Skessuhorn


Skessuhorn - 08.11.2017, Qupperneq 12

Skessuhorn - 08.11.2017, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 201712 Út er komin skýrslan „Íbúakönn- un á Vesturland: staða og mikil- væg búsetuskilyrði.“ Hún er unnin af Vífli Karlssyni hagfræðingi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vestur- landi. Er þetta í fimmta sinn sem könnunin er framkvæmd, en hún hefur verið lögð fyrir á þriggja ára fresti. „Að þessu sinni gætir nokk- urra nýjunga í skýrslu íbúakönn- unarinnar. „Nú er í fyrsta skipti reynt að setja fram forgangslista fyrir þau verkefni sem vert er að vinna að á hverju svæði Vestur- lands fyrir sig, grundvallað á nið- urstöðum könnunarinnar,“ seg- ir í inngangi skýrslunnar, en hana er að finna í heild sinni á vefnum www.ssv.is undir liðnum útgáfa og tölfræði. Einnig eru þátttakendur í fyrsta sinn spurðir út í hamingjustig sitt og kemur í ljós að Vestlendingar eru heilt yfir hamingjusamir og enginn munur virðist við fyrstu skoðun vera á hamingju kynjanna. Hins vegar er hún breytileg eftir aldri, þar sem yngsti aldurshópur- inn (18-25 ára) er óhamingjusam- astur. Í því tilliti kom fram mark- tækur munur milli kynja; konur á aldrinum 25-34 ára og 45-54 ára voru almennt hamingjusamari en karlar á sama aldri. Þátttakendur könnunarinnar töldu almennt mjög gott eða frek- ar gott að búa á Vesturlandi. Um 95% íbúa á Akranesi og í Hval- firði voru þeirrar skoðunar, 90% á Snæfellsnesi, 84% í Borgarfirði og sama hlutfall í Dölum. Hlut- fall þeirra sem töldu almennt mjög gott eða frekar gott að búa á Vest- urlandi hækkaði á Akranesi og í Hvalfirði frá síðustu könnun árið 2013, stóð í stað á Snæfellsnesi en lækkaði annars staðar. Þættir tengdir vinnumarkaði batna Heilt yfir var mikil ánægja með friðsæld, nálægð við fjölbreytta náttúru, almennt öryggi, gott mannlíf og greiða umferð á Vest- urlandi. Þættir sem batna einna mest á milli kannana tengjast vinnumarkaðinum; atvinnuöryggi, úrvali atvinnu og möguleikar á stofnun fyrirtækja. Þá fylgja launa- tekjur og þættir sem tengjast vöru- verði, framfærslukostnaði og vöru- úrvali fast á eftir. Þeir þættir sem þátttakendur telja að hafi gefið mest eftir í gæðum eru íbúðir til sölu og vegakerfi. Í skýrslunni er fjallað um búsetu- skilyrði sem Vestlendingar telja að þurfi að lagast með því að skilja á milli landssvæða innan landshlut- ans. Er þá stuðst við svokallaða forgangsvísitölu. Á Akranesi og í Hvalfirði telja íbúar mest aðkall- andi að eftirfarandi þættir breytist til batnaðar, í þessari röð: Húsa- leigumarkaður, vegakerfi, launa- tekjur, framfærslukostnaður og möguleikar til afþreyingar. Í Borg- arfirði voru launatekjur, vegakerfi, leiguíbúðir, skipulagsmál og at- vinnuúrval helstu þættir sem bæta þyrfti. Á Snæfellsnesi voru leigu- íbúðir, vöruverð, heilsugæsla, at- vinnuúrval og vöruúrval efst á blaði. Í Dölum var það vöruverð sem þótti mest aðkallandi að bæta en næst á eftir var það vegakerfið, launatekjur, nettengingar og úrval atvinnu. Staða húsnæðismála frekar slæm Kaflanum um húsnæðismarkað Vesturlands er skipt í tvennt; hús- næði til leigu annars vegar og sölu hins vegar. Þegar litið er til leigu- húsnæðis