Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2017, Blaðsíða 55

Skessuhorn - 27.09.2017, Blaðsíða 55
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017 55 Hausta tekur og við förum að huga að því að geyma mat til vetrarins Skyrmysa er tilvalin til að sýra slátrið og ýmsan annan mat. Fáanleg í 2,5, 5 og 10 ltr brúsum Hægt að panta í Ljómalind í síma 437 1400 eða á Erpsstöðum í síma 868 0357 Einnig er hægt að panta á netfanginu erpur@simnet.is www.erpsstadir.is Rjómabúið á facebook. SK ES SU H O R N 2 01 7 Teikningar, málverk, vatnslitamyndir, skopmyndir Kirkjubraut 1, Akranes - listamadur@simnet.is www.listamadur.com - Sími 431 1964 / 857 2648 Gallerí Bjarni Þór í hjarta bæjarnis - Opin vinnustofa og gallerí Klúbbur matreiðslumeistara stóð fyrir keppninni um Kokk ársins 2017 og fór úrslitakeppnin fram í Hörpunni um liðna helgi. Kokk- ur ársins er Hafsteinn Ólafsson matreiðslumaður á Sumac Grill + Drinks. Garðar Kári Garðarsson matreiðslumaður hjá Deplar Farm/ Strikinu var í öðru sæti og Víðir Erlingsson matreiðslumaður hjá Bláa lóninu lenti í því þriðja. Keppnin fór fram fyrir fullum sal í Hörpu þar sem fjöldi gesta hafa allan daginn fylgst með keppninni þar sem kokkarnir elduðu keppn- ismáltíðina í IKEA eldhúsum með hráefni frá Nettó. Lokasprettinn fór fram samhliða keppninni veisla fyrir gesti sem tryggðu sér miða á Kokkalandsliðskvöldverð og skemmtun. Keppendur háðu harða baráttu um titilinn eftirsóttta og naumt var milli efstu manna. Um val sigurvegarans sá fjölskipuð ell- efu manna dómnefnd. Yfirdómari var Krister Dahl frá Svíþjóð. Þór- dís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og ný- sköpunar krýndi Kokk ársins í lok kvölds. Krister Dahl yfirdómari sem er margverðlaunaður í keppnismat- reiðslu og stýrir eldhúsum Gothia Towers í Gautaborg þ.m.t. 1 stjörnu Michelin veitingahúsinu Upper House hafði þetta um keppnina að segja „Það er greinilegt að kepp- endur koma vel undirbúnir til leiks og samkeppnin er hörð. Ég verð að hrósa þessum ungu íslensku kokk- um fyrir þeirra framlag og er sér- staklega hrifinn af sigurvegaranum sem kom og heillaði dómnefnd- ina með sínum flotta mat og fag- legu vinnubrögðum. Ísland er svo sannarlega komið á kortið sem há- gæða matarland og íslenskir kokk- ar standa sig afar vel í alþjóðlegum samanburði t.d. í alþjóðlegum mat- reiðslukeppnum.“ mm Völdu kokk ársins Hæfileikamótun KSÍ og N1 fór fram á Akranesi sunnudaginn 17. septem- ber síðastliðinn. Æfingarnar voru fyrir drengi og stúlkur sem fædd eru árin 2003 og 2004. Að þessu sinni voru 14 stúlkur boðaðar á æf- inguna. Fimm þeirra komu frá ÍA og fimm frá Víkingi Ólafsvík en tvær frá Vestra og Kormáki. Piltarnir sem tóku þátt voru 23 talsins. Sjö þeirra komu úr röðum ÍA, þrír frá Umf. Grundarfirði, þrír frá Snæfelli, tveir frá Víkingi Ó. og einn frá Skalla- grími. Einnig tóku þátt þrír piltar frá Vestra, tveir frá Umf. Geislanum, einn frá Umf. Kormáki og einn frá Súðavík. Tilgangur hæfileikamótunarinnar er meðal annars að fjölga leikmönn- um sem fylgst er með og fylgjast með yngri leikmönnum og undirbúa þá fyrir hefðbundnar landsliðsæfingar. Einnig að bæta samskiptin við aðild- arfélögin og kynna þeim stefnu KSÍ í landsliðsmálum og undirbúa leik- menn enn betur með fræðslu til þess að mæta á landsliðsæfingar seinna. Það var Dean Martin sem stjórn- aði æfingunum á Akranesi. Stóðu þessir ungu og efnilegu knattspyrnu- menn sig með mikilli prýði á hæfi- leikamótuninni og höfðu bæði gagn og gaman af. kgk Hæfileikamótun á Vesturlandi Hressir þátttakendur á hæfileikamótun. Ljósm. þa Árlegt fótboltamaraþon og upp- skeruhátíð Snæfellsnessamstarfs- ins í fótbolta fór fram um síðustu helgi. Spilaður var fótbolti í sól- arhring og skipt upp tímanum á Stykkishólm, Grundarfjörð og Snæfellsbæ. Fyrr í vikunni höfðu krakkarnir gengið í hús og safnað áheitum og safnaðist vel. Skemmtu bæði krakkarnir og fullorðnir sér mjög vel. Eins og venja er við þetta til- efni voru veittar viðurkenningar fyrir árangur og framfarir en áður en að því kom sýndi Lísbet Rós frá Grundarfirði dans fyrir gesti. Leikmenn meistaraflokks karla hjá Víkingi Ólafsvík aðstoðuðu við af- hendinguna. Iðkendur í 6. flokki og yngri fengu allir viðurkenning- arpening og gamla Snæfellsnes- búninginn gefins. En frá 5. flokki og upp úr voru veittar viðurkenn- ingar fyrir framfarir og árangur. Í 5. og 4. flokki voru veittar viður- kenningar fyrir framfarir í sum- ar bæði hjá strákum og stelpum á yngra og eldra ári í A og B liði. í 3. og 2. flokki voru veittar sömu viðurkenningar bæði hjá strák- um og stelpum en einnig fengu markahæstu leikmenn í hverjum flokki viðurkenningu. Að lokinni veitingu allra þessara flottu viður- kenninga var krökkunum þakkað fyrir frábært fótboltasumar og þau minnt á að nú hæfist vetrarstarfið og að allir sem væru á eldra ári í sínum flokki myndu nú færast upp í næsta flokk fyrir ofan. þa Uppskeruhátíð Snæfellsnessamstarfsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.