Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2017, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 27.09.2017, Blaðsíða 35
 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017 Matarauður 35 menningar lönd og leið. Í þessu blaði um Matarauð Vesturlands má glöggt sjá þann metnað sem margir veitinga- menn sýna þessu viðfangsefni. Segja reyndar að það sé ekki erfitt að byggja matseld upp á heimafengnu hráefni, það sé einfaldlega betra og heilnæm- ara en margt af því sem innflutt er. Menning út við ysta sæ Til að geta höfðað til landsmanna og erlendra gesta er hægt að kynna mat- armenningu okkar með ýmsum hætti. Hægt er að leggja áherslu á matar- gerð 20. aldar og margar þær aðferðir sem tíðkuðust á tímum foreldra okk- ar og foreldra þeirra við verkun og geymslu matar. En hægt er að stíga skrefinu lengra, bjóða mat eins og forfeður okkar á 18. og 19. öld drógu fram lífið með. Líklega væri það þó of framandi vinnsluaðferðir til að jafn- vel forvitnustu gestir okkar myndu láta sér líka. Í því samhengi er gam- an að rifja upp frægar veislur kven- félagskvenna á Vatnsnesi í Húna- þingi vestra sem haldnar voru á Jóns- messunni í fjöruborðinu í Hamarsbúð um árabil. Þær tóku sig til og reiddu fram ýmsan þjóðlegan mat samkvæmt aldagamalli hefð norður við ysta sæ. Ekki stóð á viðtökum; fólk streymdi til þeirra úr öllum landshlutum og voru veislur þessar orðnar fjölmenn- ari en húsakostur bar. Réttirnir sem þær buðu voru bæði fjölbreyttari og eldri að gerð en gerist og gengur. Þar var selkjöt nýtt og saltað, grafinn sil- ungur og reyktur rauðmagi, sigin grá- sleppa og súrir selshreifar, harðfiskur, hákarl og reykt sauðahangikjet og allt þetta borið fram með blóðpönnukök- um og öðru brauðmeti. Einnig var hægt að gæða sér á svartfugli, sviða- sultu og súrum hval og ábrystum eða berjagraut í eftirrétt. Kútmögum gerð skil Þegar Íslendingar koma saman er það oft tengt mat. Þorrablótin eru þar þekktustu veislurnar. Ýmist eru þó slíkar veislur á forsendum mat- arins eða annarrar menningar. Kút- magakvöld eru til dæmis oft hald- in út við sjávarsíðuna og beinlínis til að tapa ekki niður vinnslu og mat- reiðslu. Fyrir þá sem ekki vita er kút- magi nafn yfir það þegar þorsklif- ur og fleira er sett inn í þorskmaga og þetta er svo soðið við lágan hita í langan tíma. Lionsklúbbur Nesþinga, Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir á Hellissandi og Leikfélag Ólafsvík- ur hafa til dæmis í tæpa þrjá áratugi staðið fyrir kútmagakvöldi fyrir eldri íbúa þar sem boðið er upp á þjóðlega og skemmtilega veislu. Lionsmenn í Grundarfirði standa sömuleiðis fyr- ir árlegri veislu þar sem kútmagar, hausastappa og annað góðmeti er á borð borið. Þannig má segja að kút- magakvöld séu engu minni veislur en þorrablótin inn til sveita. Fórnað fyrir menningu og listir En til eru fleiri veislur í landshlutan- um sem tengjast menningu. Karla- kórinn Söngbræður stendur á hverju ári fyrir söngveislu í janúar. Þar er náttúrlega sungið út í nóttina en áður en til þess kemur er borinn fram tví- réttaður matur. Annars vegar svið sem sviðin eru af þolinmæði með gamla Kósan-gasinu norður á Kópaskeri, en hins vegar saltað hrossakjöt. Hefð er fyrir því að kórfélagar taki að sér allt er viðkemur veislunni og hefst und- irbúningur nokkrum mánuðum áður. Einhver kórfélagi slátrar hrossi fyrir málstaðinn og saltar í