Skessuhorn - 08.11.2017, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2017 31
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is
DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ
VÖRUR UM ALLT LAND
Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu
um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.
Snæfell sigraði Breiðablik á úti-
velli þegar liðin mættust í Dom-
ino‘s deild kvenna í körfuknatt-
leik á miðvikudagskvöld. Blika-
konur leiddu með 15 stigum fyr-
ir lokafjórðunginn en Snæfell með
magnaðri endurkomu náði Snæfell
að knýja fram sigur, 85-89.
Snæfellskonur höfðu heldur yf-
irhöndina í fyrsta leikhluta, náðu
mest sex stiga forskoti en Breiða-
blik jafnaði í 24-24 áður en leik-
hlutinn var úti. Jafnræði var með
liðunum næstu mínútur en þá
hófst góður kafli Breiðabliks. Jafnt
og þétt náðu Blikar tíu stiga for-
skoti áður en hálfleiksflautan gall,
47-37.
Breiðablik hafði yfirhöndina í
þriðja leikhluta og ekkert benti
til þess að Snæfell myndi kom-
ast aftur inn í leikinn. Blikakonur
höfðu 15 stiga forskot fyrir loka-
fjórðunginn og stóðu með pálm-
ann í höndunum. Snæfell náði að
minna muninn niður í tíu stig þeg-
ar fjórði leikhluti var hálfnaður og
leit út fyrir að heimaliðið færi með
sigur af hólmi. En síðustu fimm
mínúturnar settu Snæfellskonur
í fluggírinn. Það gekk nánast allt
upp hjá þeim í vörn og sókn, þær
skoruðu 17 stig gegn þremur síð-
ustu mínúturnar og tókst að vinna
ótrúlegan endurkomusigur, 85-89.
Kristen McCarthy og Berglind
Gunnarsdóttir áttu báðar stórleik
fyrir Snæfell og skoruðu samtals
75 af 89 stigum liðsins. Kristen
lauk leik með 41 stig og 17 fráköst
en Berglind skoraði 34 stig.
Ivory Crawford var með 29 stig,
12 fráköst og 6 stoðsendingar í liði
Breiðabliks, Thelma Lind Ásgeirs-
dóttir 15 stig og 6 stoðsendingar
og Ísabella Ósk Sigurðardóttir 14
stig og 14 fráköst.
Snæfell hefur sex stig eftir fyrstu
sjö leiki deildarinnar og situr í
sjöunda sæti með jafn mörg stig
og Keflavík í sætinu fyrir ofan og
Breiðablik í sætinu fyrir neðan.
Næsti deildarleikur Snæfells fer
fram miðvikudaginn 22. nóvember
þegar liðið heimsækir Keflavík.
kgk
Mögnuð endurkoma Snæfells gegn Breiðabliki
Kristen McCarthy átti stórleik fyrir
Snæfell. Ljósm. úr safni/ Haukur Páll.
Skallagrímur vann góðan sigur á bár-
áttuglöðum Gnúpverjum, 96-110,
þegar liðin mættust í 1. deild karla í
körfuknattleik á fimmtudagskvöld.
Jafnræði var með liðunum í upp-
hafi leiks en eftir miðjan fyrsta leik-
hluta tóku Skallagrímsmenn öll völd
á vellinum. Þeir keyrðu upp hraðann
í leiknum, skoruðu mikið og leiddu
með 20 stigum eftir upphafsfjórð-
unginn, 20-40. En Gnúpverjar voru
mættir til að berjast. Þeir hittu betur
úr skotum sínum í öðrum leikhluta
og gáfu Skallagrími ekkert eftir.
Borgnesingar voru þó alltaf sterkara
liðið og leiddu með 25 stigum í hálf-
leik, 42-67 og voru komnir í ákjósan-
lega stöðu fyrir síðari hálfleikinn.
En Gnúpverjar voru ekkert á því
að gefast upp þó forysta Skallagríms
væri mikil. Þeir mættu gríðarlega
ákveðnir til síðari hálfleiks, börð-
ust vel og létu finna fyrir sér. Þeim
tókst að koma Skallagrímsmönnum
úr takti og smám saman hrundi hvert
stigið af fætur öðru af forskoti Borg-
nesinga. Gnúpverjar skoruðu 38 stig
gegn 21 í þriðja leikhluta og allt í
einu var örugg forysta Skallagríms
komin niður í aðeins átta stig fyrir
lokafjórðunginn.
En nær komust Gnúpverjar ekki.
Borgnesingar hertu tökin og náðu
endanlega að slíta sig frá heima-
mönnum í fjórða leikhluta. Þeir
náðu 20 stiga forskoti á nýjan leik um
miðjan lokafjórðunginn og unnu að
lokum 14 stiga sigur, 96-110.
Vesturlandsslagur
framundan
Zac Carter var atkvæðamestur
Skallagrímsmanna með 33 stig og 5
stoðsendingar. Eyjólfur Ásberg Hall-
dórsson skoraði 28 stig og tók 10 frá-
köst, Kristófer Gíslason var með 17
stig og 5 stoðsendingar og Hjalti Ás-
berg Þorleifsson skoraði 12 stig.
