Skessuhorn - 08.11.2017, Síða 29
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2017 29
Áttu Megas?
Kaupi efni með eða eftir Megas, sér-
staklega spólur/kassettur/snæld-
ur. Hef einnig áhuga á grafískum
blöðum, teikningum og mynd-
um eftir hann. Hafið samband á
gunnidabb@gmail.com eða síma
+4791676990.
Óska eftir eignarspildu við sjó-
inn
Óska eftir að kaupa litla jörð, örfáa
hektara, alveg við sjóinn á Suður-
eða Vesturlandi eða Reykjanesi. Hef
í huga að byggja mér þar lítið hús
(að hámarki 60 fm) til að búa í. Endi-
lega sendið mér línu í tölvupósti:
67dagny@gmail.com. Bestu þakkir
fyrirfram!
Borgarnes dagatalið 2018
Veggdaga-
tal með 13
myndum úr
Borgarnesi.
Skoða má
myndirnar, fá
nánari upp-
lýsingar og
panta daga-
talið á slóð-
inni:
www.hvitatravel.is/dagatal.
Bíll til sölu
Til sölu Subaru Forester árgerð
2014. Ekinn 46 þús. km. Litur: hvítur.
Ásett verð 3,5 milljónir. Upplýsingar
í síma 431-1866.
Negld vetrardekk til sölu
4 vetrardekk, negld á felgum af
Mazda 2 (2016) : Nokian Hakkap-
eliitta 8 185/65/15 (4 gata), sára-
lítið notuð. Verð kr 40.000. Einnig
4 negld vetrardekk, Sunny Winter
á felgum 195/65/15 af Mazda 6 (5
gata). Verð kr. 10.000. Upplýsingar í
síma 899-7338.
Markaðstorg Vesturlands
Nýfæddir Vestlendingar
ÓSKA KEYPT
Getir þú
barn þá
birtist
það hér,
þ.e.a.s.
barnið!
www.skessuhorn.is
1. nóvember. Stúlka. Þyngd:
4.166 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar:
Birgitta Rán Ásgeirsdóttir og
Bjarni Tryggvason, Borgarnesi.
Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir.
3. nóvember. Drengur. Þyngd:
3.110 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar:
Svandís Hlíf Sturludóttir og Kári
Víkingur Sturlaugsson, Akranesi.
Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir.
4. nóvember. Drengur. Þyngd:
3.374 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar:
Hrönn Valdimarsdóttir og
Sigursteinn Þorsteinsson,
Reykhólahreppi. Ljósmóðir: Lóa
Kristinsdóttir.
Á döfinni
Borgarbyggð -
fimmtudagur 9. nóvember
Tónleikar með Guitar Islancio.
Þeir Björn Thoroddsen, Gunnar
Þórðarsson og Jón Rafnsson í
Guitar Islancio verða með tónleika
á sögulofti Landnámsseturs
fimmtudaginn 9. nóvember kl.
20:00. Á efnisskránni eru lög
af nýútkomnum geisladiski,
,,Þjóðlög”, auk laga úr ýmsum
áttum. Verð aðgöngumiða 2.500
Miðasala við innganginn – posi á
staðnum.
Akranes -
föstudagur 10. nóvember
Hryllingsmyndahátíðin Frostbiter
verður haldin í annað sinn í
Bíóhöllinni á Akranesi helgina
10.-12. nóvember næstkomandi.
Hátíðin verður sett kl. 18:00
á föstudag og sýndar verða
fjölmargar myndir alla helgina.
Nánar í Skessuhorni vikunnar.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 9. nóvember
Vesturlandsslagur í 1. deild karla í
körfuknattleik! Skallagrímur tekur
á móti Snæfelli í íþróttamiðstöðinni
í Borgarnesi kl. 19:15.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 9. nóvember
Félagsvist kl. 20:00. Fjórða kvöldið
í fjögurra kvölda keppni sem
dreifist á sex kvöld. Góð verðlaun
og veitingar í hléi. Allir velkomnir.
Borgarbyggð -
föstudagur 10. nóvember
Hagyrðingakvöld í Brautartungu.
Þann 10. nóvember nk.
ætla Lunddælingar að
blása til hagyrðingakvölds í
félagsheimilinu Brautartungu.
Kynnir og stjórnandi verður
hinn lunddælski Gísli Einarsson.
Hagyrðingarnir verða fimm
talsins; Þórdís Sigurbjörnsdóttir
frá Hrísum, Helgi Björnsson frá
Snartarstöðum, Helga Guðný
Kristjánsdóttir frá Botni, Dagbjartur
Dagbjartsson frá Hrísum og
Ásmundur Óskar Einarsson frá
Grænuhlíð. Húsið verður opnað
kl. 20:00 og er miðaverð kr. 3.000.
Kaffiveitingar í hléi eru innifaldar í
miðaverði.
