Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2017, Blaðsíða 49

Skessuhorn - 27.09.2017, Blaðsíða 49
 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017 Matarauður 49 Hjónin Einar Pálsson og Kristjana Jónsdóttir fluttu frá Vestmanna- eyjum í Sólbyrgi í Borgarfirði fyrir nærri áratug síðan og gerð- ust grænmetisbændur. Aðspurð- ur hvað hafi orðið til þess að þau ákváðu að flytja í Borgarfjörðinn og gerast grænmetisbændur, svarar Einar og segist ekki eiga neitt gott svar við því. „Ætli það hafi ekki verið smá ævintýraþrá nú eða bara að straumurinn hafi legið þangað fyrir okkur og við bara fylgdum og vonuðum að það færi ekki mjög illa,“ segir Einar og hlær. „Við höfðum aldrei komið ná- lægt ræktun af neinu tagi áður og vissum ekkert hvað við vorum að fara að gera. Þegar við keyptum Sólbyrgi voru ræktaðar hér gul- rætur um allt og þar sem við kunn- um ekki neitt, og vissum ennþá minna, héldum við því bara áfram til að byrja með. Við lærðum svo alltaf meira og ákváðum þá að færa okkur yfir í eitthvað annað sem gaf betur af sér og völdum jarðaber- in,“ segir Einar. Til að rækta jarðarber allt árið þarf að nota lýsingu yfir dimmasta tíma ársins og gerir það bændum erfitt fyrir. „Við höfum verið að rækta jarðaberin allt árið undir lýs- ingu en rafmagn er svo dýrt að við þurfum að breyta um ræktun yfir veturinn.Við erum einnig búin að vera að rækta kál og kryddjurtir og stefnum á að færa okkur meira yfir í það yfir vetrartímann. Þar horfum við til þess að nota um- hverfisvænar umbúðir og minnka plastið. Þetta er enn á tilraunastigi hjá okkur en við erum spennt fyrir því að geta boðið landanum uppá þessar umhverfisvænu og kolefnis- sporalausu afurðir,“ segir Einar. Íslendingar mikilvægir viðskiptavinir „Sala á jarðaberjum hefur ver- ið mjög góð hjá okkur í ár,“ segir Einar. „Veðurfarið hefur samt að- eins haft áhrif á söluna hjá okkur. Í fyrra, þegar það var brakandi blíða allt sumarið, seldist mjög vel en núna hefur veðrið ekki verið jafn gott og þá finnum við fyrir því. Við leggjum töluvert uppúr því að selja hér heima og eru mikilvæg- ustu kúnnarnir okkar Íslendingar á ferðalögum. Þegar veðrið er síðra eru þeir ekki að skila sér í útilegur eða sumarbústaði hér í nágrenninu og þá selst ekki jafn vel hjá okkur. Þetta hefur engu að síður verið al- veg fínt sumar,“ segir Einar að lok- um. arg Grænmetisbændur í Sólbyrgi Hafsteinn Kjartansson kjötiðnaðar- maður hefur staðið vaktina í kjöt- borðinu í Verzlun Einars Ólafsson- ar á Akranesi undanfarin 19 ár. „Ég byrjaði hérna 1. mars 1998 og er því búinn að vera hér í 19 ár,“ segir Haf- steinn og brosir. Frá því hann stóð fyrstu vaktina í kjötborðinu í Ein- arsbúð hefur ýmislegt breyst í versl- un í landshlutanum og á landinu öllu. Kjötborðin hafa til dæmis horfið eitt af öðru og eru fá orðin eftir, miðað við það sem áður var. „Eftir því sem ég best veit er þetta eina kjötborð- ið á Vesturlandi í dag. Því miður eru önnur kjötborð í landshlutanum fyrir löngu horfin. En þessi verslun er sem betur fer íhaldssöm hvað þetta varð- ar. Kaupmaðurinn byggir á gömlum og góðum grunni, þar sem lögð er áhersla á gríðarlega hátt þjónustustig í versluninni og þar með kjötborð- inu. Það er klár stefna kaupmanns- hjónanna að vera með kjötborð með háu þjónustustigi um ókomna tíð,“ segir hann ánægður. „Að mínu viti er kjötborðið eitt það dýrmatasta sem verslunin hefur. Viðskiptin í kjöt- borðinu eru það góð að það er ekkert vandmál að hafa ferska og