Skessuhorn - 08.11.2017, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2017 13
Minnum á óbreyttan skilafrest auglýsinga
Auglýsingar í Skessuhorn þurfa að berast í síðasta lagi á hádegi á
þriðjudögum á netfangið auglysingar@skessuhorn.is.
Auglýsendum er einnig bent á heimasíðuna
www.skessuhorn.is þar sem boðið er
upp á helstu stærðir vefborða.
Nánari upplýsingar í síma 433-5500.
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | VR.IS
VR óskar eftir
orlofshúsum
VR óskar eftir vönduðum sumar húsum
eða orlofsíbúðum á leigu til framleigu
fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir
húsnæði á lands byggðinni fyrir næsta
sumar.
Áhugasamir sendi upplýsingar á
vr@vr.is fyrir 20. nóvember 2017.
Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir
og lýsing á umhverfi fylgi með.
Öllum tilboðum verður svarað.
Eftirfarandi upplýsingar
þurfa að fylgja tilboði:
- Lýsing á eign og því
sem henni fylgir
- Ástand íbúðar og
staðsetning
- Stærð, fjöldi svefnplássa
og byggingarár
- Lýsing á möguleikum til
útivistar og afþreyingar
í næsta nágrenni
Hryllingsmyndahátíðin Frostbiter
verður haldin í annað sinn í Bíó-
höllinni á Akranesi helgina 10.-12.
nóvember. „Það var mjög góð
stemning í fyrra,“ segir Ársæll Rafn
Erlingsson, hátíðarstjóri í sam-
tali við Skessuhorn. Von er á fjölda
gesta á hátíðina í ár, bæði erlendum
og íslenskum. Alls verða fjörutíu
stuttmyndir sýndar á hátíðinni að
þessu sinni, þar af eru fimmtán ís-
lenskar og tuttugu og fimm erlend-
ar. Frítt er inn á alla viðburði há-
tíðarinnar. „Við fengum styrk frá
Menningarráði Vesturlands til að
gera þetta mögulegt,“ segir Ársæll
og bætir við að styrkurinn hafi ver-
ið hækkaður töluvert síðan í fyrra.
Hann vonast til að Vestlendingar
kíki við á hátíðinni þar sem frítt er
inn á viðburðina. „Við viljum gefa
svolítið til baka því það hafa allir
verið svo hjálplegir og tilbúnir að
gefa af sér.“
Ársæll og konan hans, Lovísa
Halldórsdóttir, standa fyrir hátíð-
inni í sameiningu. Þau eru bæði út-
skrifuð úr Kvikmyndaskóla Íslands.
„Við vorum í forvalsnefnd fyrir há-
tíðina og horfðum á um 250 stutt-
myndir og völdum úr þeim þessar
fjörutíu sem verða í sýningu á há-
tíðinni.“ Ársæll segir að Lovísa hafi
alltaf haft mikinn áhuga á hryll-
ingsmyndum og þaðan komi hug-
myndin. Hann hafi aftur á móti
þróað seinna með sér áhugann. Þau
fundu fyrir því að það vantaði vett-
vang til að sýna hryllingsmyndir
og ákváðu því að skapa hann sjálf.
„Við vorum með þrjár stuttmyndir
á hátíðinni í fyrra,“ segir Ársæll.
Áhugi á hryllingmyndum hef-
ur aukist mikið á síðustu árum.
„Það er svona vakning í þessu inn-
an Kvikmyndaskólans. Þegar við
byrjuðum fyrir tveimur eða þrem-
ur árum var minna um hryllings-
myndir. Við erum með myrkrið
og þjóðsögurnar, það vantaði bara
vettvanginn.“
Hátíðin verður sett á föstudags-
kvöldinu 10. nóvember í Bíóhöll-
inni á Akranesi með sýningu á
myndinni The Circle sem er bresk
hrollvekja með íslensku leikkon-
unni Sesselju Ólafsdóttur í aðal-
hlutverki. Sesselja og Peter Cal-
low, leikstóri myndarinnar, svara
spurningum áhorfenda að lok-
inni sýningu. Húsið verður opnað
klukkan sjö en sýning myndarinnar
hefst klukkan átta. Eftir sýninguna
verður hryllings pub quiz í Dular-
fullu búðinni við Skólabraut.
klj
Hryllingsmyndahátið á
Akranesi um næstu helgi
Gestir á hátíðinni í fyrra fylgjast spenntir með framvindu einnar stuttmyndar-
innar.
Dagskrá hátíðarinnar í ár.
Bluetooth
heyrnarhlífar
við vinnuna
Heyrnarhlífar með útvarpi og
bluetooth tengingu við síma.
Hafðu samband.
Við veitum þér faglega aðstoð.
•PÁSKATILBOЕ
Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is