Skessuhorn - 08.11.2017, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 201716
„Þegar við komum í febrúar þá
hafði gert mikla snjókomu og all-
ir vegir voru lokaðir. Það var um
það bil tveggja feta snjóþekja yfir
öllu saman. Mjög fallegt um að lit-
ast en kom aðeins flatt upp á okk-
ur,“ segja Rachel Stroud og Niall
Tierny í samtali við Skessuhorn.
Niall er Íri en Rachel er ensk og
bæði starfa þau sem fuglafræðing-
ar. Síðan í febrúar hafa þau dvalið
á Hvanneyri og unnið að heildarút-
tekt á fuglalífi friðlandsins í Anda-
kíl. Hlutu þau styrk til rannsókn-
arinnar úr Náttúruverndarsjóði
Pálma Jónssonar og Landbúnað-
arháskóli Íslands útvegaði þeim
húsnæði. Skessuhorn hitti Rachel
og Niall að máli á heimili þeirra á
Íslandi, sem er lítil íbúð á Hvann-
eyri, og ræddi við þau um rann-
sóknina, fuglana og þau sjálf.
Heildarúttekt á fugla-
lífinu í Andakíl
„Við höfðum komið til Íslands
áður í fríum, bæði saman og sitt í
hvoru lagi og líkaði alltaf vel. Fyr-
ir nokkru síðan vorum við að leita
að tilbreytingu í starfi og skrifuð-
um meðal annars Landbúnaðarhá-
skólanum hér og fundum í sam-
starfi við skólann verkefni sem væri
gagn að hér og okkur þætti áhuga-
vert að vinna,“ segir Niall. „Í stuttu
máli snýst verkefnið um að rann-
saka og fylgjast með fuglalífinu í
friðlandinu við Andakíl í eitt ár. Við
fylgjumst með og skrásetjum hvaða
fuglar koma hingað að vori, hvaða
tegundir koma við og líka hvaða
fuglar dvelja hér sumarlangt til að
fjölga sér og síðan hvaða fuglar
snúa aftur frá norðlægari slóðum að
hausti,“ útskýrir Rachel. „Á þessum
tíma ársins fylgjumst við síðan með
brottför nær allra fuglanna, þeir eru
mjög fáir eftir. Við vildum geta lýst
og skrásett fuglalífið allt árið um
kring,“ bætir hún við. „Þetta er að
sumu leyti eins og að gera vörutaln-
ingu í búð,“ segir Niall og brosir.
„Það er verið að afla með skipu-
lögðum hætti upplýsinga um hvaða
fuglar eru hér á þessu svæði allt
árið um kring. Í framtíðinni verð-
ur hægt að nýta okkar rannsókn til
samanburðar, ef einhverjum skyldi
detta í hug að rannsaka fuglalífið
á þessu svæði í framtíðinni,“ bætir
hann við, en athugun sem þessi hef-
ur ekki verið gerð áður í Andakíl.
Alltaf haft áhuga á
fuglum
Það þarf ekki að ræða lengi við Ni-
all og Rachel til að merkja að þau
hafa virkilega ástríðu fyrir sínu
fagi. Þegar fuglar eru til umræðu
læðist ánægjubros yfir andlit þeirra
og vilja glöð tala um hvaðeina sem
tengist dýrunum. En hvað varð til
þess að þau lögðu fuglafræðina fyr-
ir sig? „Fuglafræðin er mér nánast
í blóð borin,“ segir Rachel. „Fað-
ir minn er fuglafræðingur og þegar
ég fór í frí með fjölskyldunni sem
barn þá var hann alltaf að benda
okkur á hinar og þessar tegund-
ir og fræða okkur. Ég gat líklega
ekki komist hjá því að leggja þetta
fyrir mig. Mér finnst það frábært
því ég hef mikla ánægju af því sem
við gerum og ber mikla virðingu
fyrir starfi föður míns,“ bætir hún
við. Niall kveðst sömuleiðis hafa
haft dálæti á fuglum alla tíð. „Sem
barn hafði ég alltaf mikinn áhuga
á fuglum en ég man ekki eftir því
að neinn í fjölskyldunni hafi deilt
þeim áhuga. Einhvern tímann fékk
ég fuglabók að gjöf og í gegnum
alla mína skólagöngu var ég mjög
áhugasamur um náttúruna og um-
hverfið, en aðallega fuglana,“ seg-
ir hann. Hefðu þau ekki lagt fag-
ið fyrir sig eru þau fullviss um að
bæði væru þau miklir fuglaáhuga-
menn í dag. „Fuglaskoðun er mjög
þægilegt áhugamál. Fuglar eru svo
aðgengilegir, þeir eru alls staðar.