góða vöru öllum stundum. Góð og fersk vara tryggir síðan góð viðskipti,“ bætir hann við. Allt það helsta og fleira til Aðspurður segir Hafsteinn hægt að nálgast í kjötborðinu allar helstu steikur sem íslenskur landbúnaður og sjávarútvegur býður upp á. „Þá á ég við lamb, naut, svín og svo reyn- um við að vera með kálfakjöt líka. Einnig er fiskborðið sterkt. Við fáum ferskan fisk alla mánudaga, og eft- ir þörfum út vikuna, og vinnum úr þeim steikur og rétti eins og rasp- aðan fisk og ýmislegt fleira,“ segir hann. „Kjöt- og fiskborðið er þann- ig upp sett að á mánudögum er fisk- ur í allt að 70% af borðinu. Eftir því sem líður á vikuna minnkar hlutfall fisksins smátt og smátt þar til á föstu- dögum að það er orðið öfugt miðað við upphaf vikunnar. Þá er um það bil 70% kjöt í borðinu og 30% fisk- ur,“ útskýrir hann. Úrvalið er þó að- eins breytilegt eftir árstíðum, eins og gengur. „Það eru árstíðabreyting- ar í kjöt- og fiskborðinu. Ber mest á þeim á vorin og haustin. Á vorin fer grillmaturinn að taka yfir og eykst sala á marineruðu kjöti, marineruð- um fiski, krydduðum fiski og öllu því sem fólk setur á grillið. Hamborg- arasalan tekur líka kipp. Síðan kem- ur haustið með sinn sjarma. Núna er innmatur í borðinu, það er þessi tími; lifur, nýru og hjörtu en síðast en ekki síst kjöt af nýslátruðu sem aldrei hef- ur farið í frost,“ segir Hafsteinn. „Ég meðhöndla kjöt af nýslátruðu þann- ig að ég tek það inn og geymi í kæli í fimm til sjö daga áður en það fer í sölu til að meyra það,“ bætir hann við. Fólk vill þægindi og þjónustu Hafsteinn kveðst hafa orðið var við breytingar á neyslumynstri viðskipta- vina kjötborðsins. „Undanfarin ár sérstaklega hef ég orðið var við mikla aukningu í sölu á tilbúnum réttum og réttum sem þarf lítið að hafa fyr- ir. Fyrir stuttu síðan byrjuðum við til dæmis að selja þorsk í orlydeigi, for- steiktan. Hann hefur selst mjög vel. Raspaða ýsan mokast út á mánudög- um og þriðjudögum og alltaf selst vel af bollum. Þetta eru réttir sem fólk kaupir og setur síðan bara beint í ofninn eða á pönnuna. Við höfum líka verið að prófa okkur áfram með tilbúna grænmetisrétti, grænmetis- bauta og fleira til að koma til móts við veganfólkið, sem og ýmiss konar foreldaða rétti sem þarf bara að hita,“ segir hann. „Þó alltaf sé umræðan að færast í þá áttina að fólk eigi að elda mat frá grunni þá sækir fólk stöð- ugt meira í tilbúna rétti, það er bara þannig. Fólk vill aukin þægindi og meiri þjónustu.“ Fjölbreytni og gott hráefni Hafsteinn kveðst ánægður með þá stefnu kaupmannanna í Einarsbúð að halda úti kjöt- og fiskborði um ókomna tíð. Telur hann að kjötborðið geti lifað góðu lífi áfram þrátt fyrir að breytt neyslumynstur viðskiptavina og breytta viðskiptahegðun. „Lykill- inn að því að halda úti góðu kjöt- og fiskborði liggur í gæðum hráefnisins og fjölbreytninni, ekki verðinu. Fólk sækir í kjötborðið vegna þeirra gæða. Þess vegna er gott hráefnisins og gott vöruúrval algjört grundvallaratriði. Þar tel ég okkur standa sterkum fót- um og ætlum að halda áfram að gera vel í þeim efnum,“ segir Hafsteinn Kjartansson að endingu. kgk „Kjötborðið eitt það dýrmætasta sem verslunin hefur“ - segir Hafsteinn Kjartansson, kjötiðnaðarmaður í Einarsbúð Hafsteinn Kjartansson kjötiðnaðarmaður á bakvið kjöt- og fiskborðið í Einarsbúð á Akranesi. Hafsteinn er hér að úrbeina og fylla lambalæri.Brot af úrvalinu í kjöt- og fiskborðinu í Einarsbúð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.