Skessuhorn


Skessuhorn - 15.11.2017, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 15.11.2017, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2017 15 Blóðsykurmæling á Akranesi Laugardaginn 18. nóvember 2017 verða Félag sykursjúkra á Vesturlandi og Lionsklúbbur Akraness með fría blóðsykurmælingu í boði Apóteks Vesturlands Mælingin fer fram í verslunarmiðstöðinni að Smiðjuvöllum 32 (Bónus) og stendur yfir frá kl. 13.00 - 16.00 Fólk er hvatt til að nýta sér mælinguna, sem er því að kostnaðarlausu SK ES SU H O R N 2 01 7 Fjöliðjan vinnu- og hæfingarstaður Akraneskaupstaðar óskar eftir fagaðila til starfa Fjöliðjan vinnu- og hæfingarstaður Akraneskaupstaðar auglýsir laust til umsóknar starf fagaðila til að sinna fjölbreyttum verkefnum sem unnin eru á vinnu- og hæfingarstaðnum og starfsumhverfi hans í sveitarfélaginu. Um er að ræða nýtt 100% framtíðarstarf. Auglýst er eftir þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, aðrir fagaðilar með háskólamenntun á sviði félags- eða heil- brigðisvísinda koma einnig til greina við ráðningu. Helstu verkefni og ábyrgð: Að vinna með fjölbreytt verkefni sem tilheyra vinnu- og hæfingar-• staðnum og starfsumhverfi hans í sveitarfélaginu, meðal annars: sinna og fylgja eftir fjölbreyttum verkefnum innan og utan veggja • Fjöliðjunnar, s.s vinnu- og tómstundartilboðum gerð einstaklings- og þjónustuáætlana• virkja starfsmenn til fjölbreyttra tómstunda og atvinnu• veita starfsmönnum stuðning og ráðgjöf við atvinnu og tómstundastarf• stuðla að velferð og auknum félagslegum þroska starfsmanna með • ráðgjöf og fræðslu þátttaka í þverfaglegum teymum• þátttaka í spennandi stefnumótunarstarfi• Menntunar- og hæfniskröfur þroskaþjálfamenntun, iðjuþjálfamenntun eða önnur menntun með • starfsleyfi á sviði félags- eða heilbrigðisvísinda góð hæfni í mannlegum samskiptum og hæfni til að bregðast við • óvæntum aðstæðum jákvæðni og faglegur metnaður• sjálfstæð og skipulög vinnubrögð• Frumkvæði, sveigjanleiki og vilji til að fara ólíkar leiðir í starfi• Hreint sakavottorð. • Hér er sótt um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Athygli er vakin á því að starfið hentar jafnt konum sem körlum. Launa- kjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 30.11. 2017. Nánari upplýsingar um starfið veita Ásta Pála Harðardóttir yfirþroskaþjálfi s: 433-1723 eða á netfangi asta.hardardottir@akraneskaupstadur.is og Guðmundur Páll Jónsson forstöðumaður s: 433-1720 eða á netfangi gudmundur.pall.jonsson@akraneskaupstadur.is. ATVINNA SK ES SU H O R N 2 01 7 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Tónlistarskóli Borgarfjarðar fagnar hálfrar aldar afmæli á þessu ári og af því tilefni er unnið að uppfærslu á söngleiknum Móglí sem byggður er á sögunum The Jungle Book eft- ir Rudyard Kipling. Leikgerðin er eftir Illuga Jökulsson, tónlistin að mestu eftir Óskar Einarsson, Hall- dóra Rósa Björnsdóttir sér um leik- stjórn og tónlistarstjórn er í hönd- um Theodóru Þorsteinsdóttur skólastjóra. Alls koma um 50 manns að sýningunni, yngsti þátttakand- inn er sjö ára og sá elsti rúmlega sextugur. Tveir strákar leika Móglí, þeir Þorsteinn Logi Þórðarson sem leikur Móglí yngri og Bergur Ei- ríksson leikur hann eldri. Kennar- ar tónlistarskólans taka flestir þátt í sýningunni, ýmist í hlutverkum eða í hljómsveitinni. „Það hefur verið góð stemning og mikið fjör á æfingum og er til- hlökkunin mikil fyrir frumsýning- unni, sem verður föstudaginn 24. nóvember klukkan 18 í Hjálm- akletti í Borgarnesi,“ segir Theo- dóra Þorsteinsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar. arg Þeir Þorsteinn Logi Þórðarson og Bergur Eiríksson leika báðir Móglí í sýningunni. Ljósm. Olgeir Helgi Ragnarsson. Frumsýna í næstu viku söngleikinn Móglí Siðmennt úthlutaði nýverið árleg- um viðurkenningum sínum fyrir árið 2017. Húmanistaviðurkenn- ingin var veitt hópnum #höfum- hátt sem vakti athygli á stöðu þo- lendi kynferðisofbeldis og fjöl- skyldna þeirra. Jóhann Björns- son, formaður Siðmenntar, sagði í ávarpi sínu við afhendingu húman- istaviðurkenningarinnar að hópur- inn hefði unnið gríðarlega mikil- vægt starf. „Sá hópur sem stendur að baki átakinu #höfum hátt hef- ur unnið gríðarlega mikilvægt og óeigingjarnt starf. Starf þetta hef- ur ekki farið fram hjá neinum sem betur fer og hefur miðað að því að skila skömminni í kynferðisbrota- málum þangað sem hún á heima, vekja athygli á bágri stöðu fórn- arlamba kynferðisofbeldis í sam- félagi okkar og krefjast gagnsæis, heiðarleika og ábyrgðar af hendi ráðamanna. Þetta er átak sem ger- ir samfélag okkar manneskjulegra og betra,“ sagði Jóhann. Fræðslu- og vísindaviðurkenn- ing Siðmenntar kom í hlut Ástráð- ar, kynfræðslufélags læknanema, fyrir ötult og óþrjótandi kynning- arstarf. Jóhann sagði læknanem- ana hafa um árabil unnið óeigin- gjarnt starf við að fræða ungt fólk á grunn- og framhaldsskólaaldri um kynheilbrigði. „Í stefnu Sið- menntar er lögð áhersla á að yfir- stíga beri skiptingu manna í fjand- samlega hópa sem hver um sig byggir tilvist sína á ákveðinni sér- stöðu, til dæmis kynþætti, trúar- brögðum, kyni, þjóðerni, stétt, tungumálum eða kynhneigð. Sið- mennt vill fá fólk úr ólíkum hóp- um til að vinna saman að málefn- um sem eru til góðs fyrir mann- kyn allt,“ segir í tilkynningu frá Siðmennt. kgk Ástráður og #höfumhátt hlutu viðurkenningar Siðmenntar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.