er staðan slæm á sunn- anverðu Vesturlandi og hefur ekki verið jafn slæm frá upphafi mæl- inga árið 2004. Staðan fór versn- andi í aðdraganda hrunsins en lagaðist eftir það. Hún hefur síð- an versnað aftur allar götur síð- an 2010. Í norðanverðum lands- hlutanum er staðan sömuleiðis sú versta frá upphafi en hefur þró- ast með öðrum hætti en á sunn- anverðu Vesturlandi. Mikilvægi leiguhúsnæðis hefur ekki breyst mikið milli kannana. Hvað varðar húsnæði til sölu er staðan frekar slæm á Vesturlandi öllu en hefur þróast með mismun- andi hætti innan landshlutans. Á Akranesi og í Hvalfirði hefur stað- an farið úr því að vera mjög góð árið 2004, mun betri en annars staðar í landshlutanum, yfir í að vera nálægt því jafn slæm og ann- ars staðar á Vesturlandi. Á Borg- arfjarðarsvæðinu lagaðist staðan jafnt og þétt fram til ársins 2010 en hefur versnað síðan. Mikilvægi húsnæðis til sölu hefur ekki breyst mikið milli kannana. kgk Vestlendingar heilt yfir hamingjusamir Niðurstöður kunngjörðar úr nýrri íbúakönnun Vestlendingar eru heilt yfir hamingjusamir samkvæmt könnuninni Ljósm. úr safni/ sm. Heilt yfir var mikil ánægja með friðsæld og nálægð við fjölbreytta náttúru. Ljósm. úr safni. Á árlegum basar í Brákarhlíð í Borg- arnesi síðastliðinn laugardag var margt fallegra og nytsamra muna úr félagsstarfi íbúa boðið til sölu. Handverk af ýmsum toga en auk þess prjónavörur, skrautmunir og fleira. Meðal þess sem boðið var til sölu á basarnum voru tvíþumla belg- vettlingar. Slíkir vettlingar voru al- gengir fyrr á tíð en þeir eru þeim eig- inleikum gæddir að hægt er að snúa þeim við. Auka þumall er á handar- bakinu og hægt að bregða honum innfyrir til að fela hann ef vill. Þess- ir vettlingar nýttust því lengur en þeir sem prjónaðir voru með einum þumli. Guðný Baldvinsdóttir sem kennd er við Grenja prjónar þessa vettlinga og slær lítið af við prjóna- skapinn þrátt fyrir aldurinn, en hún varð 103 ára í apríl síðastliðnum. Guðný var sjálf mætt á basarinn og í vöfflukaffi og heilsaði upp á gesti og gangandi. Í spjalli við blaða- mann sagðist hún bara býsna hress miðað við aldur. Hún væri þó aðeins farin að gleyma. Guðný flutti ekki á Brákarhlíð fyrr en um tíræðisaldur- inn og segist finna fyrir því að heils- unni hraki aðeins með því að hafa minna fyrir stafni en meðan hún bjó ein í húsinu sínu við Böðvarsgötu. Þá fór hún daglega út í gönguferðir og sá alfarið um sig ein og óstudd. Lengi vel gekk hún daglega upp í Brákarhlíð og heilsaði upp á vin sinn Friðjón frá Helgastöðum og las fyrir hann. Hún kveðst ekki hafa undan neinu að kvarta og segir starfsfólk- ið í Brákarhlíð elskulegt. Henni líði því vel. Aðspurð segist hún hafa lát- ið heldur færri vettlingapör á basar- inn að þessu sinni. Pörin hafi verið 26 í fyrra en 15 nú. „Vonandi selst þetta og nýtist einhverjum. Þetta eru allavega hlýir vettlingar og það getur komið sér vel,“ sagði Guðný Baldvinsdóttir. mm Slær ekki af við prjónaskapinn Feðginin Davíð Árnason og dætur hans Unnur og Elín bregða á leik. Hér er Ragnheiður Kristófersdóttir frá Gilsbakka að skoða vettlingana og ræðir við Guðnýju frá Grenjum.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.