Hvar sem er í heiminum er hægt
að fara út og fylgjast með fuglun-
um,“ segir Niall.
Gott að starfa
úti og inni
Því varð úr að þau lærðu bæði til
fuglafræðings og hafa starfað sem
slíkir um nokkurt skeið. Bera þau
starfi fuglafræðings vel söguna þó
það sé ekki alveg eins og þau höfðu
ímyndað sér í upphafi. „Starfsferill
okkar beggja hefur fram til þessa
snúist að mestu um að gera mæl-
ingar og þess háttar vinnu. Fyrstu
árin eftir að ég útskrifaðist vann
ég nær eingöngu með gögn, að-
stoðaði þá sem söfnuðu gögnum
á vettvangi við að halda utan um
þau og vinna úr þeim. Mér fannst
því mjög gott að komast aftur út í
vettvangsrannsóknir, sem eru stór
hluti af rannsókn okkar hér,“ seg-
ir Rachel. „Ég held að draumurinn
sé alltaf, hjá fólki eins og okkur, að
vera ekki á skrifstofunni 40 klukku-
stundir á viku heldur viljum við
gegna starfi þar sem við fáum að
fara út. Maður heldur að þetta feli
í sér að geta verið úti allan tímann
í góðu veðri að fylgjast með falleg-
um tegundum í fögru umhverfi,
en raunveruleikinn er allt annar.
Maður ver um það bil þriðjungi
tímans við vettvangsrannsóknir og
afgangurinn er við tölvu að vinna
úr gögnunum,“ segir Niall. Hann
segir rannsóknina í Andakíl í raun
dæmigerða fyrir starf fuglafræð-
ings sem vinnur bæði á vettvangi
og við úrvinnslu gagna. „Þegar við
vinnum á vettvangi skiptum við
svæðinu upp í hluta, teljum alla
fuglana og skrásetjum. Það tekur
kannski klukkutíma eða tvo og síð-
an færum við okkur í næsta hluta
svæðisins. Að því loknu snúum við
aftur á skrifstofuna þar sem hver
einasti fugl sem skráður hefur ver-
ið þarf að fara inn í gagnagrunn-
inn. Síðan þarf að fara yfir gögn-
in, kanna hver heildarfjöldi fugla
er og að lokum þarf alltaf að skila
skýrslu um rannsóknina. Þannig
er ferlið í stuttu máli,“ segir Niall.
„Mann dreymir alltaf um að verja
öllum sínum tíma á vettvangi en í
raun má maður vera þakklátur fyr-
ir að fá þó allavega hluta vinnu-
dagsins utandyra,“ segir hann og
brosir.
„Andakíll er
einstakur staður“
Fuglafræðingarnir hafa orð á því
að þeim þyki mikið til friðlandsins
í Andakíl koma. „Andakíll er ein-
stakur staður. Hér eru 63 fugla-
tegundir sem við höfum skráð það
sem af er ári,“ segir Rachel. „Það
er töluvert mikið. Samanbor-
ið við önnur lönd eru tiltölulega
fáar tegundir á Íslandi, einfaldlega
vegna þess að það er eyja og langt
frá öðrum löndum. Þrátt fyrir það
eru stofnar flestra fugla sem hér
hafast við frekar stórir,“ segir Ni-
all. Þá segja þau fjölbreytni svæð-
isins afar mikla. „Í friðlandi Anda-
kíls, sem er um tvö þúsund hektar-
ar að stærð, er mikil flóra og það er
vegna þess að innan friðlandsins er
að finna mörg og mismunandi bú-
svæði; árósinn, ræktað land, gras-
lendi, votlendi, grófari heiðarlönd
og fleira. Fjölbreytni búsvæða ger-
ir það að verkum að hér er að finna
mjög fjölbreyttar fuglategundir,“
segir hann. „Í Andakíl er því mjög
mikil fjölbreytni á tiltölulega smáu
svæði,“ bætir Rachel við. „Það hef-
ur líka verið mjög gaman að rekast
á fugla sem við höfum merkt ann-
ars staðar hér í Andakíl. Núna höf-
um við séð fugla sem við merktum
sjálf í þremur löndum; Grænlandi,
Ísland og Bretlandi, sömu einstak-
lingana. Það er mjög skemmti-
legt,“ segja þau.
