Skessuhorn - 27.09.2017, Blaðsíða 60
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 201760
Vörur og þjónusta
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
www.skessuhorn.is
Þjónustuauglýsingar
Skessuhorns
Auglýsingasími:
433 5500
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmar 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Sprautu- og bifreiðaverkstæði
Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is
Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti
Þjónustum öll tryggingafélög
Borgarness
Pennagrein
Pennagrein Pennagrein
Nú er komið haust.
Það kólnar í lofti, haustlægðirnar
koma yfir landið hver á fætur ann-
arri, gróðurinn tekur á sig sinn fal-
lega lit sem einkennir árstíðina og
börnin fara aftur í skólann sinn. Já
og svo eru auðvitað líka kosningar.
Þegar ganga á til kosninga í þriðja
sinn á aðeins fimm árum hlýtur að
vera kominn tími til þess að staldra
aðeins við og velta vöngum. Af
hverju stafar þessi óstöðugleiki í
stjórnmálunum?
Enn á ný hefur almenningur ris-
ið upp og látið í sér heyra og skila-
boðin eru skýr. Við viljum breyta
stjórnmálamenningunni. Við viljum
betri vinnubrögð í stjórnmálunum,
meira gagnsæi í stjórnsýslunni og
við gerum þá kröfu að stjórnmála-
menn starfi með hag almennings að
leiðarljósi. Þjóðin á skilið að stjórn-
málamenn starfi af heilum hug að
því að byggja brú á milli hennar og
stjórnmálanna, að stjórnmálamenn
vinni af heilum hug að því að auka
traust hennar til Alþingis.
Að skipta út stjórnmálamönnum
eða stjórnmálaflokkum mun ekki
breyta miklu nema grunngildum
stjórnmálanna sé breytt, stjórnmála-
menningunni sé breytt. Allir flokk-
ar gefa fögur loforð í aðdraganda
kosninga og flestir gera það af góð-
um hug og vilja til þess að bæta sam-
félagið. Þegar á hólminn er komið
og flokkar jafnvel komnir í ríkis-
stjórn virðist oftar en ekki illmögu-
legt að standa við gefin loforð ým-
ist vegna „pólitísks ómöguleika“ eða
einhverrar kerfislægrar tregðu.
Það ætti að vera krafa að stjórn-
málamenn standi við gefin loforð. Ef
það er ekki gert þá ætti almenning-
ur að hafa óskoraðan rétt til þess að
vera upplýstur um af hverju það er
ekki hægt. Gagnsæi er lykilatriðið.
Það þarf að eyða
þeirri kerfislægu
hneigð stjórnvalda
að leyna upplýs-
ingum fyrir almenningi til þess að
vernda eigin hagsmuni. Alþingis-
menn starfa í umboði þjóðarinnar
og því skal aldrei gleyma.
Í framtíðinni munu stjórnmál og
stjórnsýsla vera gagnsæ og allar upp-
lýsingar og gögn í fórum stjórnvalda
munu vera tiltæk án undandráttar.
Almenningur mun hafa tryggan að-
gang að öllum gögnum sem opin-
berir aðilar safna eða sýsla með.
Til þess að stuðla að þessari fram-
tíð vil ég hvetja alla kjósendur, sér-
staklega ungt fólk, til þess að taka
framtíð sína í eigin hendur og nýta
kosningarétt sinn.
Eva Pandora Baldursdóttir
Höf. er alþingismaður Pírata í
Norðvesturkjördæmi.
Óður til kosninga
Það var athyglisvert að fylgjast með
framgöngu Lilju Rafneyjar, þing-
manns Vinstri grænna, á borgara-
fundi sem haldinn var í Ísafjarð-
arbæ á dögunum undir yfirskriftinni
„fólk í fyrirrúmi“. Þar tók hún m.a.
til umræðu að leyfa skyldi eldi á frjó-
um norskum laxi í Ísafjarðardjúpi hið
fyrsta og að náttúran skyldi fá að njóta
vafans. Samt veit þingmaðurinn að sá
vafi leyfir ekki laxeldið, þar sem fyr-
ir liggur áhættumat Hafrannsókna-
stofnar. Þar er varað við að slíkt eldi
muni vafalaust stefna villtum laxa-
stofnum í ám á svæðinu í hættu. Þrátt
fyrir þetta krafðist þingmaðurinn þess
að leyfi til laxeldis yrði veitt hið snar-
asta og virtist þarna alveg hafa gleymt
pólitískum uppruna sínum.
Það er liðin tíð að stjórmálamenn
í atkvæðaleit geti hagað sér eins og
umskiptingar eftir því við hverja þeir
tala hverju sinni. Það var því óheppi-
legt fyrir þing-
manninn að fund-
inum var streymt í
beinni útsendingu
og því ómar krafa
hennar um frjóan lax í sjókvíum um
allt Norðvesturkjördæmi. Því ekki
má gleyma að aðrir hagsmunahóp-
ar búa í kjördæminu. Þar er að finna
verðmætustu laxveiðiár á Íslandi og
atvinnuhagsmuni þeim tengda sem
þingmaðurinn virðist nú engu skeyta
um. VG hefur hingað til gefið sig út
fyrir að vera sá stjórnmálaflokkur sem
stendur næst náttúrvernd í íslenskum
stjórnmálum. Það á bersýnilega ekki
lengur við, allavega ekki í Norðvest-
urkjördæmi.
Þórarinn Halldór Óðinsson.