Akranes -
föstudagur 10. nóvember
ÍA mætir Breiðabliki í 1. deild
karla í körfuknattleik. Leikurinn
hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu við
Vesturgötu á Akranesi.
Dalabyggð -
laugardagur 11. nóvember
Norræni skjaladagurinn.
Héraðsskjalasafn Dalasýslu
verður með dagskrá í tilefni
norræna skjaladagsins
laugardaginn 11. nóvember kl.
15 á Byggðasafni Dalamanna.
Þar verður fjallað um ýmislegt
tengt yfirskrift skjaladagsins „Hús
og heimili“. Meðal annars fjallað
um uppbyggingu Glæsivalla
í Miðdölum, samsetningu á
heimilum skv. manntölum,
flutninga húsa og heimila og
annað sem upp kemur í spjalli.
Grundarfjörður -
mánudagur 13. nóvember
Upplestur við kertaljós í
Sögumiðstöðinni kl. 17:30 í tilefni
norrænu bókasafnsvikunnar sem
fer fram á 2000 bókasöfnum og
stofnunum á Norðurlöndunum og
Eystrasaltsríkjunum vikuna 13.-19.
nóvember.
Grundarfjörður -
mánudagur 13. nóvember
Tónleikar í Grundarfjarðarkirkju.
Aron Hannes kemur fram ásamt
hljómsveit. Tónleikarnir hefjast kl.
18:00. Miðasala við innganginn,
enginn posi á staðnum.
Aðgangseyrir er 1.500 kr. en frítt
fyrir 18 ára og yngri.
Borgarbyggð -
þriðjudagur 14. nóvember
„Þegar vinnufélagi fær
krabbamein.“ Fræðsluerindi og
aðalfundur Krabbameinsfélags
Borgarfjarðar verður þriðjudaginn
14. nóv. 2017 kl 20:00 í Brákarhlíð.
Borgarbyggð -
miðvikudagur 15. nóvember
Niall Tierny og Rachel Stroud,
fuglafræðingar, halda fyrirlestur
um fuglalífið í Andakíl. Þau hafa
frá því í febrúar unnið að rannsókn
og heildarúttekt á fuglalífinu í
Andakíl. Fyrirlestur þeirra hefst
kl. 20:00 í Ásgarði, aðalbyggingu
Landbúnaðarháskóla Íslands á
Hvanneyri.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 16. nóvember.
Fyrirlestur í Safnahúsi kl.
20:00. Heiðar Lind Hansson
sagnfræðingur flytur erindi tengt
Sögu Borgarness.
Auglýsing um deiliskipulag
Sólvallarreitur - iðnaðarsvæði,
tillaga að deiliskipulagi
Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti þann 1. nóvember 2017 að
auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði á lóð Grundar-
fjarðabæjar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið er á Framnesi og er það skilgreint sem iðnaðarsvæði skv.
gildandi aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003-2015. Svæðið er 1,1 ha
að stærð miðað við mælingu út í miðlínu aðliggjandi gatna. Þrjár lóðir eru á
svæðinu. Við Sólvelli 2, lóð A, er iðnaðarhús en samkvæmt nýju deiliskipulagi
er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu á lóð A. Á lóð B við Nesveg 13 er íbúðar-
hús með tveimur íbúðum og á lóð C við Nesveg 9 stendur einbýlishús.
Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar frá
7. nóvember til og með 14. desember 2017. Tillagan verður einnig
aðgengileg á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar.
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn
kostur á að kynna sér tillöguna og gera athugasemd við hana.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar
í ráðhúsinu Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði, eða á netfangið
bygg@grundarfjordur.is í síðasta lagi þann 14. desember 2017.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðar.
Grundarfjarðarbær
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Krabbameinsfélagið
Pantone: Reflex blue
CMYK: C90 M70 K30
Pantone: Reflex blue
CMYK: C90 M70 K30
Pantone: Reflex blue
CMYK: C90 M70 K30
Pantone: Reflex blue
CMYK: C90 M70 K30
Pantone: Reflex blue
CMYK: C90 M70 K30
Icelandic
Cancer Society
Icelandic
Cancer Society
FRÆÐSLU- OG AÐALFUNDUR
KRABBAMEINSFÉLAGS BORGARFJARÐAR
Verður haldinn þriðjudaginn 14. nóvember kl. 20:00 í
sal Brákarhlíðar, Borgarbraut 65 í Borgarnesi
Dagskrá:
„Þegar vinnufélagi fær krabbamein“
Sigrún Elva Einarsdóttir fræðslufulltrúi KÍ
Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál
Allir velkomnir óháð félagsaðild S
K
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
5. nóvember. Stúlka. Þyngd:
4.476 gr. Lengd: 53 cm. Foreldrar:
Hrund Harðardóttir og Þóroddur
Björn Þorkelsson, Borgarnesi.
Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir.
TIL SÖLU
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is