Skessuhorn - 08.11.2017, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2017 9
Talsverðrar eftirvæntingar gætti á Akranesi að morgni síðasta
laugardags þegar verslanakeðjan Lindex hafði boðað opn-
un nýrrar verslunar. Um klukkan tíu um morguninn fór að
myndast röð framan við verslunina, enda hafði verið auglýst
að fimmtíu fyrstu viðskiptavinirnir fengju sérstakan glaðn-
ing og að auki yrðu allar vörur með sérstökum fimmtungsaf-
slætti. Þegar klukkan sló tólf var opnað og voru þá um hundr-
að manns í röðinni og eftir það tók að streyma að fleiri. Eft-
ir helgina höfðu 2500 manns heimsótt verslunina. Verslun
Lindex við Dalbraut 1 er áttunda verslun fyrirtækisins hér á
landi. Á höfuðborgarsvæðinu eru þær fimm auk verslunar í
Keflavík og á Akureyri.
„Við erum í skýjunum yfir þessum frábæru móttökum.
Þær fóru fram úr okkar björtustu vonum. Við erum gríð-
arlega þakklát hvernig til hefur tekist og hlökkum til fram-
haldsins hér á Vesturlandi,“ segir Lóa Dagbjört Kristjáns-
dóttir umboðsaðili Lindex á Íslandi.
Við opnun hverrar Lindex verslunar er veittur styrkur
að vali starfsfólks sem er ákveðið hlutfall af sölu við opnun
nýrrar verslunar. Að þessu sinni hlýtur Team Rynkeby styrk-
inn að upphæð 400 þúsund krónur og gengur hann óskertur
til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.
mm
Röð á rauðum dregli þegar ný verslun var opnuð
Röðin framan við verslunina skömmu áður en opnað var. Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristinsdóttir eru umboðs-
aðilar Lindex á Íslandi. Hér eru þau framan við nýju verslunina á
Akranesi.
Fimm mínútum eftir að opnað var má segja að verslunin hafi verið
full.
Hallfríður Jóna Jónsdóttir hárskeri og nú verslunarkona afgreiðir
hér viðskiptavin.
DJ Dóra sá um tónlistina á opnunardaginn.Prúðbúin gína.
Pantanir: veislur@vogv.is
hlegardur@hlegardur.is
Aðrar uppl. í síma: 431-4343
Dagsetingar í boði:
18.nóv – uppselt
24.nóv – laus sæti
2.des – laus sæti
9.des – uppselt
Forréttir
Tvær tegundir af síld · Grafinn lax
Reyktur lax · Sítrus og engifer mareneraður lax
Parmaskinka með melónum
Bláberja grafinn ærvöðvi
Grafinn gæsabringa · Villibráðarpaté
Volg lifrakæfa með sveppum, beikoni & lauk
Aðalréttir
Purusteik
Grillað lambalæri
Heilsteikt nautalund
Hamborgar hryggur (kalt)
Hangikjöt (kalt)
Súkkulaðikaka með rjóma · Ris ala mande
Epla og kanil crem brulle
MATSEÐILL
Jólahlaðborð á Gamla Kaupfélaginu og í Hlégarði
Dagsetingar í boði:
25. nóv - laus sæti
1.des - uppselt
8. des - uppselt
HÚSIN OPNA MEÐ FORDRYKK KL. 18:30 - BORÐHALD HEFST KL. 19:00 - VERÐ: 9.690 KR. Á MANN
Lifandi tónlist
Lifandi tónlist
Eftirréttir
HLÉGARÐUR