Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2017, Blaðsíða 45

Skessuhorn - 27.09.2017, Blaðsíða 45
 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017 Matarauður 45 bannaðar. Nú eru þó teikn á lofti að skelfiskveiðar geti hafist á ný. Þá hefur vægi smábátaútgerðar verið meiri utar á nesinu og nær fengsælustu fiskimiðunum við odda þess, en áhersla á stærri skip meiri eftir því sem innar dregur og lengra frá miðum. Breiðafjörður hefur verið kallað- ur matarkista vegna fengsælla fiski- miða og fjölbreytni sjávarfangs. Á Reykhólum í Barðastrandasýslu hefur verið þörungavinnsla sem nýtist í matvælaiðnaði erlendis en nýverið hafa aðilar á Snæfellsnesi sýnt því áhuga á að hefja uppbygg- ingu slíkrar framleiðslu. Yst á Snæfellsnesi eru þrír byggðakjarnar: Ólafsvík, Rif og Hellissandur. Í Ólafsvík voru 496 árið 1900, 481 árið 1950 og 988 árið 2000. Í Rifi hefur Hagstofan eng- ar tölur fyrr en 1997 en þá bjuggu þar 150 og 148 árið 2000. Á Hell- issandi hefur Hagstofan fyrst tölur frá 1904 og þá bjuggu þar 186, 329 árið 1950 og 413 árið 2000. Grundarfjarðarbær er yngsta þéttbýli á Snæfellsnesi. Upp úr miðri 20. öld færðist mikill kraftur í uppbyggingu bæjarins. Árið 1950 voru íbúar þar 219 talsins, en tutt- ugu árum síðar var íbúafjöldinn kominn upp í 599 og 952 árið 2000. Burðarásar atvinnulífsins hafa að öðrum ólöstuðum verið Guð- mundur Runólfsson og Soffanías Cecilsson sem báðir hafa stundað blandaða útgerð í botnfisk- og flat- fisktegundum. All nokkur skelfisk- vinnsla var í Grundarfirði en liggur nú niðri. Nýlega keypti Fisk-Sea- food á Sauðárkróki starfsemi Soff- aníasar Cecilssonar og hyggst reka í óbreyttri mynd. Í Stykkishólmi hefur verslun ver- ið stunduð frá fornu fari. Þar ráku danskir kaupmenn verslun lengi vel. Um síðustu aldamót, árið 1901, voru íbúar þar 363, 843 1950 og 1.229 árið 2000. Í Stykkishólmi hefur Sigurður Ágústsson verið umsvifamikill í sjávarútvegi. Starf- semi þess fyrirtækis má rekja til árs- ins 1933 þegar Sigurður Ágústsson keypti þrotabú Tangs og Riis, síð- ustu leifar danskrar selstöðuversl- unar á Íslandi. Þó Sigurður Ágústs- son hafi aðallega verið í skelfisk- vinnslu fyrir nokkrum árum er fyr- irtækið núna í saltfiskframleiðslu, kavíarframleiðslu og reyktum fiski að auki. Þórsnes er annað stórt fiskverkunarfyrirtæki þar. Skipa- vík skipasmíðastöð er rekstur sem byggðist upp í skjóli öflugs sjávar- útvegs og hefur verið rekin í marga áratugi í Stykkishólmi. Í Stykkis- hólmi var mest unnið úr rétt rúm- lega 14.000 tonnum af hráefni úr sjó árið 1983. Síðan hefur þetta minnkað nokkuð jafnt og þétt og árið 2002 var unnið úr tæplega 6.700 tonnum. Það ár komu rúm- lega 7.500 tonn að landi í Stykkis- hólmshöfn. Á sunnanverðu Snæfellsnesi hef- ur hefðbundinn landbúnaður ver- ið stærsta atvinnugreinin. Núna allra síðustu árin hefur ferðaþjón- usta verið að byggjast upp og efl- ast – því meira eftir því sem utar dregur og nær Þjóðgarðinum Snæ- fellsjökli. Þar er ekki mikil útgerð eða fiskiðnaður, þó einna helst á Arnarstapa. Í Kolbeinsstaða, Eyja- og Miklaholtshreppi er stundað- ur hefðbundinn landbúnaður sem hefur dregist saman á