Skessuhorn


Skessuhorn - 15.11.2017, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 15.11.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 20178 Samverustund eldri borgara AKRANES: Sunnudaginn 19. nóvember ætla félagsmenn í fé- lögum eldri borgara á Akranesi, Borgarnesi og nágrenni að halda sameiginlega samverustund. Að lokinni guðsþjónustu í Akra- neskirkju, sem hefst klukkan 14, verða kaffiveitingar í sal FEBAN að Kirkjubraut 40 á Akranesi. -fréttatilk. Aflatölur fyrir Vesturland dagana 4.-10. nóvember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 1 bátur. Heildarlöndun: 130 kg. Mestur afli: Hafdís María GK: 130 kg í einum róðri. Arnarstapi: 1 bátur. Heildarlöndun: 17.117 kg. Mestur afli: Tryggvið Eðvarðs SH: 17.117 kg í tveimur löndun- um. Grundarfjörður: 6 bátar. Heildarlöndun: 213.388 kg. Mestur afli: Hringur SH: 63.322 kg í einni löndun. Ólafsvík: 9 bátar. Heildarlöndun: 135.639 kg. Mestur afli: Egill SH: 25.624 kg í fjórum róðrum. Rif: 13 bátar. Heildarlöndun: 201.689 kg. Mestur afli: Rifsnes SH: 74.672 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 6 bátar. Heildarlöndun: 120.660 kg. Mestur afli: Hannes Andrésson SH: 34.935 kg í fimm róðrum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Rifsnes SH - RIF: 74.672 kg. 7. nóvember. 2. Hringur SH - GRU: 63.322 kg. 8. nóvember. 3. Helgi SH - GRU: 43.898 kg. 5. nóvember. 4. Grundfirðingur SH - GRU: 40.810 kg. 6. nóvember. 5. Farsæll SH - GRU: 32.092 kg. 5. nóvember. -kgk GSM: 865-2580 SMIÐJUVÖLLUM 17 300 AKRANES SÍMI: 431-2580 Kíktu inná SANSA.IS Í mark á miðvikudögum „Jafn ljúffengt og fjölbreytt eins og það er einfalt og þægilegt” „Frábær leið til þess að stíga út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt á hagkvæman og auðveldan hátt” „Æðisleg þjónusta, framsetning og gott hráefni gerir Sansa að velkominni viðbót ”. „Enginn þrætir um hvað eigi að vera í matinn þegar það er Sansa í boði” 1 2 3 Málþing um raforkumál LANDIÐ: Byggðastofnun stendur fyrir málþingi um raf- orkumál á Íslandi þriðjudag- inn 21. nóvember næstkom- andi. Málþingið verður hald- ið í Hofi á Akureyri. Það hefst kl. 13:00 og stendur til 16:30. Áður en þingið hefst verður boðið upp á léttan hádegisverð frá kl. 12:00 á hádegi. Eink- um verður flutningskerfi raf- orku á Íslandi til umfjöllunar á málþinginu. „Atvinnufyrirtæki víða um land þurfa raforku til starfsemi sinnar, bæði til að fá hreina orku í stað orku sem framleidd er með olíu vegna starfsemi sem þegar er til stað- ar og eins til að geta aukið við eða farið út í nýja starfsemi. Á vissum svæðum er orkuöryggi ekki nægjanlega tryggt. End- urnýjun flutningskerfis raforku hefur ekki átt sér stað og illa hefur gengið að koma endur- nýjun lína eða nýjum línuleið- um í gegnum umsóknarferli og á framkvæmdastig. Þessi staða kemur niður á atvinnulífi, ekki síst í landsbyggðunum. Skipt- ar skoðanir eru um hvar raf- orkulínur eigi að vera, hvort fara eigi um byggð eða yfir há- lendið og hvort leggja eigi loft- línur eða jarðstrengi svo dæmi séu nefnd,“ segir í tilkynningu. Byggðastofnun vill með mál- þinginu skapa umræðuvett- vang þar sem þeir sem hafa lát- ið sig málið varða koma sam- an og gera grein fyrir sinni sýn. Fulltrúar Orkustofnun- ar, Landsnets, Skipulagsstofn- unar, Akureyrarbæjar, Ísfélags Vestmannaeyja, Landvernd- ar og landeigenda munu hafa framsögur á málþinginu. Að þeim loknum taka við almenn- ar umræður. -kgk Hnerripest í hundum og köttum LANDIÐ: Undanfarnar vikur hefur töluvert verið um væga öndunarfærasýkingu með- al hunda og katta á höfuð- borgarsvæðinu og nú virðist hún vera að stinga sér niður á landsbyggðinni einnig. Ekki er enn vitað um hvaða sýkingu er að ræða en rannsókn á sýnum stendur yfir á Tilraunastöð Há- skóla Íslands á Keldum. Ein- kenni sýkingarinnar eru oftast hnerri og hósti sem gengur yfir á nokkrum dögum. Fá dýr hafa veikst alvarlega. „Eigendum gæludýra sem sýna einkenni þessarar hnerripestar er ráð- lagt að forðast allt álag á dýr- in og fylgjast náið með heilsu þeirra. Ef þau þróa alvarlegri einkenni, svo sem lystarleysi, slappleika, mikinn hósta eða hita að þá er rétt að hafa sam- band við dýralækni. Athugið að til að forðast smit á milli dýra í biðstofu skal ekki fara með dýrið á dýralæknastofu án und- angengins samráðs við dýra- lækni,“ segir í tilkynningu frá dýraheilbrigðissviði Matvæla- stofnunar. -mm Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar var lögð fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar fimmtudaginn 9. nóvember