Fuglar og menn á
förum
Um þessar mundir hefur fjöl-
breytnin í fuglalífinu þó minnkað,
einfaldlega vegna árstíðarinnar.
„Núna eru flestir fuglarnir farnir
og tegundin sem við höfum hvað
mestan áhuga á, blesgæsin, er far-
in síðan um síðustu helgi. Fram-
undan er því minni vettvangsvinna
en verið hefur því tegundirnar eru
mikið til horfnar á braut,“ seg-
ir Niall. „En það verður meira
en nóg að gera hjá okkur við að
vinna úr rannsókninni í vetur. Það
eru stífar vikur framundan við að
vinna úr gögnum, skrifa skýrslur
og kynna niðurstöðurnar,“ bætir
Rachel við og brosir.
Árstíðabreytingin boðar líka
breytingu fyrir Niall og Rachel.
Þau halda af landi brott í endað-
an nóvember. Aðspurð segjast þau
ekki vita hvað tekur við. Eftir að
þau skili af sér skýrslum um rann-
sóknina í Andakíl muni þau leita
sér að næsta verkefni. „Við förum
annað hvort til Írlands, þaðan sem
ég er, eða til Englands á heima-
slóðir Rachel. Það er ekki einu
sinni ákveðið. Við höfum okkar
sambönd á sitt hvorum staðnum
og munum reyna að nýta þau í leit
að næsta verkefni. Það er ekkert
ákveðið en þetta reddast, eins og
þið segið hérna á Íslandi,“ segja
þau og brosa en hafa á orði að
þau eigi eftir að sakna bæði lands
og þjóðar. „Fólkið hérna er alveg
dásamlegt og við höfum fundið
fyrir miklum áhuga og stuðningi
við okkar verkefni frá þorpsbú-
um hér á Hvanneyri. Við höfum
kynnst yndislegu fólki, farið með
því í útreiðartúra og átt margar
góðar stundir með heimamönn-
um. Það hafa allir sem við höfum
kynnst verið einstaklega hjálplegir
og yndælir,“ segja þau. „Ég vildi að
við hefðum lagt okkur meira fram
við að læra íslenskuna. Það lá alltaf
fyrir að við yrðum bara í tæpt ár, ef
við hefðum verið lengur er enginn
vafi að við hefðum sótt íslensku-
námskeið og reynt að læra málið,“
segir Niall. „Svo er þetta líka bara
leti,“ segir Rachel og brosir. „Vin-
ir okkar í þorpinu tala óaðfinnan-
lega ensku og það letur okkur við
að læra íslenskuna. Ég skammast
mín aðeins fyrir að hafa ekki lagt
mig fram við að læra tungumálið,“
bætir hún við.
Fuglarnir leiddu
þau saman
Blaðamanni hefur nokkra stund
leikið forvitni á að vita hvar leið-
ir þeirra Rachel og Niall lágu sam-
an og ákveður loks að bera upp
spurninguna. Sagan af fyrstu fund-
um þeirra hverfist að sjálfsögðu
um fuglana. „Við kynntumst á
Vestur-Grænlandi árið 2014 þar
sem við vorum í leiðangri þar sem
fylgst var með blesgæsunum á
þeirra æxlunarsvæði. Það vildi svo
til að við fórum í þessa sömu ferð
og þar hittumst við í fyrsta sinn,“
segir Rachel og brosir. „Það vill
þannig til að þessi gæsastofn hef-
ur hnignað mjög undanfarna ára-
tugi. Blesgæsir dvelja í Skotlandi
og Írlandi á veturna, um 35% allra
blesgæsa í heiminum. Þessar sömu
gæsir koma til Íslands á vorin þar
sem þær fita sig eins og þær geta
áður en þær fljúga að vesturströnd
Grænlands þar sem þær eru yfir
fengitímann. En þeim fækkar ört
og við vitum ekki af hverju. Þeg-
ar við sjáum þær heima á veturna
eru þær vel haldnar. Hér á Íslandi
er sömu sögu að segja. Þær hafa
það gott á veturna og á vorin en
þegar þær koma aftur til Íslands á
haustin eftir veruna á Grænlandi
„Fuglar eru svo aðgengilegir - þeir eru alls staðar“
Fuglafræðingarnir Rachel og Niall rannsaka fuglalífið í Andakíl
Blesgæsir í stórum hópi og Skarðsheiðin í baksýn. Það voru einmitt rannsóknir á blesgæsinni sem leiddu þau Niall og Rachel
saman á sínum tíma.
Fuglafræðingarnir Niall Tierny og Rachel Stroud. Ljósm. kgk.