Skessuhorn


Skessuhorn - 15.11.2017, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 15.11.2017, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 201720 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvaða húsverk þykja þér skemmtilegust? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Ingvar Þórðarson Að elda. Bryndís Sigurjónsdóttir Mér þykir skemmtilegast að elda. Sæþór Kristinn Guðmundsson Að elda. Ásthildur Einarsdóttir Það er skemmtilegast að taka til. Írena Rut Jónsdóttir Að sjá um þvottinn, hengja upp og brjóta saman. Það er kalt í veðri þegar blaða- maður hittir þrjár tónelskar stúlk- ur á kaffihúsi á Akranesi á laug- ardagsmorguninn síðasta, þegar sólin skein blítt á frosinn snjó. Á kaffihúsinu sitja tvær ungar stúlk- ur við borð með jólasveinahúf- ur og augljóst að þar eru viðmæl- endur mættir. Jólasnjórinn sem féll daginn áður hefur greinilega haft áhrif á jólaskapið í þeim eins og hjá mörgum öðrum. „Sigga er á leið- inni,“ segir Katrín Lea Daðadóttir og á þar við Sigríði Sól Þórarins- dóttur sem einmitt átti hugmynd- ina að jólatónleikum sem þær þrjár stöllur ætla að standa fyr- ir skömmu fyrir jól. Tónleikarn- ir verða í Tónbergi 20. desember og þær hafa nú þegar ákveðið laga- lista og lofa góðri stemningu og skemmtun. „Það er svo skemmti- legt hvað allir eru boðnir og bún- ir til að hjálpa og gera svona tón- leika,“ segir Hekla María Arnar- dóttir. Eftir stutt spjall kemur Sig- ríður Sól askvaðandi inn á kaffi- húsið og sest við borðið en barm- ar sér örlítið því hún gleymdi jóla- sveinahúfunni sinni heima. Við erum þó allar sammála um að það komi ekki að sök. Vilja styrkja gott málefni Þær veigra sér ekki við að taka lag- ið fyrir blaðamann á rólegu kaffi- húsinu. Syngja Snjókorn falla, sem er einmitt eitt af lögunum af laga- listanum sem þær hyggjast flytja á tónleikunum 20. desember. Tón- leikarnir verða til styrktar Mæðra- styrksnefnd. Aðspurðar af hverju þær völdu það málefni segja þær að bragði að það sé verðugt mál- efni og þess utan hægt að styrkja það hér á Akranesi. „Það þarf ekki alltaf að fara í bæinn til að styrkja eitthvað,“ segir Katrín Lea. Skagastelpur í húð og hár Þær eru allar Skagastelpur. „Ég hef bara alltaf búið hérna. Í sama húsi. Í sama skóla,“ segir Sigríður Sól. „Ég flutti ekki hingað fyrr en ég var átta ára, en ég er frá Akra- nesi,“ segir Katrín Lea. „Það get- ur alveg verið frekar „boring“ að búa í svona litlum bæ,“ segir Hekla María en bætir við að sem betur fer sé stutt til Reykjavíkur. Síðar við- urkennir hún að smábæjarlífið hafi sína kosti þrátt fyrir allt. Á meðan fólk tínist inn á kaffi- húsið berst talið að námi þeirra stúlkna. Þær eru allar í níunda bekk en Katrín Lea og Hekla María stefna engu að síður að því að út- skrifast í vor. Hekla María og Katr- ín Lea stunda núna tvöfalt nám í grunnskóla. Þær klára því bæði ní- unda og tíunda bekk á sama árinu. Katrín Lea segist óviss um hvað taki við eftir það en hana langi að halda áfram í tónlist. Heklu Maríu langar að fara í Menntaskólann í Reykjavík. „Þó svo það sé ekki tónlistarmiðað nám þar þá er mjög mikið af tónlist í skólanum. Það eru söngvakeppnir og lagasmíða- keppnir og frábært leiklistarfélag,“ segir Hekla María og viðurkennir að hana langi að halda áfram að dunda við tónlist. Hún laumar því að að hún hafi einmitt klárað að semja eitt lag þá um morguninn. Hún semur texta og lög meðfram tvöföldu námi, öðrum tómstund- um og því að skipuleggja góðgerð- artónleika. Skammt að sækja tón- listarhæfileikana Það er greinilegt að hæfileik- arnir búa í þessum ungu konum. Þær segjast allar hafa haft mikinn áhuga á tónlist. Tónlistin hefur til dæmis alltaf legið vel fyrir Katrínu Leu. „Bara alveg síðan ég var lít- il. Ég hef alltaf verið að syngja og bulla á píanó eða eitthvað svoleið- is.“ Fyrir Heklu Maríu kviknaði áhuginn á einni kvöldstund þegar hún var sex ára; þegar hún sá Jó- hönnu Guðrúnu í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. „Ég sá hana syngja Is it true og ég varð bara strax viss. Þetta var það sem ég vil gera,“ segir hún og hlær. Sigríður Sól kemur úr mikilli tón- listarfjölskyldu. „Mamma er söng- kona, pabbi var trúbador og bróð- ir minn er líka mikið í tónlist. Við erum bara öll einhvern veginn í tónlist.“ Hún lærði sjálf á píanó í átta ár en hefur alltaf haft gaman af því að spila eftir eyranu og jafnvel semja eitthvað sjálf. Á unglings- árum fékk hún svo áhuga á söng. „Það hefur bara einhvern veginn alltaf verið tónlist í kringum mig,“ segir hún og brosir. Þakklátar fyrir alla hjálpina Þannig að þrjár fjórtán ára stelpur fengu þá flugu í höfuðið að halda jólatónleika. Tvær þeirra eru í tvö- földu námi ásamt öðrum frístund- um en þær takast á við verkefnið með hjálp frá kennurum og sam- félaginu öllu. „Fyrsta æfingin var fjórir og hálfur tími,“ segir Sig- ríður Sól og hlær. „Það er ótrú- legt hvað við höfum fengið mikinn stuðning frá öllum í kringum okk- ur,“ segir Hekla María og nefn- ir þar til fjölskyldu, vini, kennara og bekkjarfélaga sem ætla að spila með þeim. „Það er alveg lygilegt hvað allir hafa verið tilbúnir að hjálpa okkur.“ Þær eru þákklát- ar fyrir alla hjálpina og hlakka til að halda tónleikana 20. desember í Tónbergi þótt nafnið á tónleikana sé ekki enn komið. Þær grínast með að hugmyndir hafi verið uppi um að kalla tónleikana Jólagesti Siggu þar sem Sigríður Sól kom með hugmyndina að tónleikunum. En horfið var frá þeirri hugmynd. „Það væri svo ruglingslegt,“ segir Katrín Lea og hlær. Þær eru sam- heldnar vinkonur með sameigin- legan tónlistaráhuga. Í lokin skjóta þær því að, að þær taki líka að sér að spila og syngja á jólahlaðborð- um og jólafundum. klj Skipuleggja góðgerðartónleika til styrktar Mæðrastyrksnefnd -Þrjár söngelskar stúlkur í níunda bekk ætla að halda tónleika í Tónbergi á Akranesi Hekla María, Sigríður Sól og Katrín Lea ætla að halda jólatónleika í ár. Allar eru þær efnilegar söngkonur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.