Skessuhorn


Skessuhorn - 08.11.2017, Page 21

Skessuhorn - 08.11.2017, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2017 21 Hið árlega Skammhlaup í Fjölbrautaskóla Vesturlands fór fram á fimmtudaginn. Í Skammhlaupi er hefðbundin kennsla lögð niður og nemendur skipta sér í nokkur lið sem svo keppa í ýmsum þrautum. Dagurinn hófst með skrúð- göngu úr skólanum niður í íþróttahúsið við Vesturgötu, þar sem keppni hófst. Því næst sendir hvert lið langhlaupara af stað einn hring um bæinn á meðan aðrir keppendur komu sér upp í skóla. Að langhlaupi loknu voru nokkrar þrautir þreyttar við og í skólanum. arg Skammhlaup í Fjölbrautaskóla Vesturlands Meðal keppnisgreina var að draga Nissan Patrol jeppa Þrastar kennara yfir stéttina og að skólatröppunum. Mikill keppnisandi var í hópnum. Tækni og kraftar skipta miklu máli í þessari keppnisgrein. Keppt var í að færa vatn á milli íláta með rörum sem halda þurfti undir. Sumir tóku á því meðan aðrir sögðu til.Jeppi þrastar kominn alla leið. Gusugangur í vatnsflutningnum. Í einni þraut þurftu fjórir nemendur úr hverju liði að komast vegalengd án þess að snerta jörðina, aðeins mátti standa á þessum tveimur spýtum. Samvinna var lykillinn í þessari þraut.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.