Skessuhorn - 15.11.2017, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 20174
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Framfarir í vestlenskri
hrossarækt
Hestamennska er líklega þriðja fjölmennasta íþróttagrein sem landsmenn
stunda um þessar mundir, á eftir knattspyrnu og golfi. Þessi grein á hins veg-
ar miklu lengri sögu, en hesturinn var lengi okkar þarfasti þjónn og ekki til-
viljun sem réði þeirri nafngift. Á hestum var ferðast milli héraða og jafnvel
landshluta, hestar drógu plóga til akuryrkju áður en vélknúin ökutæki komu
til sögunnar. Svo að dyggu ævistarfi loknu var þeim slátrað og kjötið saltað í
tunnu þannig að heimilisfólk hefði nóg að býta og brenna til vors. En hesta-
mennskan hefur þrátt fyrir allar tækniframfarir og ótal valmöguleika í annarri
afþreyingu náð að lifa góðu lífi enda í mörgum fjölskyldum sem það sameinar
unga og eldri í leik og starfi.
Í frétt í Skessuhorni í dag er sagt frá árlegum haustfundi Hrossaræktar-
sambands Vesturlands sem fram fór um liðna helgi. Aðild að félaginu eiga
um 1600 hestamenn, búnaðarfélög og hestamannafélögin á Vesturlandi og
Vestfjörðum. Á haustþingi eru veitt verðlaun fyrir helstu kynbótagripi ársins
en auk þess eru einstaklingar heiðraðir fyrir félagsstörf. Við vinnslu þessarar
fréttar voru nokkur atriði sem vöktu athygli mína. Í fyrsta lagi að fæddum
folöldum í landshlutanum hefur á liðnum árum fækkað. Flest voru þau árið
2010, eða ríflega ellefu hundruð. Eftir það tekur þeim að fækka og árið 2016
voru þau komin niður í um sjö hundruð. Tölur fyrir yfirstandandi ár eru ekki
marktækar því frestur til nýskráningar folalda rennur ekki út fyrr en á nýju
ári. Annað atriðið sem ég tók eftir eru þær háu einkunnir sem kynbótahross-
in eru að fá í dómum. Bestu stóðhestarnir eru að fá einkunnir upp í tæplega
8,8 sem eru náttúrlega frábærir dómar. Framfarir í hrossaræktun hafa verið
stórstígar. Minnist ég þess að fyrir rúmum áratug rak ég um nokkurra mán-
aða skeið hestavef sem nefnist 847.is og var stofnaður aldamótaárið. Nafn
þess vefjar var tileinkað stóðhestinum Dyn frá Hvammi sem setti á sínum
tíma heimsmet þegar hann hlaut einkunnina 8,47 í dómi. Slík einkunn þótti
nánast útilokuð þá, en þætti nú tæpum tveimur áratugum síðar í besta falli
þokkaleg fyrir kynbótahest í fremstu röð.
Þessi tvö atriði sem ég nefndi finnst mér gefa til kynna að farið er að stunda
hrossarækt þar sem lögð er áhersla á gæði fremur en magn. Til undaneldis
eru notaðar tamdar hryssur sem sýnt hafa mikla hæfileika og saman með
góðri byggingu hafa dæmst hátt. Það virðist á undanhaldi að menn haldi
stóð með mörgum, jafnvel tugum ótaminna hryssa og taki svo sénsinn á að
eitt og eitt hross undan þeim sé að gera sig. Af þessum sökum fækkar fædd-
um folöldum í landshlutanum en að sama skapi virðast einkunnir afburða-
hrossana fara hækkandi ár frá ári. Þá eru fleiri sem ná að hafa tekjur af því
að selja folatolla undir stóðhesta sína og hægt er að telja tugi slíkra góðhesta
sem í boði eru hér á Vesturlandi. Það hefur aftur á móti leitt af sér að skil-
greint meginhlutverk Hrossaræktarsambands Vesturlands, að taka á leigu
stóðhesta og hafa milligöngu um útleigu þeirra til hryssueigenda, er nánast
horfið. Hrossaræktarsambandið þarf því að skapa sér nýtt hlutverk ætli það
að verða til áfram.
En það er fleira sem leiðir af bættum hestakosti. Þekking í greininni er að
aukast og aðstaða að batna. Reiðhallir rísa á bæjum og þá skapast aðstaða til
tamningar og þjálfunar allan ársins hring. Bætt aðstaða, fræðsla og þjálfun
leiðir síðan af sér betri knapa og tamningamenn. Merki um það má vissulega
lesa í annarri grein hér í blaðinu þar sem sagt er frá því að Vestlendingarnir
Jakob Svavar Sigurðsson og Máni Hilmarsson voru á uppskeruhátíð íslenskra
hestamanna um liðna helgi kjörnir besti og efnilegasti knapi liðins árs. Mér
finnst full ástæða til að nefna þetta hér um leið og vakin er athygli á fram-
förum og góðum árangri í vestlenskri hrossarækt. Við eigum að gleðjast yfir
því.
