Skessuhorn


Skessuhorn - 15.11.2017, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 15.11.2017, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2017 9 Brid�eféla� Bor�arfjarðar heldur minnin�armót í brid�e til heiðurs Þorsteini Péturssyni frá Hömrum í Bor�arfirði. Mótið verður í féla�sheimilinu Lo�alandi lau�arda�inn 25. nóvember 2017 o� hefst klukkan 12:00. Mótið er tví- mennin�ur o� Silfursti�amót. Spiluð verða 48 spil. Kaffihlaðborð í hléi að hætti Kvenféla�s Reykdæla. Verðlaun: 1. sæti - 30.000 kr. 2. sæti - �jafabréf í tvímennin� á Reykjavík Brid�e festival 2018 3. sæti - 20.000 kr. 4. sæti - �jafabréf (Hótel Húsafell) 9. sæti - �jafabréf (Víð�elmir) 15. sæti - �jafabréf (Krauma) 21. sæti - �jafabréf (Landnámssetrið) 28. sæti - �jafabréf (Icelandair Hótel Hamar) 35. sæti - 8.000 kr. 43. sæti - 8.000 kr. Tvenn verðlaun til viðbótar - 8.000 kr. MINNINGARMÓT Í BRIDGE Þátttöku�jald er 4.000 kr. Ath. að �reiða þarf með penin�aseðlum. Skránin� er á: www.brid�e.is í síðasta la�i fimmtuda�inn 23. nóvember. Steini á Hömrum Þorsteinn Pétursson kennari (1930-2017) hafði mikla unun af spilamennsku. Aðalle�a spilaði hann lomber o� brid�e o� varð m.a. Íslandsmeistari í tví- mennin�i eldri spilara árið 1994. Hann starfaði mikið að féla�smálum o� var m.a. formaður Brid�eféla�s Bor�arfjarðar. Hann ásamt fleirum beitti sér fyrir því að brid�e yrði kennt í héraðinu, börnum sem fullorðnum, o� átti drjú�an þátt í að Brid�eféla� Bor�arfjarðar var o� er eitt fjölmennasta brid�eféla� landsins. SK ES SU H O R N 2 01 7 Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson er einn fjögurra knatt- spyrnumanna sem kemur til greina sem leikmaður ársins í norsku úr- valsdeildinni. Björn er 26 ára gam- all sóknarmaður og leikur með Molde. Hann hefur spilað afar vel með liðinu á tímabilinu og er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar með 14 mörk í 25 leikjum. Molde situr í öðru sæti deildarinnar þeg- ar tvær umferðir eru eftir í mótinu, átta stigum á eftir toppliði Rosen- berg sem þegar hefur tryggt sér norska meistaratitilinn. Fyrirliðar liðanna í deildinni sjá um að velja leikmann ársins. Auk Björns eru tilnefndir sem leik- menn ársins þeir Ohi Omuijuanfo, leikmaður Stabæk og liðsfélagarn- ir Nicklas Bendtner og Tore Reg- iniussen úr Rosenborg. kgk Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson í leik með Molde. Ljósm. aftenposten.no. Björn Bergmann tilnefndur Ekjubrúin fyrir Breiðafjarðarferjuna Baldur, sem bílum er ekið upp á og inn í ferjuna, féll í sjóinn í Stykkishólms- höfn síðdegis á mánudag. Hrannar Pétursson hafnarvörður sagði í sam- tali við Skessuhorn laust eftir hádegið í gær, þriðjudag, að Baldur hafi bless- unarlega verið á leið yfir til Brjáns- lækjar þegar óhappið varð og engin slys hafi því orðið á fólki. Hins vegar gat Baldur ekki tekið bíla um borð á Brjánslæk vegna óhappsins og þurfti að skilja einhverja bíla eftir þar. Hrannar segir orsök óhapps- ins vera galla í suðu á tjökkunum sem halda ekjubrúnni uppi og lyfta henni. „Það slitnaði auga af tjakki vegna framleiðslugalla. Framleið- andinn hafði fengið leiðbeiningar um hvernig ætti að sjóða í tjakkinn en þær virðast ekki hafa verið nógu góðar. Efnið sem soðið var í er rúst- frítt stálefni og það virðist ekki loða almennilega við það. Hins vegar sést ekki fyrr en suðan slitnar hvernig við- loðunin hefur verið,“ sagði Hrannar í samtali við Skessuhorn. Í gær var unnið að viðgerð á tjökkunum. „Það þarf að skipta stöngunum í tjökkun- um út og setja annað efni í þær. Núna er unnið að bráðabirgðalagfæringu á meðan verið er að smíða nýjar stang- ir í tjakkana. Hún verður vonandi til- búin í kvöld og vonandi verður síð- an búið að smíða nýju stangirnar sem fyrst svo hægt verði að skipta þeim út og gera við ekjubrúna til framtíðar,“ sagði Hrannar Pétursson. kgk Ekjubrúin féll í sjóinn Kvenfélagið Gleym mér ei og Lionsklúbbur Grundar- fjarðar færðu Félagsmiðstöð- inni Eden góða gjöf á dög- unum. Þær Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir frá Gleym mér eiog Hólmfríður Hildimund- ardóttir frá Lionsklúbbnum komu færandi hendi í grunn- skólann og gáfu félagsmið- stöðinni stóran flatskjá. Mun hann vafalítið nýtast í starfi félagsmiðstöðvarinnar í fram- tíðinni. kgk Verið að hífa brúna á sinn stað eftir að hún féll í sjóinn þegar auga slitnaði af tjakki hennar. Ljósm. sá. Færðu félagsmiðstöðinni flatskjá Frá afhendingu gjafarinnar. Ljósm. grundarfjörður.is.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.