Skessuhorn


Skessuhorn - 15.11.2017, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 15.11.2017, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2017 17 Snæfellsbær SK ES SU H O R N 2 01 7 Sveitarfélagið Snæfellsbær stendur að lagningu ljósleiðara- kerfis innan sveitarfélagsins og er áformað að fyrsti áfangi kerfisins verði rekstrarhæfur fyrir lok þessa árs. Sveitarfélagið óskar eftir tilboðum frá fjarskiptafélögum um hugsanlega þátttöku slíkra félaga í uppbyggingu og rekstri ljós- leiðarakerfisins, í samræmi við Útboðsgögn 2017-LR1, „Upp- bygging og rekstur ljósleiðarakerfis“. Útboðsgögn verða afhent frá og með mánudeginum 13. nóvember. Væntanlegir bjóðendur geta óskað eftir að fá útboðsgögnin afhent með rafrænum hætti með því að senda tölvupóst á netfangið lysir@lysir.is og óska þess að fá gögnin send. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Snæfellsbæjar föstudaginn 24. nóvember, kl. 13:00. Uppbygging og rekstur ljósleiðarakerfis Munið eftir smáfuglunum Kolbrún S. Kjarval bæjarlistamaður 2017 sýnir leirmuni á Bókasafni Akraness Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 16. nóvember kl. 17 og eru allir hjartanlega velkomnir við opnunina. Veitingar, kaffi, te og piparkökur. Sýningin stendur yfir til 22. desember og er opin virka daga kl. 12-18 og á laugardögum kl. 11-14, eða á afgreiðslutíma safnsins. SK ES SU H O R N 2 01 7 Dalbraut 1 | Sími 433 1200 | bokasafn@akranessofn.is | www.bokasafn.akranes.is Baráttudagur gegn einelti var mið- vikudaginn 8. nóvember haldinn víða um land. Nemendur í Grunn- skólanum í Borgarnesi tóku af því tilefni höndum saman og föðmuðu skólann sinn. „Allir dagar hjá okk- ur eru baráttudagar gegn einelti en okkur þótti gott að taka svona einn dag þar sem við lögðum alveg sér- staka áherslu á málefnið. Hugmynd- in var ekki að faðma húsið sem slíkt heldur var þetta táknrænt fyrir það að innan veggja skólans, og í lífinu almennt, eigum við öll að vera vin- ir og koma vel fram við hvort ann- að,“ segir Júlía Guðjónsdóttir skóla- stjóri í samtali við Skessuhorn. „Það er alltaf gott að minna sérstaklega á þetta mikilvæga málefni, einelti á aldrei að líðast,“ bætir hún við. arg/ Ljósm. Hulda Hrönn Sigurð- ardóttir Föðmuðu skólann sinn Árlega frá því 2011 hefur 8. nóvem- ber verið helgaður baráttunni gegn einelti. Grunnskóli Snæfellsbæjar vinnur eftir Olweusaráætlun gegn einelti. Haldið hefur verið upp á daginn á hverju ári með því að vekja athygli á málefninu í bæjarfélaginu. Að þessu sinni útbjuggu nemend- ur hjörtu sem þeir skrifuðu falleg- ar orðsendingar á og skreyttu. Þessi hjörtu báru þeir svo út og hengdu á hurðarhúna á öllum heimilum í Ólafsvík, Hellissandi og Rifi. Mælt- ist þetta vel fyrir og vakti ánægju meðal íbúa. Nemendum þótti verk- efnið skemmtilegt og nutu þess að vanda sig við hjörtun og vönduðu sig við að finna eitthvað fallegt til að skrifa á þau. Ekki voru hjörtun þó borin út 8. nóvember en veðr- ið þennan dag var frekar votviðra- samt og því var hætta á að hjörtun myndu skemmast. Var farið með þau í hús daginn eftir þegar veður var snöggtum skárra. þa Dagur gegn einelti í Snæfellsbæ Félagsmiðstöðinni Afdrepi í Snæ- fellsbæ bárust góðar gjafir á dögun- um þegar konur í Lionsklúbbnum Rán í Ólafsvík komu færandi hendi. Þær færðu félagsmiðstöðinni Apple TV ásamt Playstation 4 leikjatölvu og leikjum. Vakti gjöfin mikla lukku og mun örugglega verða mikið notuð af þeim sem mæta í félagsmiðstöðina. Í félagsmiðstöðinni starfa þau Sig- urbjörg Jóhannesdóttir og Konráð Ragnarsson en Afdrep er opið frá klukkan 18:30 til 22:00 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga. Þar koma saman nemendur úr elstu bekkjum Grunnskóla Snæfellsbæjar. Eftir ára- mót verður svo opið á miðvikudög- um fyrir 5. til 7. bekk. þa Afdrep fékk góðar gjafir Auglýsing um deiliskipulag Sólvallarreitur - iðnaðarsvæði, tillaga að deiliskipulagi Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti þann 1. nóvember 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði á lóð Grundar- fjarðabæjar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er á Framnesi og er það skilgreint sem iðnaðarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003-2015. Svæðið er 1,1 ha að stærð miðað við mælingu út í miðlínu aðliggjandi gatna. Þrjár lóðir eru á svæðinu. Við Sólvelli 2, lóð A, er iðnaðarhús en samkvæmt nýju deiliskipulagi er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu á lóð A. Á lóð B við Nesveg 13 er íbúðar- hús með tveimur íbúðum og á lóð C við Nesveg 9 stendur einbýlishús. Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar frá 7. nóvember til og með 14. desember 2017. Tillagan verður einnig aðgengileg á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillöguna og gera athugasemd við hana. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar í ráðhúsinu Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði, eða á netfangið bygg@grundarfjordur.is í síðasta lagi þann 14. desember 2017. Skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðar. Grundarfjarðarbær SK ES SU H O R N 2 01 7

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.