Everage Lee Richardson skoraði
36 stig, tók 5 fráköst og gaf 10 stoð-
sendingar í liði Gnúpverja og Þórir
Sigvaldason var með 23 stig.
Skallagrímur hefur sigrað alla
fimm leiki sína í vetur og trón-
ir á toppi deildarinnar með tíu stig,
tveimur stigum á undan næstu lið-
um. Næsti leikur Skallagríms er
Vesturlandsslagur gegn Snæfelli. Sá
leikur fer fram í Borgarnesi á morg-
un, fimmtudaginn 9. nóvember.
kgk
Skallagrímur lagði baráttuglaða Gnúpverja
Leikstjórnandinn Zac Carter var
stigahæstur Skallagrímsmanna í sigri á
Gnúpverjum. Ljósm. jho.
Snæfell valtaði yfir Þór Ak., 42-89,
þegar liðin mættust í 16 liða úrslit-
um Maltbikars kvenna í körfuknatt-
leik. Leikurinn fór fram á Akureyri
á laugardaginn. Þór leikur í 1. deild
kvenna en Snæfell leikur sem kunn-
ugt er í Domino‘s deildinni.
Snæfellskonur byrjuðu leikinn af
krafti og komust í 5-13 snemma leiks.
Þá hægðist á stigaskorinu og meira
jafnræðis gætti með liðunum næstu
mínúturnar. Heimakonur minnkuðu
muninn í 9-13 en Snæfell hafði sex
stiga forstko eftir upphafsfjórðung-
inn, 11-17. Það var síðan í öðrum
leikhluta sem leiðir skildu. Snæfells-
konur héldu Þórsliðinu stigalausu
fyrstu fjórar mínúturnar en hinum
megin á vellinum skoruðu þær hverja
körfuna á fætur annarri. Eins og
hendi væri veifað voru þær komnar
með 20 stiga forystu, 12-32 og leik-
hlutinn ekki hálfnaður. Það sem eftir
lifði fyrri hálfleiks skoraði Snæfell tíu
stig gegn átta stigum heimakvenna og
leiddi með 22 stigum í hléinu, 20-42.
Snæfell lék á als oddi eftir hléið á
meðan Þórsliðið átti afar erfitt upp-
dráttar. Heimakonur töpuðu bolt-
anum ítrekað, hittu illa og skoruðu
aðeins sex stig allan þriðja leikhluta á
móti 26 stigum Snæfells. Staðan eft-
ir þrjá leikhluta var 26-68 og aðeins
formsatriði fyrir Snæfell að klára leik-
inn. Heimakonum gekk heldur betur
á lokakaflanum miðað við það sem á
undan hafði gengið en töpuðu leik-
hlutanum engu að síður með fimm
stigum. Snæfell vann að lokum 47
stiga risasigur á 1. deildar liði Þórs,
42-89.
Rebekka Rán Karlsdóttir var stiga-
hæst í liði Snæfells með 24 stig en
hún tók 6 fráköst að auki. Berglind
Gunnarsdóttir skoraði 16 stig, tók 6
fráköst og gaf 6 stoðsendingar, Krist-
en McCarthy var með 15 stig og 15
fráköst og Anna Soffía Lárusdóttir
var með 12 stig og 6 fráköst. Heiða
Hlín Björnsdóttir var stigahæst leik-
manna Þórs með 17 stig og tók hún 7
fráköst að auki.
Með sigrinum tryggðu Snæfells-
konur sér áframhaldandi þátttöku í
Maltbikarnum. Dregið var í næstu
umferð bikarsins í gær og þar fær
Snæfell heimaleik gegn Val. Leikið
verður í átta liða úrslitum dagana 10.
og 11. desember næstkomandi.
kgk
Snæfell valtaði yfir Þór Ak. í bikarnum
Rebekka Rán Karlsdóttir var stigahæst
leikmanna Snæfells í bikarleiknum
gegn Þór Ak. Ljósm. úr safni/ sá.
Snæfell heimsótti úrvalsdeildar-
lið ÍR í 16 liða úrslitum Maltbik-
ars karla í körfuknattleik á sunnu-
dag. Máttu Hólmarar sætta sig við
tap, 99-76 eftir nokkuð jafnan leik
framan af.
Heimamenn höfðu heldur und-
irtökin í upphafi leiks en Snæfell-
ingar voru ekki langt undan. Góður
kafli ÍR-inga undir lok fjórðungsins
tryggðu þeim þó níu stiga forskot
að honum loknum, 22-13. Snæfell-
ingar voru ákveðnari í öðrum leik-
hluta. Með góðum leik tókst þeim
að minnka forskot heimamanna í
tvö stig, 30-28, um miðjan fjórð-
unginn. En ÍR-ingar luku fyrri hálf-
leiknum af krafti og náðu níu stiga
forskoi á nýjan leik áður en flautað
var til hálfleiks. Staðan í hléinu var
48-39, ÍR í vil.