síðastliðinn. „Fjárhags- áætlunin byggir á þeim trausta grunni sem hefur verið lagður með margvís- legum rekstrarlegum hætti á síðustu árum. Með þeirri fjárhagsáætlun fyr- ir Borgarbyggð sem lögð er fram til fyrri umræðu er haldið áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið eða að auka stöðugleika í fjármálum sveitar- félagsins, styrkja rekstur þess og fjár- festingargetu ásamt því að skapa svig- rúm til aukinnar uppbyggingar,“ seg- ir í tilkynningu frá Borgarbyggð. Hámarksútsvar Heildartekjur samstæðu A og B hluta fyrir næsta ár eru áætlaðar 3.860 milljónir króna. Heildarútgjöld sam- stæðunnar eru áætlaðar 3.607 millj- ónir. Hrein fjármagnsgjöld af sam- stæðunni eru áætluð 118 milljónir og 61 milljón hjá A hluta. Er það lækk- un um sex milljónir frá áætlun fyrra árs. Rekstrarafgangur samstæðu A og B hluta er áætlaður 134,5 milljónir en 152,2 af A hluta. Veltufé frá rekstri árið 2018 í samstæðunni er áætlað 400 milljónir en 369 milljónir ef litið er til A hluta. Útsvar verður 14,52%, sem er há- marksútsvar. Álagning í A-hluta fast- eignaskatts verður 0,45% af fast- eignamati og lækkar úr 0,47% frá fyrra ári. Álagning í C-hluta fast- eignaskatts verður 1,55% en þar er hámarksálagning 1,65%. Þá er gert ráð fyrir nettófjárfestingu í varan- legum rekstrarfjármunum að fjárhæð 492 m.kr. í samstæðuhluta. Skólabyggingar framundan Helstu fjárfestingar sveitarfélagsins á næsta ári verða fyrsti hluti viðbygg- ingar við Grunnskólann í Borgarnesi. Þá verður hafin bygging leikskóla á Kleppjárnsreykjum og lagning ljós- leiðara um dreifðar byggðir í hér- aðinu verður hafin af fullum krafti að því tilskyldu að styrkur fáist til verk- efnisins úr Fjarskiptasjóði. Afborganir langtímalána eru 244 milljónir króna fyrir samstæðu A+B hluta en 196 milljónir fyrir A hluta. Ekki er gert ráð fyrir að taka ný lang- tímalán á árinu. Áætlað er að í árslok 2018 verði handbært fé um 142 millj- ónir króna fyrir samstæðuna og 55 milljónir fyrir A hlutann. kgk Gert ráð fyrir afgangi af rekstri Borgarbyggðar Svipmynd frá Borgarnesi á liðnu sumri. Ljósm. úr safni. Eins og greint var frá í Skessu- horni nýverið hefur foreldrum barna á Akranesi, sem fædd eru í janúar og febrúar 2016, verið boð- in leikskólavist fyrir börn sín frá og með áramótum. Þar með hefur verið fallið frá áformum um opn- un ungbarnadeildar í Skátahúsinu á Akranesi. Reyndist vera nægilegt pláss innan veggja leikskóla bæjar- ins til að mæta núverandi þörf án þess að koma á fót ungbarnadeild, en börnin sem fá pláss á leikskól- unum á áramótum eru um 20 tals- ins. Stjórnvöld á Akranesi hafa sætt nokkurri gagnrýni vegna þessa. Skessuhorn hefur heyrt dæmi um að foreldrar hafi þurft að gera hlé á vinnu því börnin gátu hvorki feng- ið pláss hjá dagforeldrum né á leik- skóla. Þegar kom síðan í ljós að 20 pláss voru til staðar innan veggja leikskólanna vöknuðu spurningar hjá foreldrum og aðstandendum hverju þetta sætti. Skessuhorn innti Valgerði Ja- nusdóttur, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Akraneskaupstað- ar, eftir skýringum. „Unnið hefur verið að úttekt/greiningu á mögu- legum fjölda barna í leikskólum Akraneskaupstaðar ef starfsmönn- um yrði fjölgað og í einhverjum tilfellum innra skipulagi breytt,“ segir Valgerður í samtali við Skessuhorn. „Við þá athugun var tekið mið af þeim viðmiðum sem áður voru í lögum um leikskóla. Kom þá í ljós að hægt var að bæta við börnum í þremur leikskólum sem dugar til að taka þau börn sem fædd eru í janúar og febrúar 2016 fyrr inn í leikskóla en ella. Þessi greining skilaði því að áform um ungbarnadeild í Skátahúsinu frestast en ekki er útilokað að síð- ar verði sú lausn skoðuð með það að markmiði að fjölga frekar leik- skólaplássum,“ segir Valgerður. En hvenær var þessi greining unnin og af hverju var þar mið- að við þau viðmið sem áður giltu í lögum og hvernig eru þau frá- brugðin þeim sem nú eru í lögum? „Sú greiningarvinna sem átti sér stað var unnin af þeim aðilum sem koma að leiksólastarfinu frá öll- um rekstrarhliðum. Vinnan hefur staðið yfir meðan á þessu skoðun- arferli hefur staðið og hefur fyrst og fremst miðast við að finna lausn til þess að auka þjónustu við barna- fjölskyldur á Akranesi. Í lögum um leikskóla er ekki kveðið á um hve mikið rými á að vera pr. barn eins og gert var í fyrri lögum,“ segir Valgerður Janusdóttir í svari við fyrirspurn Skessuhorns. kgk/ Ljósm. úr safni. Tekið var mið af eldri lögum við greiningu á fjölda leikskólaplássa

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.