undanförn- um áratugum líkt og annars staðar á landinu. Einn aðili hefur verið í úrvinnslu sjávarfangs með þurrk- un sjávarafurða og hyggur á úr- vinnslu þörunga. Á svæðinu hefur vottuðu eldhúsi í Breiðabliki verið komið upp í þeim tilgangi að efla framleiðslu í anda „beint frá býli“ og hafa heimamenn verið að prófa sig áfram. Undir þeim merkjum er starfræktur sveitamarkaðurinn Bú- sæld. Á Snæfellsnesi eru margir í fram- leiðslu á matvælum á smáum stíl. Þar má nefna hákarlverkun, harð- fisk, reyktan makríl, niðursoðna þorsklifur, kræklingaeldi, ígulkerja- vinnsla, sæbjúgu og beitukóng. Dalir Búðardalur er þéttbýli Dalanna og er ungt í þeim skilningi að það byggðist upp á 20. öld. Íbúar voru 44 árið 1930, 99 árið 1960, 202 árið 1970, 292 árið 1990 og 259 árið 2000. Búðardalur byggðist fyrst upp sem þjónustukjarni við landbún- að en í dag er einnig farið að bera allnokkuð á ferðaþjónustu. Í frum- vinnslugreinum sem reknar hafa verið þar má helst nefna mjólkurbú og sláturhús. Stærsta fyrirtækið og þar með stærsti vinnuveitandi stað- arins er Mjólkurstöðin, en þar hef- ur tekist vel til með framleiðslu á margs konar vörum, sérstaklega ost- um sem fara til dreifingar á lands- vísu. Þá hefur starfsemin á Erps- stöðum vakið verðskuldaða athygli fyrir afurðir sínar þar sem lagt er mikið upp úr gæðum og ferskleika. Þetta er ís, skyr og rjómi. Þá þykir einnig hafa náðst verulegur árang- ur í framleiðslu á lambakjöti að Ytri- Fagradal sem alið er m.a. á villtri hvönn. Úrvinnsla á fiski hefur ver- ið stunduð í sláturhúsinu í Búðardal, starfsemi sem hefur verið að þró- ast og tengist annars vegar laxeld- inu á sunnanverðum Vestfjörðum og bættum samgöngum til Hólma- víkur. Verslun hefur verið rekin um langt árabil í Búðardal. Nýleg smá- bátahöfn er í Búðardal og með nýj- um vegi yfir Bröttubrekku sem tek- inn var í notkun árið 2003 og vegi yfir Þröskulda hafa opnast bæði ný tækifæri og af honum stafa jafnframt ógnanir. Ný og erfiðari staða í sauð- fjárrækt er stór ógn við matvæla- framleiðslu í Dölunum en þeir hafa lengi verið sterkir í þeirri grein. Lokaorð Vaxandi gróska hefur verið á öllu Vesturlandi varðandi nýjungar í matvælaframleiðslu á öllum svið- um, hjálpast þar að aukinn ferða- mannastraumur um svæðið og tækifæri sem skapast samhliða hon- um í fjölgun veitingastaða og mark- aðssetningar á sérstöðu, matvæla framleiddum í heimabyggð. Í þessu sambandi má nefna salatræktun á gróðrarstöðinni Lágafelli við Vega- mót á Snæfellsnesi, þróun á lífræn- um vörum hjá Kaju á Akranesi og þróunarstarfi hjá „Hinu blómlega búi“ í Borgarfirði. Allt hefur þetta jákvæðar víxlverkanir þar sem t.d. vöxtur í ferðaþjónustu skapar tæki- færi í aukinni framleiðslu á matvæl- um í héraði sem vonandi leiðir til markaðssetningar á landsvísu og jafnvel útflutnings. En stóru fram- leiðendurnir, þá aðallega í sjávar- útvegi, bera höfuð og herðar yfir þróunarstarf, verðmæta- og at- vinnusköpun á svæðinu og fyrirséð að þannig verði það áfram og góð blanda af smærri og stærri fyrir- tækjum kallar einfaldlega á öflugra þróunarstarfs og meiri grósku í at- vinnugreininni. Vífill Karlsson og Ólafur Sveinsson Höf. starfa