tunnu. Hrekkj- óttum hesti eða haltri hryssu hef- ur þannig verið fórnað fyrir málstað menningar og lista. Sprengja öll félagsheimili utan af sér Þegar sauðfjárbændur í Dölum fóru að tvinna í kringum hrútasýningar í héraðinu menningarhátíð fyrir ríf- lega áratug hefur þeim væntanlega ekki dottið í hug að það myndi leiða af sér slíka hátíð sem raun ber vitni. Þessi árlega menningarhátíð bænda- fólks í Dölum og gesta þeirra nefnist Haustfagnaður og er fyrir löngu orð- in landsþekkt skemmtun og stendur yfir heila helgi. Skemmtanir í bland við hrútasýningar, markaði og leiki, hagyrðingar fara á kostum og á borð- um eru svið og tilheyrandi meðlæti eins og gestir geta í sig látið. Matar- veislan hefur sprengt utan af sér hvert félagsheimilið á fætur öðru. Var fyrst í Árbliki, þá Dalabúð og undanfarið í íþróttahúsinu á Laugum og komast færri að en vilja. Við þetta má bæta árlegar skötu- veislur skömmu fyrir jól, grjúpánhá- tíðir og sjávarréttakvöld, svo dæmi séu tekin. Af þessu má sjá að ómögu- legt er að aðskilja mat þegar menn- ing landsmanna er annars vegar. Við erum það sem við borðum og ekki nóg með það - við erum til af því okk- ur tóks að geyma matinn þar til birta sólar kveikti nýtt líf að vori. -mm Það var hreint ekkert sjálfgefið að Ís- lendingar kæmust af hér á árum og öldum áður. Landið var harðbýlt og hér voru vetrarhörkur svo mikl- ar að lífsnauðsynlegt var að birgja heimilin upp af forða ætti heimilis- fólk að lifa veturinn af. Fyrir rafvæð- inguna var frysting matar ekki kost- ur og því þurfti að geyma hann með þeim aðferðum sem þekktust, eða voru fundnar upp. Fiskur var þurrk- aður, hertur eða saltaður, sláturmatur og kjet var súrsað, saltað og reykt, egg lögð í kös og svo framvegis. Íslend- ingar komu sér því af hreinni nauð- syn upp geymsluaðferðum sem dugðu en byggðu um leið upp matarmenn- ingu sem að flestu leyti varð einstök á heimsvísu. Með iðnbyltingunni og breyttum tímum hefur fokið hratt yfir slóð þessarar matarmenningar og raunveruleg hætta á að ýmislegt falli í gleymskunnar dá, sé því ekki kerfis- bundið haldið á lofti. Til eru þeir sem eru stoltir af matarmenningu okk- ar og sjá tækifærin í að miðla til gesta okkar og næstu kynslóða. Forðast erlendar dægursveiflur Ferðamenn nútímans vilja fræðast um matarmenningu þeirra þjóða sem þeir sækja heim og sækjast mjög eft- ir því. Finnst það hluti af upplifun sinni að njóta ekki eingöngu náttúr- unnar heldur um um leið að kynnast þeim venjum og hefðum sem gest- gjafarnir drógu fram lífið með. Til eru veitingastaðir hér á Vesturlandi sem leggja ríka áherslu á heimafengið hráefni, íslenskan mat og menningu. Láta þannig dægursveiflur amerískrar, asískar eða suður-evrópskrar matar- Matur er menning okkar og saga Svipmynd frá hlaðborði kvenfélagskvenna á Vatns- nesi í Húnþingi vestra. Ljósm. mm. Kútmagar eru herramannsmatur. Á veisluborði á árlegu kútmagakvöldi í Grundarfirði má finna hina ýmsu fiskrétti ásamt hausastöppunni alræmdu og kútmögunum að sjálfsögðu. Allt framleitt og á borð borið undir dyggri stjórn Móses Geirmundssonar. Ljósm. tfk. Gestir á kútmagakvöldi á Hellissandi. Ljósm. fh. Saltað hrossakjöt er aðalrétturinn á borðum þegar karlakórinn Söngbræður stendur fyrir árlegri söngveislu. Ljósm. mm. Svipmynd frá Sviðaveislu á haustfagn- aði Félags sauðfjárbænda í Dölum. Ljósm. mm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.