Skessuhorn


Skessuhorn - 15.11.2017, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 15.11.2017, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 46. tbl. 20. árg. 15. nóvember 2017 - kr. 750 í lausasölu Loratadin LYFIS - fæst án lyfseðils Besta bankaappið á Íslandi Samkvæmt könnun MMR Til alþingismanna Tökum upp US Dollar Pétur Geirsson SK ES SU H O R N 2 01 7 GJAFABRÉF www.landnam.is - landnam@landnam.is Sími: 437 1600 Bráðskemmtileg jólagjöf! SEM Á ENGA SÍNA LÍKA Hið árlega árgangamót ÍA var haldið sjöunda sinni síðasta laugardag. Þar hittast knattspyrnuiðkendur úr ÍA, einkum fyrrverandi, og gera sér glaðan dag í keppni milli árganga. Árgangur 1984, sem hér sést á mynd, gerði sér lítið fyrir og sigraði. Reyndar ekki í mótinu sjálfu, heldur búningakeppnina. Mættu þeir félagar úr 1984 árgangnum vandlega merktir sem kempur úr liði ÍA sem sigraði tvöfalt árið 1984, árið sem þeir fæddust. Ekki nóg með það, heldur fengu þeir Hörð Helgason til að stýra liðinu frá hliðarlínunni, en Hörður var einmitt þjálfari ÍA árið 1984. Sjá nánar í Skessuhorni í dag. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyf- ingarinnar græns framboðs hafa samþykkt að flokkarnir hefji með formlegum hætti stjórnarmyndun- arviðræður. Ákvörðun sú var ein- róma af hálfu fyrrgreindra tveggja flokka, en samstaða er ekki innan þingflokks VG þar sem tveir af ell- efu þingmönnum greiddu atkvæði gegn tillögunni á fundi þingflokks- ins á mánudag. Næsta skref verð- ur væntanlega að forseti Íslands feli Katrínu Jakobsdóttur formanni VG umboð til stjórnarmyndunar. Með- fylgjandi mynd, Köld klemma, er ef til vill táknræn um stöðu Katrínar þar sem einhugur ríkti ekki í þing- flokki hennar um málið. mm/ Ljósm. Örn Harðarson Stjórnarmyndunar- viðræður að hefjast Síðastliðinn fimmtudag mættu um 650 nemendur af elsta stigi grunn- skólanna á Vesturlandi til Tækni- messu í Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi. Var þetta í ann- að sinn sem Tæknimessa er hald- in en markmið hennar er að kynna fyrir nemendum það nám sem er í boði í Fjölbrautaskóla Vesturlands á sviði iðn- og verkgreina og hvaða tækifæri eru til atvinnu hjá iðn- og tæknifyrirtækjum í landshlutanum að námi loknu. Sjá nánar bls. 14. Ljósm. kgk. Elsta stig grunnskólanna á Tæknimessu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.