Magnús Magnússon
Leiðari
Leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi
og Aldan - verndaður vinnustaður,
hafa tekið höndum saman um að
styðja við átakið Burðarplastpoka-
laus Borgarbyggð. Samstarfið felst
í að Aldan saumaði 70 taupoka sem
verða nýttir undir föt sem óhreink-
ast í leikskólanum og taka þarf með
heim. Foreldrar og börn þurfa svo
að skila pokunum aftur til baka í
leikskólann eftir notkun og minnka
þannig notkun á plastpokum. mm
Aldan og Klettaborg í samstarf
Frá afhendingu pokanna, en það
voru Ölver Þráinn Bjarnason og
Guðrún Kristinsdóttir sem afhentu
Steinunni Baldursdóttur, leikskóla-
stjóra Klettaborgar, pokana.
Ljósm. Borgarbyggd.is
Samstarfsnefnd um mögulega
sameiningu Grundarfjarðarbæjar,
Helgafellssveitar og Stykkishólms-
bæjar á Snæfellsnesi hefur sam-
þykkt bókun þar sem fram kemur
að nefndin telur ekki vænlegt að
kjósa um sameiningu sveitarfélag-
anna þriggja fyrir sveitarstjórnar-
kosningarnar á næsta ári. Undir-
búningsviðræður hafa staðið yfir í
nokkra mánuði en hugmyndinni var
fyrst varpað fram um mitt síðasta
ár. Í ljósi gagna sem nefndin hefur
aflað, sem og niðurstöðu Jöfnun-
arsjóðs um framlög vegna samein-
ingarinnar sem byggja á núgildandi
reglum sjóðsins, telur nefndin ekki
forsendur til að ná fram niðurstöðu
í vinnuna í tæka tíð fyrir kosningar
til sveitarstjórna næsta vor.
„Nefndin leggur til að á vegum
sveitarstjórnanna þriggja fari fram
viðræður við ráðuneyti sveitar-
stjórnarmála þar sem gerð verði
grein fyrir afstöðu sameiningar-
nefndarinnar. Vísar nefndin einnig
til skýrslu ráðuneytisins um stöðu
og framtíð íslenskra sveitarfélaga
frá september sl. þar sem m.a. er
lagt til að ráðuneyti sveitarstjórna-
mála taki markvissari þátt í verk-
efninu um styrkingu sveitarstjórn-
arstigsins og fjárfesti í því,“ segir í
bókun samstarfsnefndar.
mm
Horfið frá sameiningu fyrir
kosningarnar næsta vor
Horft yfir Kóngsbakkabæina. Ljósm. Mats Wibe Lund.
Á fundi bæjarstjórnar Akraneskaup-
staðar nýverið var tekin fyrir og sam-
þykkt tillaga frá fundi bæjarráðs þar
sem Ingibjörg Valdimarsdóttir lagði
til að settur yrði upp útileikvöllur í
bæjarfélaginu fyrir fullorðna. Í til-
lögunni kemur fram að um sé að
ræða opið svæði með líkamsrækt-
artækjum sem allir hefðu aðgang
að. Skóla- og frístundaráð tók mál-
ið fyrir á fundi 7. nóvember síðast-
liðinn og lagði til að útileikvöllurinn
yrði undirbúinn í samráði skóla- og
frístundaráðs og skipulags- og um-
hverfisráðs. Lagt var til að samráð
yrði við starfshóp um uppbyggingu
á Jaðarsbökkum.
arg
Í Mosfellsbæ var nýlega opnaður útileikvöllur fyrir fullorðna líkt og nú er lagt til á
Akranesi.
Útileikvöllur fyrir fullorðna
Síðastliðinn föstudag hófust fram-
kvæmdir á Ólafsvíkurvelli þar sem
til stendur að leggja völlinn gervi-
grasi. Það var TS vélaleiga sem hóf
framkvæmdir með því að ýta efni
saman í hauga sem síðan er mok-
að á bíla. Ætlunin var að nýta gras-
ið en hætt var við það þar sem þök-
urnar reyndust of lausar í sér. Þess
má geta að Svanur Tómasson, einn
eigenda TS vélaleigu, var í hópi
þeirra sem óku efni í völlinn á sín-
um tíma. Kostnaður við verkið er
áætlaður 165 milljónir króna.
Það var í júní síðastliðnum að
bæjarstjórn Snæfellsbæjar ákvað að
hefja undirbúning að leggja völlinn
gervigrasi og var áætlað að verkið
hæfist strax að leiktíð lokinni nú í
haust en lítilsháttar töf varð á því.
Í fundargerð bæjarstjórnar Snæ-
fellsbæjar segir að með því að fara
í þessa framkvæmd þá nýtist nú-
verandi aðstaða og jafnframt geta
allir flokkar æft og keppt við fyrsta
flokks aðstæður stærstan hluta árs-
ins á vellinum.
þa
Byrjað að undirbúa
gervigrasvöllinn í Ólafsvík