við atvinnuþróun og rannsóknir hjá Samtökum sveitar- félaga á Vesturlandi. „Hingað getur fólk á Vesturlandi komið með sínar vörur í sölu,“ segir Sigurbjörg Kristmundsdóttir verslunarstjóri í Ljómalind í Borg- arnesi um fyrirkomulag verslun- arinnar. „Einu kröfurnar sem við setjum eru að þeir sem vilja selja vöru hjá okkur búi á Vesturlandi og að vörurnar séu vel unnar úr góðu hráefni. Helst viljum við að vörurnar séu unnar úr náttúruleg- um efnum, ekki gerviefnum,“ segir Sigurbjörg og bætir því við að allt- af sé pláss fyrir fleiri framleiðend- ur í versluninni. „Við gerum eng- ar kröfur á framleiðendur að skila ákveðnu magni af sinni vöru. Fólk gæti þess vegna komið með eina vöru í sölu og svo aldrei meira,“ segir Sigurbjörg og bætir því við að allar vörur fara í gegnum mats- nefnd þar sem gengið er úr skugga um að þær uppfylli kröfur. Fjölbreytt vöruúrval Í Ljómalind er mjög fjölbreytt vöruúrval, bæði af matvöru og handverki. „Vöruúrvalið er oft breytilegt, það fer bæði eftir því hverjir eru með vörur í sölu hverju sinni og svo spilar árstíminn inní,“ segir Sigurbjörg. Þegar litið er yfir verslunina er gríðarlega mikið af fallegu handverki þar að finna og mikið úrval af matvöru. „Við erum mikið með glerverk, keramik, skart, prjónavörur, kjöt, mjólkur- vörur, grænmeti, melónur, sultur og svona mætti lengi telja. Þetta er mjög fjölbreytt, sem gerir versl- unina svo áhugaverða. Ferðamenn hafa mjög gaman af því að versla hjá okkur en heimamenn og ís- lenskir ferðamenn eru líka dugleg- ir að koma. Það er t.d. gaman að segja frá því að margir heimamenn versla alltaf ákveðnar matvörur hjá okkur,“ segir Sigurbjörg. „Þú sérð það að við erum með umboðssölu fyrir um 60-70 framleiðendur og allir eru þeir með vörur sem eru á einhvern hátt einstakar hjá okkur og úrvalið því fjölbreytt eftir því,“ bætir hún við. Opna matarsmiðju Eigendur og starfsmenn Ljóma- lindar hafa í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi unn- ið að opnun matarsmiðju í Borg- arnesi, þ.e. eldhús sem stenst allar kröfur Matvælastofnunar um fram- leiðslu á matvælum. „Smiðjan á að verða aðstaða fyrir frumkvöðla á Vesturlandi þar sem þeir geta unn- ið að vöruþróun og smáframleiðslu. Vörurnar verða að vera matvæli eða skyldar vörur. Markmið verkefnis- ins er að leggja grunn að aðstöðu til smáframleiðslu, tilrauna fyrir frum- kvöðla í matvælavinnslu og tengdri starfsemi, skapa umhverfi sem örv- ar hugmyndir íbúa á svæðinu og aðstoðar frumkvöðla og smáfram- leiðendur að þróa sín viðfangsefni,“ segir Sigurbjörg að endingu. arg Matarsmiðja verður opnuð í Ljómalind Sigurbjörg Kristmundsdóttir verslunarstjóri í Ljómalind. Mikið og fjölbreytt vöruúrval er að finna í versluninni Ljómalind í Borgarnesi. Þrátt fyrir tímabundið bakslag í afkomu sauðfjárbænda í haust er greinin ennþá kjölfesta í búsetu margra í landshlutanum. Ljósm. úr safni/sm. Fyrirtækið Ísfiskur í Kópavogi keypti nýverið bolfiskvinnsluhús HB Granda á Akranesi og hyggst nýta sér húsa- og tækjakost sem þar er til fiskvinnslu og hefja vinnslu eftir næstu áramót. Ljósm. úr safni Skessuhorns/mm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.