Skessuhorn


Skessuhorn - 15.11.2017, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 15.11.2017, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2017 23 Mikið hefur verið rætt og skrifað um olíur og gagnsemi þeirra til að viðhalda góðri heilsu. En til þess að olía geti talist holl þá skiptir máli hvernig hún er unnin. Í dag eru þrjár mismunandi vinnsluaðferðir á olíum, en þær eru efnanotkun, hit- un og svo kaldpressun. Efnanotkun: Það er vinnsluaðferð þar sem uppleysiefni eru notuð til þess að skilja olíuna frá hráefnun- um en þessar olíur geta verið skað- legar heilsu manna þar sem ekki er hægt að útiloka að leyfar af leysi- efnunum séu enn til staðar í olí- unni. Þessi aðferð er mjög fljótvirk og er iðulega notuð í massafram- leiðslu eins og á vinnslu á pálma- olíu/feiti. Hitun og pressun: Í þessari vinnslu aðferð eru hráefnin pressuð undir miklum hita þannig að olían skilji sig frá hráefnunum, hitinn er iðu- lega það hár að bæði fitusýrur og virku efni olíunnar skemmast að miklu leyti ef ekki öllu. Þessi aðferð er m.a. töluvert notuð til að ná kók- osolíu frá massa sínum. Kaldpressun: Felst í því að hráefn- in eru pressuð undir miklum þrýst- ingi án hitunar. Þessi aðferð er sein- virk og nýtnin verður ekki eins góð og í hinum aðferðunum þ.e. tölu- verð olía verður eftir í hráefnunum. Þess vegna eru kaldpressaðar olíur dýrari en að sama skapi eru þetta mun meiri gæði, bæði fitursýrur og virku efni eru til staðar. Til að gæðaolía haldi gæðum sínum sem lengst þá þarf að geyma hana í dökkum flöskum til að vernda hana fyrir birtunni og geyma inni í ísskáp eftir opnun. Í allri umræðunni um heilnæmi olía gleymist oft að olíur eru misjafnar að eiginleikum og ekki víst að allar olíur henti viðkomandi, því er oft betra að leita að olíu sem á að vinna á einhverj- um veikleikum svo olían gagnist við að bæta heilsuna. Hérna koma nokkrar vel þekktar olíur og nokkrir puntar um hverja og eina. Graskersfræolía Talin góð fyrir: Ertingu í þvagblöðru, sýkingar í nýrum, blöðruhálskirtil. Hampfræolía Talin góð fyrir: Húð, hár, blóðrás, exem, sóra, þrymlabólur. Heslihnetuolía Talin góð fyrir: Blóðleysi, blóðsykur, vörn gegn krabbameini, vöxt, lund- ina, húð. Hörfræolía Talin góð fyrir: ADHD, æðakölkun, ýmsar tegundir krabbameins (brjóst, ristli, nýrna og húð), þurrk í augum, þurra húð, háan blóðþrýsting, tauga- kerfið, þunglyndi, breytingaskeiðið. Linólsýra í hörfræolíunni getur verið slæm fyrir blöðruháls, meðgöngu og ætíð á að hætta inntöku fyrir skurðað- gerð og ef hjartamagnyl er tekið vegna blóðþynningar eiginleika olíunnar. Ólífuolía Talin góð fyrir: Hjarta og æða- kerfi. Sesamfræolía Talin góð fyrir: Bólgur, andoxun, jafnar blóðsykur, blóðþrýstings- lækkandi, bakteríudrepandi, léttir lund, mýkjandi, verndar DNA, nátt- úruleg sólarvörn. Valhnetuolía Talin góð fyrir: Blóðrás, hjartasjúk- dóma, bólgur, hormónastarfsem- ina, húð, exem, sveppamyndun, verkjastillandi, öldrun og sérstak- lega góð fyrir heilastarfsemina. Vínberjafræolía Talin góð fyrir: Andoxun (50 sinn- um andoxunarríkar en E-vítam- ín), hjarta og æðakerfi, sykursýki, bólgur, sár. Því er það góð ástæða að taka inn olíur en passa upp á að taka inn olíu sem hentar því líkamsástandi sem viðkomandi er í. Þess má geta að þetta yfirlit er einungis brot af þeim olíum sem fást í Matarbúri Kaju. Lífrænar kveðjur, Kaja Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 85 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Nútíminn.“ Vinningshafi er Ingibjörg Sigurþórsdóttir, Esjuvöllum 12, Akranesi. Máls- háttur Bót Bára Andi Haf Kerið Atriði Systir Vit- leysa Hilling Hófdýr Teiti Starf Skófla Böggull Mót- bárur Venja Áhöld Kvað Nögl Eyði Rödd Frá Upptök Skáþak Bæn Ein- lægni Brallar Afl 4 Grjót Möndull Stikar Þófi Nýlega Sproti Hratt Hjarta- gæði Fótur Níska Hleypur 8 Fljótur Lítið herbergi 2 Sæti Tvenna Fruma Tál- biti Íhlutun Býli Þýður Draga Fersk Augnhár Brún Röð Hætta Tangi Þröng Kona Kústur Áhrif Bleyta Viðmót Mátar Tafl Kusa Hávaði Daman Blaktir Tvíhlj. Gola Vinnan 5 Féll Ósköp Mörk Gjálfur Skap- raun Skýr 1 Ras Ikt Runa Utan 7 Sóta Fiskur þegar Reykur Tími Þófar Stafur Sýl Friður Bók Sk.st. Tign Skortur 9 Gróður Afa 3 Röð Samhlj. Snjó Grípa Glóð Málmur Viðmót Upphr. Læti 6 Rödd Leit Lík Mynnið Mæli- eining Mun Þægur Skyldir Fæddi 1 2 3 4 5 6 7 8 9 N E T S A M B A N D F R A M I Ó R A R T Ú N I Ð N S K Ó I Ð N A R F E I T T R U G G A U N N T Ö R Ö T U L R J N S M N N L Ó N Á R I M A P P A S Á V I N Ó T T A R Ú T Æ T A U R T A N N L Æ R Ð U R T R Ú R O K A T E A N N E I Ð U R U R Ð A N Ý D Á N N A R K Ó F Á A N L E G G S T A U T Ö G A U F A S K O T V Æ R Á N R I T L A K T E Y G R Ú N N S K A P S I T A U U S L Á S A R R A G Ú R T S Í L I R F A G Á R A Þ U S A F N Ú T Í M I N N L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Síðastliðinn laugardag var sveita- markaður haldinn í Æðarodda á Akranesi. Fjöldi fólks bauð til sölu handverk, mat, fatnað og gjafavöru. Andrea Björnsdóttir og félagar skipulögðu viðburðinn. Meðfylgj- andi myndir voru teknar við það tækifæri. ki Héldu markað í Æðarodda Olíur Heilsuhorn Kaju

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.