Skessuhorn - 27.09.2017, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017 Matarauður 37
Umboðs- og heildsöluverslun
Yfir 2000 vörutegundir á skrá
NÝTT Á SKRÁ! Grænmeti og ávextir, alltaf ferskt.
Þjónusta í 25 ár
Við þjónustum allt landið
Sími: 437-1057 - Netfang: jgr@simnet.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Verslunin Matarbúr Kaju var fyrst
opnuð á Akranesi sumarið 2014
og í dag hefur kaffihús bæst við
og önnur verslun verið opnuð í
Reykjavík. Þetta eru einu verslan-
irnar á landinu sem hafa fengið líf-
ræna vottun og fyrsta kaffihúsið.
„Til að fá lífræna vottun þurfa allar
vörurnar sem við seljum í lausu að
vera ræktaðar og unnar á umhverf-
isvænan hátt, án eiturefna, erfða-
breyttra efna eða annarra auka-
efna,“ segir Karen Jónsdóttir eig-
andi Matarbúrs Kaju. „Hugmynd-
in hjá mér er að bjóða upp á líf-
rænt, umbúðalaust og plastlaust.
Ég hef t.d. aldrei boðið upp á
plastpoka í verslununum og hing-
að getur fólk komið með eigin ílát
og verslað þurrvöru eftir vigt og
ávexti og grænmeti í lausu,“ seg-
ir Kaja.
Er með lífrænt vottaða
matvörulínu
Karen hefur einnig framleitt eig-
in matvörulínu sem seld er í versl-
ununum og er það eina vörulínan
sem pökkuð er hér á landi sem hef-
ur fengið lífræna vottun. „Matvö-
rulínan Kaja er pökkuð í end-
urvinnanlegar umbúðir algjör-
lega án hefðbundins plasts. Ef ég
nota plast, sem ég geri eingöngu
ef varan geymist ekki með öðrum
hætti, þá nota ég plasttegund sem
brotnar mjög hratt niður, á örfá-
um mánuðum,“ segir Karen. „Til
að koma vöru í sölu hjá mér þurfa
þær að standast mínar kröfur, sem
er ekki alltaf auðvelt,“ segir Kar-
en og hlær. „Ég geri þá kröfu að í
vörunni séu engin efni sem rækt-
uð eru á heilsuspillandi hátt. Til að
mynda er það algengt með snyrti-
vörur að olían í þeim sé ekki endi-
lega lífræn þó snyrtivaran sjálf sé
með umhverfisvæna vottun. Ég
geng því úr skugga um að ég geti
rakið uppruna vörunnar alveg og
hún sé í raun og veru alveg líf-
ræn.“
Í Matarbúri Kaju eru seldar
ýmsar matvörur, hreinlætisvör-
ur, snyrtivörur og ýmsar heimil-
isvörur. „Nýlega fór ég í samstarf
við Brauð og Co en ég fæ send frá
þeim nýbökuð súrdeigsbrauð og
snúða á hverjum degi. Þessu hafa
Skagamenn tekið mjög vel og rýk-
ur þetta alveg út,“ segir Karen og
brosir. „Kökurnar okkar eru einn-
ig mjög vinsælar, enda mjög góðar
þó ég segi sjálf frá,“ segir hún og
hlær. „Þetta eru Vegan og glúten-
lausar hrákökur sem búnar eru til
hér í eldhúsinu og frystar svo þær
haldast mjög ferskar,“ bætir hún
við að lokum. arg
Einu lífrænt vottuðu
verslanirnar á landinu
Karen Jónsdóttir á og rekur Matarbúr Kaju á Akranesi og í Reykjavík, en það eru einu verslanirnar á landinu sem hafa fengið
lífræna vottun.