Skessuhorn


Skessuhorn - 15.11.2017, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 15.11.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 201712 Umhverfisvaktin við Hvalfjörð hef- ur sent Umhverfisstofnun athuga- semdir vegna tillögu að umhverf- isvöktunaráætlun fyrir iðjuverin á Grundartanga sem gilda á fyrir árin 2017 – 2021. Afrit af bréfinu er m.a. sent sveitarfélögunum Hvalfjarðar- sveit og Akraneskaupstað. Athuga- semdirnar eru í nokkrum liðum og snúa að utanumh aldi vöktun- ar, upplýsingagjöf í rauntíma, loft- dreifilíkani, sýnatökum úr fersk- vatni, flúormælingum í sauðfé og neyðarúrgangslosanir frá Elkem. Í bréfinu segir m.a: „Mengun- arvaldar, í þessu tilviki iðjuverin á Grundartanga, eiga ekki undir nokkrum kringumstæðum að halda utan um umhverfisvöktun vegna eigin mengunar. Slíkt er andstætt hagsmunum náttúru, umhverf- is og íbúa. Umhverfisvaktin við Hvalfjörð krefst þess að umhverf- isvöktun vegna iðnaðarsvæðisins á Grundartanga verði færð í hendur þar til bærra, hlutlausra aðila. Jafn- framt er vakin athygli á að það fyr- irkomulag að leyfa iðjuverunum að borga vöktunaraðilum beint býður upp á vafasöm hagsmunatengsl og tortryggni í garð umhverfisvökt- unar. Íslenska ríkið á að hafa milli- göngu um greiðslur til þeirra sem annast mælingar og aðra þætti um- hverfisvöktunar svo sem skýrslu- gerð, kynningar og eftirlit,“ segir í bréfinu. Þá er bent á að krafa samtímans sé upplýsingagjöf um mengun í raun- tíma enda bjóði nútíma tækni upp á það. „Upplýsingar um umhverf- isvöktun loftgæða þurfa að vera að- gengilegar almenningi á rauntíma.“ Umhverfisvaktin lýsir miklum von- brigðum með að loftgæðamæli- stöðin í Stekkjarási hafi verið tek- in úr notkun og krefst þess að hún verði sett upp aftur nú þegar, utan við mörk þynningarsvæða. Um- hverfisvaktin gerir einnig athuga- semd við að iðjuverin á Grundar- tanga annist gerð loftdreifilíkans fyrir flúor og brennistein og í at- hugasemdunum er kaflinn um loft- dreifilíkanið í vöktunaráætluninni sagður afar torskilinn. „Þar er t.d. gert ráð fyrir niðurstöðum úr loft- gæðamælistöðinni í Stekkjarási. Nú er búið að fjarlægja hana og þann- ig búið að kippa stoðum undan út- reikningum framtíðarinnar.“ mm Umhverfisvaktin gerir athugasemdir við um- hverfisvöktunaráætlun Síðastliðinn miðvikudag stóðu Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi fyrir frumkvöðladegi á Bif- röst. Þar komu saman frumkvöðl- ar af Vesturlandi öllu. Frum- kvöðlarnir Karen Jónsdóttir hjá Kaja Organic, Hraundís Guð- mundsdóttir á Rauðsgili og Viðar Reynisson hjá Náttskugga fluttu stutt erindi. Þau sögðu frá sinni starfsemi og sinni sýn en ræddu einnig um starf frumkvöðla al- mennt. Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, flutti einnig stutt erindi þar sem hann ræddi þá nýsköpun sem átt hefur sér stað innan veggja skólans þau 99 ár sem hann hefur verið starf- andi. Samhliða frumkvöðladegin- um fór fram úthlutun styrkja til nýsköpunar og atvinnuþróunar úr Uppbyggingarsjóði Vestur- lands. Árlega er úthlutað styrkj- um úr sjóðnum til menningar- mála en tvisvar sinnum á ári til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Var því um aðra úthlutun árs- ins að ræða úr þeim hluta sjóðs- ins síðastliðinn miðvikudag, en áður hafði verið úthlutað til sömu málaflokka á vormánuðum. Að þessu sinni var úthlutað ríf- lega 16 milljónum króna til 18 verkefna. Kostnaðaráætlun allra verkefnanna er samanlagt um 100 milljónir króna. Upphæðir styrkj- anna sem úthlutað var eru á bilinu 150 þúsund krónur til þrjár millj- ónir króna. Hæsti einstaki styrk- urinn að þessu sinni kom í hlut Upplifunargarðs í Borgarnesi og er styrkur til undirbúningsvinnu og skipulagningu á Latabæjar- safni í Borgarnesi. Meðfylgjandi er listi yfir þau verkefni sem hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði að þessu sinni, ásamt styrkupphæð. kgk Úthlutað til atvinnuþróunar og nýsköpunar á Vesturlandi Fulltrúar þeirra verkefna sem hlutu styrk til atvinnuþróunar og nýsköpunar úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands síðastliðinn miðvikudag. ! Umsækjendur Verkefni Styrkupphæ! Coworking - Portland Frumkvö!lasetur/Muninn Kvikmyndager! Styrkur til a! augl"sa sta!inn, halda vi!bur!i og auka s"nileika frumkvö!lasetursins. 150.000 kr. Codlantic Styrkur til a! fara inn á erlenda marka!i, ger! umbú!a og marka!sefnis. 1.250.000 kr. Dalabygg!/Sturlunefnd Styrkur til a! efla og au!ga fer!amennsku og mannlíf í Dalabygg!, gera Sta!arhól og sögu hans s"nilega. 1.500.000 kr. Geitfjársetur á Háafelli Uppl"singaöflun, prentun og skiltager!. 200.000 kr. Húsafell Resort Göngulei!anet á Húsafelli, merking á göngulei!um. Styrkur veittur í 2. áfanga. 2.300.000 kr. Jónsson og Scheving Listasmi!ja og kaffihús. 500.000 kr. Kaja Organic Framlei!sla á lífrænu pasta. 150.000 kr. Kristján Sveinsson Sjókajakfer!ir á Brei!afir!i me! áherslu á náttúruupplifun. Vistvæn fer!a#jónusta. 500.000 kr. Landbúna!arsafn Íslands Uppbygging á gestastofu. 1.600.000 kr. Ragna Sigur!ardóttir Styrkur til a! skapa sérstö!u í námskei!ahaldi fyrir útlendinga um íslenska hestinn og ræktun hans. 750.000 kr. Margrét Fri!jónsdóttir Vinnustofa fyrir erlenda hönnu!i me! áherslu á feldull. 500.000 kr. Muninn kvikmyndager! Uppsetning á #jónustu sem mi!lar erlendum kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum á tökusta!i á Vesturlandi. 500.000 kr. Steinunn Eva "ór!ardóttir Námskei!ahald í jákvæ!ri sálfræ!i. 500.000 kr. Snæfellsgar!urinn Snæfellsneskort á gólf á Brei!abliki, gestastofu. 750.000 kr. The Freezer Styrkur til vi!bur!akynningar á sérverkefnum. 750.000 kr. Upplifunargar!ur í Borgarnesi Styrkur til undirbúningsvinnu og skipulagningu á Latabæjarsafni í Borgarnesi. 3.000.000 kr. Muninn kvikmyndager! Hönnun og vinna vi! Hologram. 1.000.000 kr. Sign# Gunnarsdóttir Undirbúningur vegna silkiormaræktunar í Grundarfir!i. 150.000 kr.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.