóndi á Ytri- Hólmi í Hvalfjarðarsveit. Kristín hafði í mörg ár búið til bjúgu fyr- ir heimilið og fyrir tveimur árum tók hún það skrefinu lengra þeg- ar hún ákvað að búa til bjúgu og selja á sveitamörkuðum. Hún kom sér upp samþykktri aðstöðu til að vinna kjötafurðir og fór að selja bjúgun á sveitamörkuðum, auk þess sem hún fór að framleiða og selja tvíreykt hangikjöt og grafinn ærvöðva. „Ég fór út í þetta því það þufti að auka tekjurnar meðfram bústörfunum, en á búinu eru um 600 ær,“ segir Kristín. „Viðtök- urnar fóru alveg fram úr mínum björtustu vonum og sama fólkið er oft að hafa samband til að kaupa meira, sem ég er mjög þakklát fyr- ir. Hugmyndin var að skapa mér vinnu þar sem ég gæti stýrt vinnu- tímanum mínum sjálf. Fyrir síð- ustu jól ákvað ég að prófa að selja bæði léttreyktan lambahrygg og venjulegt hangikjöt, bæði á beini og úrbeinað. Þessu var svo vel tek- ið að ég er strax farin að taka við pöntunum fyrir næstu jól,“ seg- ir Kristín og bætir því við að all- ir geti haft samband við hana og pantað fyrir jólin. Tvíreykt hangikjöt gott til að narta í Kristín fór að starfa í fiskvinnslu þegar hún var 14 ára og segist hafa verið með fingurna í matvælum síðan þá. „Ég hef gert svo margt sem tengist mat, til dæmis unn- ið í sláturhúsi og svo vann ég um tíma í eldhúsinu á Dvalarheim- ilinu Höfða. Ég hef svona verið í öllum öngum matvælaiðnaðar- ins,“ segir hún og brosir. „Ég hef í gegnum tíðina aflað mér þekk- ingar á kjötvinnslu og matreiðslu svo það var ekki flókið fyrir mig að byrja á þessu. Ég hef líka ver- ið bóndi í 36 ár og unnið mitt kjöt sjálf,“ bætir hún við. Kristín segir erlendu ferðamennina helst kaupa hangikjötið og grafna kjötið. „Ís- lendingar eru að kaupa allar fram- leiðsluvörur sem við höfum verið að bjóða. Ég hef verið að benda fólki á hversu sniðugt tvíreykta hangikjötið er sem snakk, þetta kemur niðurskorið og er fullkom- ið sem smá nart í bílnum. Íslend- ingar eru svo fastir í að hangikjöt sé bara fyrir jólin en það þarf ekki endilega að vera. Ég hef t.d. gjarn- an tekið þetta með mér í útilegur yfir sumarið,“ segir Kristín. Opnar markað „Ég ætla að prófa að selja ferskt kryddað lambakjöt núna í haust og sjá hvernig fólk tekur í það,“ seg- ir Kristín aðspurð hvort eitthvað nýtt væri væntanlegt frá henni. „Ég verð með ferska kjötið á sveita- markaði við Æðarodda laugardag- inn 7. október og ef fólk er hrifið af því mun ég halda áfram að selja það.“ Fram til þessa hefur fólk að- eins getað keypt vörur Kristín- ar á sveitamökuðum eða með því að hringja og panta þær hjá henni. Hún hefur ekki haft neinn ákveð- inn tíma sem fólk getur komið á til að kaupa vörur en hún stefnir á að breyta því. „Ég ætla að prófa að opna markað með vörum beint frá býli hér heima laugardaginn 14. október og vera þá með aug- lýstan opnunartíma. Ef það geng- ur vel held ég að það fyrirkomu- lag sé komið til að vera. Fólk get- ur þó alltaf hringt í mig eða fund- ið Sauðfjárbúið Ytra-Hólmi á Fa- cebook og haft samband ef það vill kaupa hjá mér utan opnunartíma,“ segir Kristín að lokum. arg Selur kindakjöt beint frá býli Kristín Helga Ármannsdóttir sauðfjárbóndi á Ytra-Hólmi í Hvalfjarðarsveit verkar kjöt og selur beint frá býli. Úrval af vörum sem Kristín býr til og selur. Grafinn ærvöðvi frá Ytra-Hólmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.