Jafnt var á með liðunum í upp-
hafi síðari hálfleiks og hverri körfu
var svarað. Snæfellingar náðu að
minnka forystu ÍR-inga í fjögur stig
um miðjan þriðja leikhluta en eftir
það tóku heimamenn stjórn leiksins
í sínar hendur. Með snörpum kafla
náðu þeir 16 stiga forskoti áður en
þriðji leikhluti var úti, 77-61. Þarna
náðu heimamenn að slíta sig frá
Snæfellingum í fyrsta sinn í leikn-
um og þeir hleyptu þeim ekki inn
í leikinn aftur. ÍR-ingar stjórnuðu
ferðinni í lokafjórðungnum, héldu
Snæfelli í skefjum og unnu að lok-
um 23 stiga sigur, 99-76 og bikar-
ævintýri Snæfells þar með á enda
þennan veturinn.
Geir Elías Úlfur Helgason var
stigahæstur leikmanna Snæfells í
leiknum. Hann skoraði 20 stig og
tók 6 fráköst að auki. Christian Co-
vile skoraði 18 stig og tók 10 frá-
köst og Jón Páll Rúnarsson var með
10 stig.
Ryan Taylor var atkvæðamestur
ÍR-inga með 24 stig, 11 fráköst og
6 stoðsendingar en honum næstur
kom Kristinn Marinósson með 21
stig.
kgk
Bikarævintýri Snæfells á enda
Geir Elías Úlfur Helgason var
stigahæstur leikmanna Snæfells í
bikarleiknum gegn ÍR. Ljósm. þe.
Skallagrímur sigraði Hauka í æsi-
spennandi leik í Domino‘s deild
kvenna í Borgarnesi á miðviku-
dag í liðinni viku. Fyrri hálfleik-
ur var kaflaskiptur en leikurinn
var í járnum í þeim síðari og úr-
slitin réðust ekki fyrr en í blálokin.
Skallagrímur sigraði með þremur
stigum, 68-65.
Gestirnir úr Hafnarfirði mættu
ákveðnir til leiks en Skallagríms-
liðið átti erfitt uppdráttar í byrj-
un. Haukar komust í 0-14 áður en
fyrsti leikhluti var hálfnaður. Þá
tóku Skallagrímskonur leikhlé og
í kjölfarið öll völd á vellinum. Þær
minnkuðu forskot gestanna í eitt
stig áður en leikhlutinn var úti,
19-20. Skallagrímskonur höfðu
yfirhöndina í öðrum fjórðungi
og leiddu með fimm til sex stig-
um stærstan hluta hans. Skömmu
fyrir hléið náðu Haukakonur smá
spretti og minnkuðu forskotið í
tvö stig, en Skallagrímur átti loka-
orðið í fyrri hálfleik. Staðan í hálf-
leik var 31-25, Skallagrími í vil.
Eftir hléið var leikurinn í járn-
um og mikið jafnræði með lið-
unum. Haukar komust yfir í og
héldu tveggja til þriggja stiga for-
ystu á upphafsmínútum síðari
hálfleiksins. Skallagrímur komst
síðan stigi yfir um miðjan þriðja
leikhluta en það voru Haukakon-
ur sem leiddu fyrir lokafjórðung-
inn, 50-51. Fjórði og síðasti leik-
hluti var eins og einn stór rússí-
bani. Liðin skiptust á körfum og
aldrei munaði meira en örfáum
stigum. Haukar leiddu með þrem-
ur stigum þegar tvær og hálf mín-
úta lifði leiks. En Skallagrímskon-
ur skoruðu næstu fjögur stig og
skömmu síðar náðu þær að skella
í lás í vörninni þar sem gestirn-
ir brunnu á tíma og skotklukkan
rann út. Haukakonum lá mikið á
síðustu sekúndur leiksins en hittu
ekki úr skotum sínum og niður-
staðan varð því þriggja stiga sigur
Skallagríms.
Carmen í sérflokki
Carmen Tyson-Thomas var í al-
gjörum sérflokki í leiknum gegn
Haukum. Hún átti stórleik, skor-
aði 41 stig og reif niður 19 fráköst.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var
með 9 stig og 10 fráköst og Heið-
rún Harpa Ríkharðsdóttir skoraði
9 stig einnig.
Cherise Michelle Daniel skor-
aði 23 stig og tók 10 fráköst fyr-
ir Hauka og Helena Sverrisdóttir
var með 20 stig og 16 fráköst.
Skallagrímur krækti með sigrin-
um í sitt áttunda stig í vetur og sit-
ur í 4. sæti deildarinnar með jafn
mörg stig og Stjarnan í sætinu fyr-
ir ofan en tveimur stigum á undan
næstu liðum. Næsti leikur Skalla-
gríms í deildinni fer fram mið-
vikudaginn 22. nóvember næst-
komandi þegar liðið mætir Njarð-
vík í Borgarnesi.
kgk
Skallagrímur sigraði Hauka í
miklum spennuleik
Carmen Tyson-Thomas átti magnaðan
leik í liði Skallagríms.
Ljósm. Skallagrímur/ Ómar Örn.