Skessuhorn


Skessuhorn - 15.11.2017, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 15.11.2017, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2017 13 Sýning í félagsheimilinu Logalandi í Borgarfirði fimmtudaginn 23. nóvember klukkan 20:30 Laugardaginn 11.11. á slaginu klukkan 11:11 var fyrsta skóflu- stungan tekin að nýju iðnaðarhúsi Fanntófells ehf. við Gylfaflöt í Graf- arvogi. Fanntófell er innréttingafyr- irtæki sem upphaflega var stofnað í Reykholti í Borgarfirði fyrir þrjátíu árum og er enn í dag rekið af Borg- firðingum, öðrum stofnandanum og bróður hans. Það eru bræðurn- ir Sigurður Bragi og Jóhannes Sig- urðssynir sem eiga fyrirtækið og reka ásamt Kristbjörgu Guðmunds- dóttur eiginkonu Sigurðar. Annar af stofnendum Fanntófells var Þórir Jónsson húsasmíðameistari í Reyk- holti en hann seldi sinn hluta þeg- ar starfsemin var flutt frá Reykholti. Fanntófell dregur nafn sitt af sam- nefndu fjalli efst í Lundarreykjadal, sunnan við Ok og vestan við Lykla- fell. Fyrirtækið hefur eftir flutning- inn úr Reykholti verið í eigin hús- næði við Bíldshöfða í Reykjavík, á tæplega þúsund fermetra gólffleti. Nýja húsið við Gylfaflöt verður 1500 fermetrar og byggt úr eining- um frá Loftorku í Borgarnesi ehf. Það er svo Arionbanki í Borgarnesi sem fjármagnar byggingu hússins. Sigurður Bragi Sigurðsson fram- kvæmdastjóri segir í samtali við Skessuhorn að ekki hafi verið umflú- ið að flytja starfsemina í stærra hús- næði. Starfsmenn Fanntófells eru nú ellefu talsins og næg verkefni fram- undan. Fyrirtækið er það eina á land- inu sem sérhæfir sig í framleiðslu á sólbekkjum og borðplötum. Nýja húsið verður byggt af verktakanum Akrafelli sem átti lóð við Gylfaflöt. Sigurður Bragi segir að stefnt sé að flutningi um miðjan mars á næsta ári. „Ég las það úr görnum í slátur- tíðinni í haust að veturinn yrði góð- ur til byggingaframkvæmda,“ svar- ar hann aðspurður um hvort það sé ekki stuttur byggingartími. „Við fáum Akrafell til að byggja húsið og fáum það afhent fullbúið í mars. Verkefnastaðan hjá okkur er einfald- lega með þeim hætti að við getum ekki byggt húsið sjálfir. Enda erum við bestir í að smíða borðplötur en Akrafell í að byggja hús,“ sagði Sig- urður Bragi Sigurðsson hjá Fanntó- felli. mm Fanntófell kaupir nýtt iðnaðarhúsnæði Sigurður Bragi Sigurðsson hjá Fanntófelli og Almar Gunnarsson hjá Akrafelli tóku fyrstu skóflustunguna. Ljósm. kg. Mánudaginn 13. nóvember hófst Norræna bókasafnavikan, sem Samband norrænu félaganna stend- ur fyrir um öll Norðurlönd og ná- grenni. Í Snorrastofu í Reyk- holti komu góðir gestir frá Klepp- járnsreykjum og Hnoðrabóli, sem hreiðruðu um sig í ljósaskiptun- um og hlýddu á sögu Mauri Kunn- as, Fjársjóðseyjuna, sem Ingibjörg Daníelsdóttir á Fróðastöðum las. Að lestri loknum áttu börnin næðis- stund á safninu, nutu hressingar frá Hönnubúð, skoðuðu bækur, teikn- uðu og meltu söguna. Óhætt er að hrósa þessum kær- komnu gestum fyrir hve vel þau þáðu stundina, komu prúðmannlega fram og hlustuðu af athygli. Nú hefur svona morgunstund í bókasafnavik- unni verið haldin um nokkurra ára skeið víða á bókasöfnum Norður- landa og hefur sannað gildi sitt fyrir alla sem að henni koma. Snorrastofa stendur í þakkarskuld við nágranna sína, Grunnskóla Borgarfjarðar og Hnoðraból sem þegið hafa boð um að flytja nemendur sína til móts við sögustundina í Reykholt og fylgja þeim. Þá er einnig að þakka þeim fjölmörgu sem hafa í gegnum árin ljáð krafta sína og rödd til þessara notalegu samverustunda. Jónína Eiríksdóttir Lesið fyrir yngstu kynslóðina Ingibjörg Daníelsdóttir les fyrir börnin á Hnoðrabóli. Síðastliðinn laugardag héldu félagsmenn í Félagi eldri borgara á Akranesi og nágrenni árshátíð sína í salnum við Kirkjubraut 40. Að þessu sinni voru gestir frá vina- félaginu í Kópavogi. Um hundr- að manns voru saman komnir og skemmtu sér yfir mat, skemmtiat- riðum og danstónlist fram til mið- nættis. ki Árshátíð FEBAN Svipmynd af framleiðslu Fanntófells.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.