Höfundur er formaður Egils, félags
ungra Sjálfstæðismanna í Mýrasýslu.
Bara Vinstri, ekki Græn
20% fólks á aldrinum 40 til 60 ára er
heyrnarskert og margir gera sér ekki
grein fyrir því og halda að sá vandi
sem þeir verða varir við stafi af ein-
hverju öðru. Sá sem hefur grun um
að hann sé ef til vill með heyrnar-
skerðingu þarf fyrst að fara í heyrn-
argreiningu og ef grunurinn reynist
réttur þá er ráðlagt að fá heyrnartæki
til reynslu. Gott er að hafa einhvern
nákomin með sér því ef aðstandend-
ur skilja vel hvers sé að vænta geng-
ur betur að venjast tækjunum.
Um leið og heyrnartæki eru sett
upp þarf maður að læra að heyra á
ný. Heilinn fær boð um ný hljóð
sem hann hefur ekki fengið í lang-
an tíma. Fyrir marga hefst aðlögun-
artími sem krefst þjálfunar. Í fyrstu
finnst manni sum hljóð hávær og
þreytandi. Það er mjög eðlilegt.
Heilinn vinnur á fullu við að greina
hljóðin. Með þolinmæði og jákvæðu
hugarfari næst fljótt árangur og tæk-
in verða ómissandi.
Heyrnin skerðist venjulega á
löngum tíma og maður er oftast
nokkur ár að sætta sig við að hún hafi
dofnað og að það þurfi að gera eitt-
hvað í því. Samkvæmt þessu hefur
maður smám saman sætt sig við að
lifa í fábreyttari hljóðheimi. Maður
heyrði t.d. ekki tif í úri, skrjáf í dag-
blaði, glamur í borðbúnaði, nún-
ingshljóð í fötum, fótatak, hvin frá
bílvél, fuglasöng eða þyt í laufi.
Að venjast mismunandi
hljóðumhverfi
Maður venst heyrnartækjunum fljót-
ar að vera með þau heima heldur en
í meira krefjandi hljóðumhverfi, svo
sem í vinnunni eða á mannamót-
um. Þessar aðstæður geta tekið á og
maður getur þurft að leggja töluvert
á sig í upphafi. Ef eftirfarandi leið-
beiningum er fylgt næst fljótlega ár-
angur.
Ef hávaði er í umhverfinu á að
snúa baki í mesta hávaðann.
Í miklu skvaldri, s.s. á veitingastað
er best að sitja sem næst viðmælanda
og andspænis honum, þá gengur
samtalið vel.
Sitja á tvo til þrjá metra fá sjón-
varpinu og hljóðstyrkur þess á að
vera hæfilegur fyrir þá sem hafa fulla
heyrn. Velja á fjarlægð frá sjónvarp-
inu eða breyta styrkstilli á heyrnar-
tækjunum þannig að hljóðið sé nota-
legt. Það sama gildir um útvarp. Því
nær sem er setið þeim mun betur
heyrist og umhverfishljóðin trufla
minna.
Það sem nýjir heyrnartækjanot-
endur spyrja oftast um:
Munu heyrnartæki endurnýja
heyrnina?
Heyrnartæki hjálpa upp á heyrnina
og bæta hana en þau geta ekki end-
urnýjað hana fullkomlega. Algeng-
asta heyrnartap stafar af skemmd á
örfínum skynhárum í innra eyranu.
Þessi skemmd er ólæknandi eins og
er.
Hversu langan tíma tekur að
venjast heyrnartækjum?
Sá sem hefur verið heyrnarskertur
í mörg ár án þess að nota heyrnar-
tæki þarf að fara í gegnum endur-
hæfingu sem fellst í því að þekkja
á ný hljóð sem eru gleymd. Það er
mjög mismunandi hversu langan
tíma endurhæfingin tekur. Í hrein-
skilni sagt getur hún verið erfið en
í flestum tilvikum er hún mjög auð-
veld. Mikilvægt er að fara eftir því
sem heyrnarfræðingurinn ráðlegg-
ur og hafa í hug að um er að ræða
þjálfum sem á að skila árangri. Það
að ákveða að bæta heyrnina eykur
lífsgæði umtalsvert og jafnvel heils-
una.
Geta heyrnartæki skemmt
heyrnina?
Nei. Nútíma heyrnartæki vinna
þannig að þau draga úr mögnun
háværra hljóða þannig að hljóð
heyrast vel en ekki of hátt. Heyrn-
arfræðingur sníður virkni tækjanna
að þörfum þess sem notar þau.
Heyrnartæki virkja á ný heyrnar-
svæði heilans og við það eykst til
muna talskilningur.
Hversu lengi endast heyrnar-
tæki?
Venjulega er gert ráð fyrir að
heyrnartæki endist að meðaltali í 5
ár. Sum tæki geta enst lengur. Til
að lengja endingartíma tækjanna
er nauðsynlegt að fara eftir leið-
beiningum sem fylgja með þeim og
einnig ábendingum heyrnarfræð-
ings um daglega umhirðu.
Góð heyrn glæðir samskipti.
Þess má geta að rannsóknir sýna að
notkun heyrnartækja bætir félags-
og tilfinningalíf fólks og hæfni þess
til samskipta. Allar nánari upplýs-
ingar má finna á www.heyrn.is
Ellisif K. Björnsdóttir
heyrnarfræðingur
Að vera með heyrnartæki og njóta þeirra